Leita í fréttum mbl.is

First Saturday #3

Eitthvað ætlar að ganga illa hjá okkur Hjörvar að landa fyrsta vinningnum í þessu móti. Hjörvar kominn með þrjú jafntefli og ég tvö og eitt tap. Ég tapaði illa í gær eins og ég kom inná í síðasta innskoti fyrir pólska pizzasendlinum Michail Luch. Tefldi ég eins og argasti flóðhestur og fór niður í logum í 19. leikjum með hvítu eins og einhver 1600 stiga maður (með fullri virðingu fyrir 1600 stiga mönnum Wink). Sannarlega einhver versta skák sem ég man eftir hjá mér hin síðari ár og best að gleyma henni bara sem fyrst (en þó ekki án þess að læra af eigin mistökum!).

Í dag fæ ég gamlan (P)ungverskan IM að nafni Peter Hardicsay. Sá ég hann í fyrsta skipti í gær því hann mætti ekki í fyrstu tvær umferðirnar. Ástæðan fyrir því er að hann var að tefla við hina ungversku IMmana í flokknum, Eperjesi og Lengyel, og virðist yfirleitt raunin vera þannig að þeir semja bara án þess að tefla.  Ekki fékk hann nú mikið meira að tefla í gær en líbanski skákmaðurinn í flokknum mínum mætti ekki til leiks í gær. Raunar varð það raunin með 2-3 líbanska skákmenn í viðbót en stór hópur af þeim er mættur hér til leiks. Hardicsay sat á borðinu við hliðina á mér og alltaf þegar maður gjó augunum yfir á borðið hans gaf hann international merki um að "hella í sig" og skellihló. Hress gaur og þurfti mikið að tjá sig, vildi meina að Líbýu mennirnir væru að nota tækifærið til að komast úr landi og drekka í laumi því ég veit ekki betur en þeir megi ekki drekka í heimalandi sínu.

Hjörvar tefldi eins ég sagði í gær við Bandaríkjamanninn Nick Adams. Ekki varð neitt úr undirbúningnum því Adams bryddaði upp á hinum eiturhvassa leik 1.d4 d5 2.e3!?!! og toppaði hinn heilaga hvassleika með 1.d4 d5 2.e3 Rf6 3.Rf3 c6 4.c4 e6 5.Rbd2!!  Svona hægt uppbyggingarsystem og svo sem ekkert við því að segja. Hvítur fékk auðvitað ekki neitt úr byrjuninni og staðan e.t.v. í jafnvægi þegar Hjörvar fann ...Bg5 sem veitti honum frumkvæði og á endanum komst Hjörvar í mjög vænlegt endatafl sem hlýtur með bestu taflmennsku að vera unnið.  Hjörvar hinsvegar sleppti honum úr snörunni að þessu sinni og þriðja jafnteflið varð staðreynd.

Í dag er það svo FM Zoltan Csapo með hvítu. Við gerum ráð fyrir kóngsindverskri vörn og þá er ætlunin að tefla Saemisch en Csapo þessi virðist geta teflt eitthvað frumlega svokölluð steypu system, t.d. 1.d4 b5 gegn Dimo Werner árið 2006. Ég spái að Hjörvar vinni í dag. Hlýtur að fara að detta inn hjá stráknum og hann á það líka alveg skilið.

Nagy1

Í dag verður svo gaman að fylgjast með sápuóperunni um Líbýumennina. Nagy var sannarlega ekki sáttur enda er Líbýumennirnir með einhvern mótþróa með að borga. Þeir eru víst 10-11 talsins og eiga bókað hótel í 30 daga. Skilst að það séu 13.000 EUR sem þeir eru ekki alveg tilbúnir að punga út. Nagy sagðist ætla í hart ef það gengi ekki og skilst mér að það sé police en ekki lambúshetta eins og Emory Tate vildi meina þegar hann var með sögur á Rvk International.

Ég kveð ykkur í dag með mynd af andstæðingi mínum í 2. umferð, Istvan Mayer.

smile1

mbk,

Ingvar Þór Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjitturinn hvað þetta blog er spennandi !
Ég er sko búinn að gerast RSS á þetta og tengja þetta við gemsann svo ef kæmi inn færsla að nóttu til myndi ég stökkva í tölvuna til að missa örugglega ekki af neinu !!!

Dóri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Snorri Bergz

Solid X-biti. Koma svo

Snorri Bergz, 6.6.2007 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband