Leita í fréttum mbl.is

First Saturday #4

Jæja....þá er fyrsti vinningurinn kominn í hús. Hjörvar vann í gær ungverska gangavörðinn Zóltan Csapó 2164. Enn skutust menn undan undirbúning en Csapo svaraði 1.c4 með 1...c5 og Hjörvar tefldi setup í enska leiknum og var með þægilega stöðu eitthvað slightly betra. Í miðtafli sem var svo í jafnvægi tók Csapó sig til og lék af sér heilum manni og varð að gefast upp. Ágætis skák hjá Hjörvari aldrei í taphættu og hann átti alveg inni að það dytti inn einn sigur enda hefur hann verið að pressa menn stíft í undanförnum tveim umferðum.

Í dag fær Hjörvar svo hinn ofurrútíneraða þýska alþjóðlega meistara Dimo Werner sem hefur búið hér og teflt mjög lengi og með 500-600 skákir í base-num bara á hvítt! Mest hefur Hjörvar verið að kíkja á 4.e3 gegn Slabbanum og eins 3.Bb5 í Sikileyjarvörn. Á ég frekar von á 1.d4 og tilraun til að svíða barnið. Jafntefli væru fín úrslit en Dimo má passa sig!

FalkMiksa1

Ég sjálfur gerði stutt jafntefli (leikjalega séð - innskot Sigurbjörn) en var samt aðeins lengur en Hjörvar að tefla. Kom Hardicsay mér lítillega á óvart í Leningrad og eitthvað var minnið að svíkja mig en ég náði nú að tefla þetta rétt fyrir utan ...c6 sem veikti d6 reitinn. Ég var feginn þegar Hardicsay tók jafnteflisboði mínu því staðan var nokkuð þægileg á hann að mínu mati og líklegast að ég hefði orðið að þjást eitthvað í baráttu fyrir jafntefli ef hann hefði teflt þetta áfram.

Í dag fæ ég svo Bela Lengyel. Það er enn einn ofur-rútíneraður ungverskur IM sem hefur teflt hér lengi. Hann ætti nú ekki mikið að koma mér á óvart og gæti jafnvel farið svo að við endurtökum skák okkar fyrir 2 árum en ég luma á smá endurbót þar sem á að tryggja mér frekar þægilega stöðu sem ég ætti að geta pressað nokkuð áhættulaust. Hinsvegar eru þessir IMmar nú orðnir þokkalegir rebbar þannig að ég verð að passa mig.

Framhaldssagan um Líbýumennina gæti orðið eitthvað minna dramatískari en ég hélt en þeir mættu allir til leiks í gær. Nagy var ekki sjáanlega illur þannig að líklegast hefur deilan verið leyst á einhvern hátt.

Pirringur dagsins er svo erlent fólk sem heldur alltaf áfram að gjamma á sínu tungumáli þótt ljóst megi vera að það skiljist ekki. Hér hefur kætt okkur gríðarlega ein kelling á einni metrostöðinni sem hefur greinilega unnið þar síðan fyrir stríð. Við gerðum tilraun til að kaupa hjá henni vikukort í lestarstöðina. Það fór eitthvað á þessa leið:

Ingvar: seven days please
Irma Tóth: Kötzerem ötterem zjötsovetseg
Ingvar(heldur uppi sjö fingrum): SEVEN days please...sieben tagen? Ein woche? One week?
Irma Tóth: KÖTZEREM FÖKKEREM KEIN SKILJERVETZEG
Ingvar(fær lánaðan vikumiða sem Grétari tókst að kaupa og sýnir konunni): Same....this (bendir á miðann)...SEVEN MAN (heldur uppi sjö fingrum
Irma Tóth (hristir hausinn baðar út höndum): KÖTZERFUCKING MÖTZERUM NATSÖVETZEG
Ingvar og strákarnir....FOLD

smile2
Mynd: Irma Tóth

Sú er þrífur hér er svipuð....mun viðkunnalegri reyndar en hún hefur ekki ennþá áttað sig á að ég skil ekki "HAKKZÖVETSEG KOSSUTH TÉR BATTHANY UTCÁ" sem þýðir líklega "viltu skipta um handklæði".

Annars er skemmtilegt matchup nú í matnum hjá mér og spennandi verður að sjá hver nær forystu. Staðan er:

Pizza Marzano: 3
Chinese Buffet: 3

En ég kveð í bili enda styttist í umferð og maður verður að ná að næra sig.....meira síðar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband