Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ég vissi ekki að það væri mögulegt en...

....blessuð stúlkan gæti í framtíðinni fengið spurninguna:

"What's your name love?"

Sem yrði svarað

"I can't remember"

Og það ekki í kaldhæðni!


mbl.is Heitir eftir 25 hnefaleikaköppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrífarar

NemanjaVidicStebbiKSashaPavlovic

Nemanja Vidic - Man Utd
Stefán Kristjánsson - TR
Sasha Pavlovic - Cleveland


First Saturday #10-11

Þrátt fyrir að Húnninn hafi brugðist mér hef ég ákveðið að klára þessa pistlaröð. Þessi er svolítið seint á ferðinni en ég tel það skyldu mína að klára hann.

Tíunda umferðin var einstaklega gleðileg fyrir okkur strákana. Í fyrsta og eina skiptið í mótinu unnum við báðir í sömu umferð. Ég vann hálfgerðan skyldusigur gegn ungum írskum skákmanni sem var aðeins með 3 jafntefli í mótinu en Hjörvar hinsvegar kom mér og væntanlega öllum á óvart með því að vinna Weiming Goh (2375) sem þegar var kominn með áfanga í mótinu og hafði aðeins leyft tvö jafntefli en slátrað rest. Það sem er enn athyglisverðara er að Hjörvar var með svart!

Mestur undirbúningur hjá Hjörvari fór í mainline í Rauzernum. Alls 3 klukkutímar allavega! Minni tími fór í 3.Bb5 en við áttum síður von á þeim leik. Hjörvar hafði þó lítillega skoðað hann. Það verður svo að segjast að Hjörvar tefldi mjög solid og hrifsaði líklega smá frumkvæði í kringum 20. leik. í framhaldinu þvingaði hann svo Singapore strákinn til að fórna skiptamun og stýrði loks vinningnum í hús eins og herforingi.  Sannarlega glæsilega gert hjá stráknum!


Kaupþingsmenn hljóta að vera ánægðir með sinn mann sem hefur sýnt miklar framfarir!

Ég "hélt" að ég hefði unnið frekar öruggan sigur gegn Íranum þ.e. ég tefldi rólega, fékk slightly betra og vann án þess að leyfa mótspil. Eða svo hélt ég allavega þar til ég sló skákina inn í Fritz sem ég gerði ekki fyrr en á leiðinni heim. Þá kom eilítið í ljós sem hafði ekki einu sinni hvarflað að mér:

Ingvar_griffiths
Staðan eftir 27.dxe5 sem var svartur biskup.

Ég semsagt hafði leikið 26.d4 sem svartur svaraði með Hbg8 því að ef hann færir biskupinn hrynur staða hans eftir að ég drep á d6 með biskup. Í stöðumyndinni lék svartur svo 27...Hg1+ og ég vann auðveldlega eftir nokkra leiki í viðbót. Það sem við báðir misstum hinsvegar af var 27...Da4!! og ég get hreinlega gefist upp! Drottningin er friðhelg vegna máts á g1 og eftir aðra leiki kemur ...De4+ og þetta er hreinlega búið! Og ég sem hélt að þetta hefði verið nokkuð "hrein" skunkabönunarskák!?!

Hvað um það...við félagarnir vorum sáttir og fórum við gott út að borða glaðir í bragði. Reyndar var næsta skák kl. 10 morguninn eftir þar sem um var að ræða síðustu umferð og því gafst okkur lítill tími til stúderinga. Hjörvar átti hvítt á stigahæsta manninn í flokknum sínum en ég Englending með 2301. Reyndar hafði ég lítillega kynnst þessum Englending ásamt nokkrum öðrum keppendum eftir 9. umferð og þar höfðum við samið um að byrja okkar skák kl. 12 þar sem hvorugur okkar átti flug þennan dag og báðir erum við litlir morgunhanar.

Þegar ég kom um 12-leytið í síðustu umferðina var Hjörvar þegar að verja erfitt endatafl sem hann átti enga vinningsmöguleika í. Klassískt góður riddari gegn ömurlegum biskup endatafl. Hinsvegar var aðkoma svarta kóngsins erfið og á því héngu jafnteflismöguleikar Hjörvars. Skilst mér að hann hefði í raun átt að halda þessu en hefði mátt gefa sér öllu meiri tíma í að finna bestu vörnina og á endanum hafði reynsla Galyas þetta og Hjörvar varð að gefast upp. Skák mín varð svo nokkuð stutt. Ég ákvað að tefla modern...bæði til að rugla andstæðing minn og eins framtíðarandstæðinga. Ekkert jafn pirrandi og að undirbúa sig fyrir andstæðinga sem teflir 3-5 byrjanir gegn þínum opnunarleik. Tefldi semsagt frakka, skandinava, modern í þrem skákum með svart gegn 1.e4 og svei mér þá ef Sikileyjarvörn verður ekki næst á dagskrá! En eins og ég sagði varð skákin nokkuð stutt. Mér tókst að jafna taflið nokkuð þægilega og jafnteflisboð var nokkuð freystandi.

Lokaniðurstaðan var því hjá mér sú að ég tapaði 4 stigum og það eftir 2,5 í þrem síðustu umferðunum. Að mínu mati átti ég slæmt mót og var á köflum að tefla illa með lélega einbeitingu. Með tilliti til þess tel ég það gott að tapa aðeins 4 stigum á svo slæmu móti.  Hjörvar hinsvegar átti glæsilegt mót. Hann var með um 2,5 vinning meira en hann átti að fá og því hækkar hann um ein 37-39 stig fyrir þessa frammistöðu. Strákurinn á hraðri uppleið og ætti að komast yfir 2200 elóstigin á næsta lista.

Eftir síðustu umferðina héldu Hjörvar og Grétar faðir hans til Vínar þar sem þeir heimsóttu systur Grétars. Ég varð hinsvegar einn eftir og notaði tækifærið til að kynnast betur nokkum keppendum. Strax eftir umferðina settumst við niður og fengum okkur einn umgang. Með mér voru Luch frá Póllandi, Doggers frá Hollandi, Thomas frá Kanada og Eggleston frá Englandi. Í þessum umgangi var líka með okkur hress vinur Doggers frá Hollandi Gerald sem hafði heimsótt mótið í viku. Hann var hinsvegar á för heim eftir um klukkutíma. Við hinir ákváðum að hittast í kvöldmat á Red Pepper ágætis stað við eina af aðalgötunum. Þar bættist í hópinn GM Mark Bluvshtein sem var þar ásamt ungverskri kærustu sinni. Gullfalleg stelpa sem kom að horfa á allar umferðirnar (og trufla okkur hina!). Að sögn Marks var heimsókn hans hér og þátttaka eingöngu vegna hennar því vestrænir GM's fá ekki beint borgað fyrir að tefla í GM grúppu hjá Nagy. Talandi um Bluvshtein og Doggers þá verð ég að benda á myndband sem er væntanlegt á www.chessvibes.com þar sem Doggers lætur Bluvshtein sýna skák sína við L. Vadja þar sem Bluvshtein m.a. fórnaði 4 peðum og var nálægt því að mála meistaraverk en missti skákina niður í jafntefli. Frábær skák sem allir ættu að skoða.

Um kvöldið og eftir matinn lögðum við svo leið okkar á Margaret Island þar sem við skelltum okkur á skemmtistað og áttum gleðilega kvöldstund. Umgöngum var skipt bróðurlega á milli og mikið var skeggrætt og margar voru sögurnar. Misfyndnar þó en fyndnastar fannst mér þó ófyndnu sögurnar hjá Pólverjanum sökum þess að enska hans hljómar 99% eins og talandi Borat og því varð ég að berjast mjög um þegar það kom löng saga sem svo reyndist með eindæmum ófyndin. BoratAthyglisverðasta umræða kvöldsins var þó um skák L.Vajda frá Rúmeníu og Viktor Erdös frá Ungverjalandi. Sá síðarnefndi er efnilegur Ungverji með 2518 og með sigri með svörtu í síðustu umferð tryggði hann sér GM norm. Það sem mönnum þótti þó athyglisvert var eftirfarandi. Vajda var taplaus með frábært skor 8 eða 8,5 af 10. Vajda tapaði í rétt yfir 20 leikjum með hvítu og notaði varla tímann, 1:38 þegar ég kíkti í um 21-22. leik. Venjulegast þegar menn lenda í erfiðum fórnum og stöðum þar sem menn eru í vandræðum nota menn tímann til að finna leið út úr vandræðum. Punktur númer tvö var að þó að Erdös notaði tímann (var vel undir klukkutíma) vildu menn meina að hann hefði kláralega bara verið að "drepa tímann" þ.e. eins og hann væri bara að horfa út í loftið og láta sér leiðast. Á sama tíma virtist Vajda vera skítsama. Það ætti að vera augljóst hvað menn eru að gefa í skyn þarna og ef rétt reynist er það báðum þessum skákmönnum til háborinnar skammar. Við skulum þó vona að hér hafi einfaldlega verið á ferðinni sanngjörn skák.

Á fimmtudeginum hitti ég svo Hjörvar og Grétar aftur þegar þeir komu úr ferð sinni til Vínar. Við áttum pantað borð á Pomo D'Oro og þar áttum við síðustu kvöldmáltíðina. Þar fór eftirfarandi fram:

(þarf að kanna af hverju vídeóið verður svona dökkt á YouTube...í öllu falli er það sem er talað það sem skiptir máli)

Ég held að Hjörvar sé búinn að fyrirgefa mér en hann er víst alveg ólmur í rematch!

Um heimförina gæti ég svo skrifað gríðarlegan pirringspistil með mannfyrirlitninguna í broddi fylkingar...en orðum það bara þannig að ég var ekkert sérstaklega sáttur við að þurfa að tæma vasa, taka af mér beltið og taka laptopinn mínn úr töskunni þrisvar sinnum á um 3-4 klukkutímum. En látum þetta gott heita af pistlum frá First Saturday.

Mannfyrirlitningardjákninn á Burknavöllum.


First Saturday #8-9

Jæja...ætli maður verði ekki að reyna að bjarga vinnudeginum hjá Bjössa. Það er mismunandi þunglyndið sem menn þurfa að glíma við. Bjössi hamast á refresh að vona að það sé kominn pistill á meðan gamall heimilislaus maður situr undir regnhlíf sem hann notar sem sólhlíf og reynir að komast í gegnum daginn með hundinum sínum sem reynir að nota skuggann líka. Smásálin ég má ekkert aumt sjá þannig að ég keypti handa manninum vatn og banana og gaf honum smá aura sem skipta mig litlu en viðbrögð mannsins glöddu mitt mannshjarta. Vonandi bjarga ég deginum líka hjá Birni með pistli þessum!

Á sunnudaginn tapaði ég gegn Ervin Tóth. Ungum pung með 2300 sem greinilega kann að tefla. Var með einhverjar skákir úr GM grúppu fyrr á árinu og búinn að standa sig vel í IM flokknum núna. Aftur tefldi ég eins og flóðhestur líkt og gegn Luch og í báðum tilfellum klúðraði ég byrjuninni algjörlega og var tapandi tempóum og einhver vitleysa í bæði skiptin þó ég vissi betur en í bæði skipti einhvern veginn datt mér bara ekkert betra í hug. Lélegt hugarfar og lélegur undirbúningur í bæði skiptin.


Það er greinilega ekki nóg að vera klæddur eins og sigurvegari! (hint: ÍTALÍA)

Það fór öllu betur hjá Hjörvari í áttundu umferð.  Hann tók Sandor Farago og bakaði hann. Fyrir umferðina peppaði ég hann upp með kveðju frá Birni Ívar um að hann Sandor væri bara "muppet" sem notaði of mikinn tíma. Hjörvar búinn að finna nánast nákvæmlega út hvað líklegast væri að Farago myndi tefla og hreinlega sá bara á svipnum á honum að hann hafði ekkert annað þegar út í skákina var komið. Svo er verið að hrósa manni fyrir undirbúning á stráknum og nota það sem afsökun að ég sé bara með 50% og hafi ekki tíma til að undirbúa mig sjálfur. Hið rétta er að ég hef alveg nægan tíma og að Hjörvar er nánast að verða sjálfbjarga með undirbúning. Greinilegt að Snorri hefur kennt honum vel að nota Chessbase og Opening Reports og fleira. Ég lít meira á mitt hlutverk orðið sem aðhald og vonandi maður nái að skila einhverju. Strákurinn er á svo hraðri uppleið að maður vonar bara að maður nái að stimpla inn einum og einum punkti sem skilar sér.

Hjörvar 6
Það styttist í að þetta dýr fari að máta okkur FM-ana reglulega Frown

Í gær var svo komið að 9. umferð. Fyrir hana kom Nagy að máli við mig og sagði "I saw your blog"
Ingvar(....fyrsta hugsun): "fokk ég er dauður".   (Ég náttúrulega panickaði en hélt kúlinu) "yessss.....where did you find that?"
Nagy: "Morfius told me on ICC" (þú ert dauður Jón)
Ingvar: "yesssss interesting"

Þar sem sá stóri er líklegur til að halda áfram að lesa er best að hafa ekki meira á ensku! Allavega spurði hann út í undarlegu myndirnar. Ég fullvissaði hann um að allir skildu nú að þetta væri allt saman húmor.

Í öllu falli þá á ég það til að detta í það að pulsa mig út úr mótum þegar ekkert sérstaklega gengur. Í gær var ég hinsvegar einstaklega vel motivated. Ákvað í fyrsta lagi að tefla bara Skandinavann. Doggers_PeterÁstæðan fyrir því er að ég tel þennan Peter Doggers vel stúderaðan. Á hann m.a. nokkar greinar í New In Chess og eins á hann og skrifar á síðuna www.chessvibes.com sem er einmitt hin prýðilegasta síða sem er vel þess virði að gera sér ferð á.  Undirbúningur var því í minnsta móti og einbeitti mér frekar að því að vera með gott og rétt hugarfar.  Byrjanaval mitt virtist koma honum á óvart og ég fékk loksins stöðu sem ég kunni vel við. Hann lék ónákvæmum leik snemma og ég fékk aðeins betra á svart.  Trick #2 var svo sálfræðihernaður. Hvað er betra gegn Hollendingi en að mæta í appelsínugulum bol sem einmitt er landsliðslitur Hollendinga. Tel ég að ég hafi svæft í honum baráttuþrekið þannig.  Trick #3 var að mæta snemma og spjalla við hann og vera friendly. Þorfinnsbræður fá credit fyrir þetta sálfræðitrikk en það drepur einmitt alla löngun í bræðrunum að líta á þig sem andstæðing ef mmaður nær að spjalla og vera nógu friendly við þá fyrir skák Wink

Hollenskur
Sálfræði 101

Ég ætla að sýna nokkrar búta úr þessari skák en fyrst ætla ég að afgreiða Hjörvar. Að þessu sinni var það FIDE meistarinn Raymond Kaufman frá Bandaríkjunum. Þeir skiptu snemma upp á drottningum og hélt ég að staðan væri þægileg á Hjörvar(með hvítt).  Hjörvari hinsvegar skrikaði illa fótur og var tekinn í einhverja taktík. Skömmu síðar var Hjörvar með vægast sagt koltapað, 2 peðum undir í endatafli og Kaufman m.a. með tvö samstæð h- og g- peð.  Okkar maður hinsvegar barðist áfram og loks klúðraði Kaufman einu peði of eftir var hróksendatafl með h- og c- peð gegn a-peði Hjörvars. Mér fannst Hjörvar tefla aðeins of hratt í byrjun á krítíska partinu á því endatafli en hann virtist engu að síður hafa þetta allt á hreinu og náði auðveldu jafntefli. Gott baráttujafntefli og verður þetta að teljast frábært mót ef hann nær fínum úrslitum í tveim síðustu!

En aðeins að skákinni minni. Ég fékk nokkuð þægilega stöðu eftir byrjunina.

ingvar_doggers_1

Svartur stendur aðeins betur. Ástæður fyrir því tel ég nokkrar. Í fyrsta lagi er d4 veikari heldur en c7 sem mjög auðvelt er að valda. d5 reiturinn er mjög sterkur "outpost" sem ég mun alltaf hafa. e5 og c5 eru ekki jafn veikir því að ég get alltaf drepið þar riddarann með biskup og sit eftir með góðan riddara gegn biskup sem grípur í tómt. Eins er biskupinn minn betri því hann getur ráðist t.d. d4 peðið og eftir atvikum haft áhrif á drottningarvæng á meðan hvíti biskupinn er hálf passífur. Síðast en ekki síst hef ég b-línuna og einfalt plan að fara í minnihlutaáras á drottningarvæng og reyna að skapa þar veikleika. Næst grípum við niður þegar smá "action" var að færast í leikinn.

ingvar_doggers_2

Hér lék ég 27...Rxb4 og var fyrsta hugmynd mín að svara 28.Hxe5 með 28...Dxe5! 29.Dxe5 Rd3 en þá getur hvítur ekki forðað drottningunni og komið í veg fyrir yfirvofandi skák og mát í borði ellegar liðstap. Hinsvegar sá ég þá að hvítur á 29.Dxb8 og sleppur við liðstap en ég vinn þó c-peðið þar sem ég hóta ennþá mát í borði. Og ætti það að vinnast á svart þó úrvinnslan yrði erfið. Hér fannst mér þó 28...Dd7 vera meira afgerandi leikur.

ingvar_doggers_3

Hér á hvítur aðeins einn leik og hann lék honum.  29.Bc3 . Aðrir leikir ganga einfaldlega ekki. 29.Bxb4 er t.d. svarað með Dd1+ og svo Dxa4 og vinn skiptamun. Það þarf ekki að reikna mikið til að sjá að aðrir leikir eru erfiðir eða tapa hreint og beint. Nú lék ég 29...f6 því hvítur var allt í einu með counterthreat He8+ og Dxg7 mát. 30.He1 og hérna fann ég 30...Rc2! sem gerir hvítu stöðuna gríðarlega erfiða.

ingvar_doggers_4

Doggers svaraði 31.Hf1 31.Hc1 Hb1 og svartur hótar x-rayinu 32...Dd1+ með máti. 31...Hb1 hér á hvítur líklega bara einn leik 32.Dd6 og þá á ég þvingað framhald sem lítur mjög vel út og ég valdi líka. 32...Hxf1+ 33.Kxf1 Hb1+ 34.Ke2 De8+

ingvar_doggers_5

Hér valdi hann 35.Kf3 hinir kóngsleikirnir tapa 35.Kd2 þá kemur 35...De1+ og vinn. Ef 35.Kd3 þá Re1+ og hvítur er í vondum málum. Hér lék ég 35...Hb3 og hvítur er illa beygður. Eftir 36.Dd2 lék ég 36..Re1+ riddarinn er að sjálsögðu friðheldur útaf leppuninni. En 36...Dh5+ hefið verið einfaldari vinningur. 37.Kf4 ef 37.Kg3 þá 37...De5+ og vinn mann. 37...Rxg2+ 38.Kg3 Re1 38...De5+ hefði verið betri.

ingvar_doggers_6

Hér lék Doggers 39.f4 en 39.f3 var síðasti séns til að láta mig hafa fyrir hlutunum. Eftir f4 skákaði ég á g6 og framhaldið rekur sig eiginlega sjálft, skákaði á g2, h3 og svo drottning af. Aldrei hægt að taka á e1 eftir Dg2+ vegna Hb1 og svo Dg1+ og tek drottninguna. Eftir 39.f3 fundum við hinsvegar nokkar skemmtilegar stöður í stúderingum eftir skákina.

Eftir 39.f3 virðist ég eiga best 39...Db8+ og eftir 40.Dd6 Dxd6+ 41.cxd6 Hxc3. 42.d7 Hxf3+

ingvar_doggers_7

43.Kh4 43.Kg4 er fyndinn, þá kemur 43...f5+ 44.Kh4 Rg2+ 45.Kh5 Kh7! og hvítur er óverjandi mát. Nú er 43...Hd3 öruggast og eftir 44.Ha8+ Kh7 45.d8=D Hxd8 46.Rf3+ og svo ...Re5 og svartur á að vinna auðveldlega.

ingvar_doggers_8

43...f5+ er líka fyndin tilraun. 44.d8=D+ Kh7

ingvar_doggers_9

Hér þarf hvítur að finna eina leikinn í stöðunni til að bjarga sér......45.Hg4!!!

Svartur ætti reyndar að halda jafnteflinu en fallegur er leikurinn og liggur við að maður væri búinn að gleyma hvað er gaman að finna flotta leiki sjálfir í stúderingum. Maður notar Fritz alltof mikið. Maður á í raun að skoða skákina fyrst sjálfur og SVO með Fritz.

Jæja þetta hlýtur að vera orðið gott. Ég fæ núna á eftir ungan Íra, Ryan Rhys-Griffiths sem hefur verið að ströggla í mótinu en Hjörvar hinsvegar fær vélina Weiming Goh sem er nú þegar kominn með áfanga.

Svo krefst ég þessi Bjössi að þú sleikir mig hér í comments um hvað ég er að bjarga deginum hjá þér.....annars verður þetta síðasti pistillinn ellegar skal ég heita Magnúúúús

Magnús
magnúúúúúúúúus

kveðja,

X-bitinn - Ingvar Þór Jóhannesson


First Saturday #6-7

Nennti ekki að blogga í gær, einhver bloggleti í gangi en reyni að hafa þennan pistil þeim mun lengri og djúsí Wink

Í sjöttu umferð vann ég semsagt hinn lýbíska Ali Salem. Lék hann 7.Re2 gegn Winawer og lék raunar strax af sér eftir að ég svaraði með best leiknum 7...Dc7. Stöðumyndirnar í síðustu bloggfærslu segja allt sem segja þarf um þessa skák. Auðveldur og þægilegur sigur.

AliSalem
Ali Salem átti ekki góðan dag gegn mér

Hjörvar átti frí í 6. umferð og því var ég einn Íslendinga að tafli á fimmtudeginum. Menn virðast nú eitthvað fylgjast með Hjörvari þarna enda hefur hann verið að tefla bara skínandi vel fyrir utan Werner skákina. Emad Imadi spurði mig t.a.m. "Where is little clever boy?" og gerði hring utan um augun með höndunum svona alþjóðlegt gleraugnatákn um leið og hann sagði þetta.  Í FM flokknum er líka jálkur frá Slóveníu held ég frekar en Serbíu sem er að fylgjast með Hjörvari og spjallaði eitthvað við Grétar um það. Tók hann víst 15 mínútur að ná einfaldi tjáningu en hann sagðist hafa lært ensku 1940-50 ca. en þætti betra að nota rússneskuna!

Talandi um Grétar þá gerðum við okkur glaðan dag á fimmutdaginn en þá átti Grétar 45 ára afmæli. Skemmtilegt að Hjörvar fengi frí þann dag og fóru þeir feðgar í skoðunarferð um Búdapest svona 2-hour bus tour auk þess að heimsækja stóra verslunarmistöð sem er hér í grenndinni.

Budapest
Þinghúsið séð yfir Búda-megin.

Nú við höfðum pantað borð af þessu tilefni á Pomo D'oro sem er vinsæll ítalskur veitingastaður hér í borg. Höfðum reynt að mæta þar einu sinni en þá var okkur tjáð að það þyrfti að panta borð. Veitingastaður þessi var hinn prýðilegasti. Í forrétt fengum við Grétar okkur sjávarréttasúpu og þar eins og í mörgu öðru er Grétar á heimavelli enda starfar hann í fiskvinnslubransanum, á með félaga sínum fyrirtækið Hafgæði.


Feðgarnir á Pomo D'oro...fengust ekki til að brosa....


...þangað til ég tók einn góðan MAGNÚÚÚS a-la Laddi á þetta.

Man ekki eftir að hafa fengið smekk áður á veitingastað en það þykir nauðsynlegt með sjávarréttasúpunni góðu. Svo var fenginn diskur til að henda öllum skeljunum í og fróðleikur dagsins var að henda óopnuðum skeljum á borðið. Ástæðan....þær eru dauðar þegar þær eru settar í pottinn og því opnast ekki skeljarnar wow-va-víva...very nice. Í aðalrétt fékk ég mér svo laxa-risotto en ég fæ mig ekki til að fá jafn einfalda rétti og spaghetti bolognese eða pizzur á svona fínum stað. Afmælisbarnið pantaði sér forláta nautasteik ásamt gæsalifur minnir mig.

Auk þess að vera vel að sér í sjávarréttafræðum er Grétar mikill áhugamaður um vín. Það lifnaði svoleiðis yfir honum hérna fyrsta daginn þegar hann sá búð með rauðvín/hvítvín við hliðina á hótelinu. Afmælisbarnið pantaði forláta flösku og tók menntað smakk á þetta fyrir okkur. Þjónninn rétti Grétari korkinn þegar hann hafði opnað flöskuna og þá tók okkar maður menntað sniff af tappanum og thumbs up. Fræddi hann mig um það að oft sé það þannig að jafnvel 10% framleiðslu vína eyðileggst vegna þessa að loft kemst í flöskuna og þá er vínið einfaldlega ónýtt. Í þeim tilvikum væri fúkkabragð af tappanum. Margir sem fá e.t.v. "vond" vín en þá var tilfellið bara að það hefur skemmst og kannski allt í lagi með vínið sjálft. Allavega....köllum þetta fróðleiksmola dagsins. Í öllu falli fínn matur og kvöldstund.

Pomo Doro

Þá að skákum sjöundu umferðar. Ég hafði hvítt gegn Laszló Eperjesi og einhvernveginn gat ekki ákveðið mig í undirbúningi hvort ég ætti að fara í Caro-Kann eða gegn Bogo/drottningarbragði og endaði á því að leika 1.f4. Hélt fyrst að ég væri að fá fínt út úr þessu en lék líklega ónákvæmt á krítísku augnabliki og endaði á að fá ekki neitt og samdi með aðeins verra en staða bauð reyndar ekki upp á mikið.

Eperjesi
Laszló Eperjesi jafnaði taflið nokkuð auðveldlega gegn mér.

Hjörvar fékk ungversku stelpuna Ruszin. Enn breytti andstæðingur Hjörvars útaf og undirbúningur fór fyrir lítið. Tefldar var enskur leikur 1.c4 e5. Hjörvar fékk einhvern slightara í miðtaflinu en mér fannst eins og e.t.v. hefði verið hægt að fá meira en það hefði þurft að tefla það mjög nákvæmt. Í eftirfarandi stöðu tók hann vitlausa strategíska ákvörðun að mínu mati:

hjorvar_ruszin

Hér drap Hjörvar ekki á d6. Vorum sammála um að það hefði verið betri leikur. Eftir uppskipti á hvítur mjög einfalt plan að pressa á drottningarvæng eftir c-línunni og Rg2-f4-d3-c5 gæti orðið óþægilegur. Hvíti biskupinn gerir í raun ekki mikið, hvítu peðin flest á svörtum reitum og enginn veikleiki sem biskupinn getur pressað á. Hjörvari tókst engu að síður að svíða stelpuna en líklegast hefði það orðið auðveldara eftir Bxd6.

Í dag er það svo Sandór Faragó hjá Hjörvari. Sá er með held ég 800 skákir í 1.e4 og 500 í 1.d4. Óþægilegt að undirbúa sig en Hjörvar er búinn að finna línu í Rauzer og er að renna yfir smá í Slabbanum líka. Hefur annars komið mér á óvart hvað Hjörvar er sjálfstæður og í raun menntaður miðað við aldur í undirbúning. Duglegur að nota Opening Report í Chessbase og finna góða menn sem eru að tefla varíantinn sem hann er að tefla. Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk manns er sem aðstoðarmaður/þjálfari en ég reyni að fylgjast með að undirbúningurinn sé allavega solid og svo er ég að reyna að temja honum sama og ég þ.e. að eiga stúderingarnar í sér Chessbase skrám til að geta skoðað síðar og eins að slá alltaf inn skákirnar sínar eftirá og hvar hefði mátt gera betur. Ég á orðið nú sjálfur 400 skáka base með eigin skákum og oft ómetanlegt að geta skoðað það. Er t.d. duglegur að setja undirbúningspælingar með í þá fæla.

Hjorvar3
Menntaður í stúderingunum strákurinn. Hér er verið að stúta KID með Saemisch.

Ég sjálfur fæ Ervin Tóth en hann er einn af þrem sem eiga möguleika á áfanga í flokknum og á ég þá alla eftir! Hjörvar reyndar svipað erfitt prógramm, á eftir Goh og Galyas. Líklegast er kóngsindverji á boðstólnum hjá mér en gæti transpóstað í Benoni ef hann teflir þetta eins og í 2. umferð.

Fyrir hverja umferð eru skákmenn beðnir um að slökkva á gsm símum því að hringing=tap. Þetta er tilkynnt hér úti líka og tekur einn skákmaðurinn í GM flokki enga sénsa. Hann setur símann upp á borð, slekkur á honum OG fjarlægir batteríið just in case! Þetta er FM Selim Citak frá Tyrklandi. Þarf vart að taka fram að svona solid skákmaður er með jafntefli í ÖLLUM umferðunum!

Áður en ég gleymi verð ég að benda á móður allra svíðinga en Dimo Werner tók einn slíkan á Nick Adams.

Werner_Adams
Nick Adams: "YES ég er að ná easy jafntefli"

Werner_Adams2
Dimo Werner: "NOT"

Þar til næst,

Ingvar Þór Jóhannesson


Lýbískt kebab - as promised

buda1

Fékk tvö peð í forrétt í 11 leikjum og hann var reyndar svolítið vel steiktur eins og sést á lokastöðunni:

buda2


First Saturday #5

Æi...hvað getur maður sagt? Þó ég fá NÚLL vinninga það sem eftir lifir móts og verð heimaskítsmát í öllum þá get ég samt borið höfuðið hærra en íslenska landsliðið í knattspyrnu....og hvað þá Ívar Ingimarsson sem verður laughing stock á blooper vídeói á YouTube. Vá hvað var fyndið....horfði á þetta í gær á Vísi í lýsingu Harðar Magnússonar. Hörður er bara legend...það er bara þannig!

En snúum okkur að skákinni! Hjörvar tapaði sinni fyrstu skák í gær og það gegn þýska alþjóðlega meistaranum Dimo Werner. Mesti undirbúningurinn fór í e3 í Slabbanum þ.e. í 4. leik. Kíktum á það og Hjörvar var vel ready í mainline varíanta á borð við Bd3 og ...dxc4. Dimo hinsvegar rútíneraður sem hann er fór í setup og lék Rbd2 í stað Rc3 og upp kom nokkuð klassísk staða. Hvítur með b3-c4-d4-e3 og Bb2 Be2 og hrókana á c- og d- og svartur með svipað b6-c5-d6-e6. Í þessari skák var ég hinsvegar ekki ánægður með tímanotkun Hjörvars sem datt í gamla farið að tefla þetta eins og atskák og missti hann af Bxh7 leik sem kláraði skákina. Reyndar aðeins flýtt sér líka í miðtaflinu því eftir uppskipti þurfti hann að leik bxc5 og verða eftir með stakt c-peð. Eftir 25 leiki og tapað var Hjörvar með 1:42 á klukkunni og var ég ekki ánægður með það. Vil sjá meira af því sem hann sýndi í hinum skákunum en í þeim flestum var hann að nota tímann mjög vel!

Í dag fær Hjörvar svo frí þar sem það stendur á stöku í flokknum hans. Gaurinn frá Singapore...Goh er svo gjörsamlega að stúta þessum flokk. Með fullt hús og sé ég ekki hver á að stoppa hann nema Dimo!

dimowerner

Dimo hefur verið duglegur að fínpússa byrjanirnar sínar á ICC!

Ég sjálfur telfdi langa skák við IM Bela Lengyel. Ég tefldi líka við hann 2005 og þá líka með hvítu. Kíkji skiljanlega á þá skák en hann kom mér á óvart með 2...dxc4 þ.e. mótteknu drottningarbragði og í raun aftur þegar hann tefldi svo "gamla" setupið ..Bg4-e6-Rc6-Bd6 þar sem svartur reynir að leika e5. Ég fékk eitthvað smá flashback í hvernig ætti að tefla gegn því en mundi það þó ekki jafnvel og ég hefði viljað. Notaði nokkuð mikinn tíma í byrjunina en fann ágætis leið held ég. Fékk svo þægilega betra, biskupaparið og nánast enga taphættu. Vantaði kannski meiri tíma til að finna besta planið og leyfði full snemma uppskipti á drottningum. Þá voru á borðinu mislingar en ég með aðeins betra þ.e. eiginlega enga veikleika sem hægt var að ráðast á. Reyndi ég í eitthvað um 60-70 leiki að hjakkast á honum í mislingum en staðan var steindauð og jafntefli varð niðurstaðan.  Hann var sjáanlega svekktur að ég væri eitthvað að reyna að hjakkast á steindauðu en hverju tapa ég á að tefla aðeins áfram stöðu sem ég get ekki tapað? Maður á í öllu falli ekki að hafa móral yfir slíku...hversu oft sjáum við erlenda skákmenn reyna þetta gegn "okkar mönnum"?

Í dag fæ ég svo andfúla hungover líbanska gaurinn. Sá náði sínu fyrsta priki í gær með jafntefli við hórumangarann Lasló Eperjesi ("Eperjesi is a pimp....MAN" - Nathan Resika FS Sept, 2002!).  Stefnt verður á sigur með svörtu því þessi gaur hefur vægast sagt ekki verið að heilla mig með taflmennsku sinni. Jafntefli væri í raun slys. Ef ég skít mig í fótinn með þessum yfirlýsingum er ég þó allavega ekki ívar Ingimarsson!

Í öllu falli verð ég að klára kjappann á 4 klukkutímum því að við eigum pantað borð kl. 20:30 á Pomo'Doro sem er helvíti flottur ítalsku restaurant sem mælt er með hér. Tilefni farar okkar þangað er afmæli Grétars pabba Hjörvars. Ég ætla að tippa á hann sé að verða svona 43 ára sem myndi þá þýða að hann hafi verið 33 ára þegar hann eignaðist Hjörvar.

Annars verð ég að segja að ég kann mjög vel við mig hérna í Búdapest. Veðrið er búið að vera mjög gott og fínn hiti (þó stöku mega-skúrir með þrumum og eldingum). Hótelið er svo á mjög góðum stað. Erum frekar central, rétt hjá aðalgöngugötunni, ánni og þinghúsinu. Við hliðina á hótelinu er svo VANGEFINN kirkja og maður fyllist lotningu þegar maður sér svona fallegar byggingar. Maður getur ekki annað en hugsað til þess hversu mikil vinna hefur farið í svona byggingar á þeim tíma þegar þær voru byggðar.

budapest_stephen_basilica

Einn fylgifiskur svona stórborga en í leiðinlegri kantinum þó er að verða vitni að mikilli fátækt. Við göngugötuna er alltaf á kvöldin kona að spila á fiðlu að betla og er með barnavagn með sér. Ég hef ekki haft mig í að labba nógu nálægt til að sjá hvort það sé krakki í vagninum. Samt finnst mér sumir misnota svona góðmennsku fólks. Ef þú átt fína fiðlu og kannt að spila á hana ertu varla svo illa staddur að þurfa að biðja aðra um ölmusu? Aftur á móti eru gömlu hjónin sem basically búa í smá innskoti fyrir búðarinngang ekki að feika neitt. Maður sér þau þarna á kvöldin og morgnana en þar sofa þau, eiga teppi og hafa undir sér pappakassa. Og eru kannski með nokkrar vatnflöskur og eitthvað sem þau hafa náð í. Ímynda mér að þau eyði deginum í almenningsgarði sem er í 100m fjarlægð hjá þessum stað og komi svo aftur eftir að búðin lokar. Skildi eftir hjá þeim íslenskar rúsínur sem að mér datt allt í einu í hug því það var það eina sem ég átti upp á herbergi, leið eitthvað svo illa að sjá þau þarna. En víst ekki mikið sem maður gert nema gert sér grein fyrir þeim forréttindum að búa í velferðarsamfélagi og því að hversdagslegt væl hjá manni er bara hræsni þegar maður hugsar hvernig sumt fólk þarf að lifa.

Eitt sem við Íslendinar erum kannski ekki nógu duglegir að gera er að mingla aðeins við erlenda skákmenn þegar við erum úti. Við eigum sjaldan frumkvæðið að slíku en hérna úti hef ég spjallað nú töluvert við þrjá keppendur og allt að þeirra frumkvæði í raun. Líbýumaðurinn Imad heilsar mér alltaf og spjallar og er hinn hressasti. Hollendingurinn í flokknum mínum (sem reyndar er að standa sig mjög vel) kom og heilsaði mér og bað fyrir kveðju frá Omari Salama sem hann hafði hitt á mótinu í Salou á Spáni.

Loks spjallaði ég aðeins við Pólverjann sem flengdi mig í 3. umferð. Við vorum að horfa saman að síðust skák dagsins sem var æsispennandi. Það var stelpan sem ég tefldi við í fyrstu umferð. Skrýtin skák...fékk skítastöðu úr byrjuninni...jafnvel tapað...tókst svo að jafna taflið og fá kolunnið. Klúðraði því svo í tímahraki í jafnteflislegt og þaðan yfir í tapað. Þá tók Englendingurinn við og missti það niður í jafntefli en re-raisti það svo með því að klúðra því í tap. Síðust 2-3 sveiflurnar fóru fram í miklu tímahraki í lokin. En hvað um það. Hann rölti með mér og spjallaði og hughreysti mig nú aðeins. Sagði að hefði komið sér á óvart hversu auðveldlega hann hefði unnið því ég hefði nú allavega litið út fyrir að vera nokkuð solid í basenum. Annars er fyndið hvað það segja nánast 75% útlendinga "Reykjavik?" ef maður segist vera frá Íslandi. Ég segi bara alltaf "já já"  því ekki nenni ég að fara að stafa Hafnaourfjordursenbörgkötz.

Jæja...ég er fallinn á tíma...þarf að skreppa og búa til líbanskt kebab!

mbk,

Ingvar Þór Jóhannesson


First Saturday #4

Jæja....þá er fyrsti vinningurinn kominn í hús. Hjörvar vann í gær ungverska gangavörðinn Zóltan Csapó 2164. Enn skutust menn undan undirbúning en Csapo svaraði 1.c4 með 1...c5 og Hjörvar tefldi setup í enska leiknum og var með þægilega stöðu eitthvað slightly betra. Í miðtafli sem var svo í jafnvægi tók Csapó sig til og lék af sér heilum manni og varð að gefast upp. Ágætis skák hjá Hjörvari aldrei í taphættu og hann átti alveg inni að það dytti inn einn sigur enda hefur hann verið að pressa menn stíft í undanförnum tveim umferðum.

Í dag fær Hjörvar svo hinn ofurrútíneraða þýska alþjóðlega meistara Dimo Werner sem hefur búið hér og teflt mjög lengi og með 500-600 skákir í base-num bara á hvítt! Mest hefur Hjörvar verið að kíkja á 4.e3 gegn Slabbanum og eins 3.Bb5 í Sikileyjarvörn. Á ég frekar von á 1.d4 og tilraun til að svíða barnið. Jafntefli væru fín úrslit en Dimo má passa sig!

FalkMiksa1

Ég sjálfur gerði stutt jafntefli (leikjalega séð - innskot Sigurbjörn) en var samt aðeins lengur en Hjörvar að tefla. Kom Hardicsay mér lítillega á óvart í Leningrad og eitthvað var minnið að svíkja mig en ég náði nú að tefla þetta rétt fyrir utan ...c6 sem veikti d6 reitinn. Ég var feginn þegar Hardicsay tók jafnteflisboði mínu því staðan var nokkuð þægileg á hann að mínu mati og líklegast að ég hefði orðið að þjást eitthvað í baráttu fyrir jafntefli ef hann hefði teflt þetta áfram.

Í dag fæ ég svo Bela Lengyel. Það er enn einn ofur-rútíneraður ungverskur IM sem hefur teflt hér lengi. Hann ætti nú ekki mikið að koma mér á óvart og gæti jafnvel farið svo að við endurtökum skák okkar fyrir 2 árum en ég luma á smá endurbót þar sem á að tryggja mér frekar þægilega stöðu sem ég ætti að geta pressað nokkuð áhættulaust. Hinsvegar eru þessir IMmar nú orðnir þokkalegir rebbar þannig að ég verð að passa mig.

Framhaldssagan um Líbýumennina gæti orðið eitthvað minna dramatískari en ég hélt en þeir mættu allir til leiks í gær. Nagy var ekki sjáanlega illur þannig að líklegast hefur deilan verið leyst á einhvern hátt.

Pirringur dagsins er svo erlent fólk sem heldur alltaf áfram að gjamma á sínu tungumáli þótt ljóst megi vera að það skiljist ekki. Hér hefur kætt okkur gríðarlega ein kelling á einni metrostöðinni sem hefur greinilega unnið þar síðan fyrir stríð. Við gerðum tilraun til að kaupa hjá henni vikukort í lestarstöðina. Það fór eitthvað á þessa leið:

Ingvar: seven days please
Irma Tóth: Kötzerem ötterem zjötsovetseg
Ingvar(heldur uppi sjö fingrum): SEVEN days please...sieben tagen? Ein woche? One week?
Irma Tóth: KÖTZEREM FÖKKEREM KEIN SKILJERVETZEG
Ingvar(fær lánaðan vikumiða sem Grétari tókst að kaupa og sýnir konunni): Same....this (bendir á miðann)...SEVEN MAN (heldur uppi sjö fingrum
Irma Tóth (hristir hausinn baðar út höndum): KÖTZERFUCKING MÖTZERUM NATSÖVETZEG
Ingvar og strákarnir....FOLD

smile2
Mynd: Irma Tóth

Sú er þrífur hér er svipuð....mun viðkunnalegri reyndar en hún hefur ekki ennþá áttað sig á að ég skil ekki "HAKKZÖVETSEG KOSSUTH TÉR BATTHANY UTCÁ" sem þýðir líklega "viltu skipta um handklæði".

Annars er skemmtilegt matchup nú í matnum hjá mér og spennandi verður að sjá hver nær forystu. Staðan er:

Pizza Marzano: 3
Chinese Buffet: 3

En ég kveð í bili enda styttist í umferð og maður verður að ná að næra sig.....meira síðar!

 


First Saturday #3

Eitthvað ætlar að ganga illa hjá okkur Hjörvar að landa fyrsta vinningnum í þessu móti. Hjörvar kominn með þrjú jafntefli og ég tvö og eitt tap. Ég tapaði illa í gær eins og ég kom inná í síðasta innskoti fyrir pólska pizzasendlinum Michail Luch. Tefldi ég eins og argasti flóðhestur og fór niður í logum í 19. leikjum með hvítu eins og einhver 1600 stiga maður (með fullri virðingu fyrir 1600 stiga mönnum Wink). Sannarlega einhver versta skák sem ég man eftir hjá mér hin síðari ár og best að gleyma henni bara sem fyrst (en þó ekki án þess að læra af eigin mistökum!).

Í dag fæ ég gamlan (P)ungverskan IM að nafni Peter Hardicsay. Sá ég hann í fyrsta skipti í gær því hann mætti ekki í fyrstu tvær umferðirnar. Ástæðan fyrir því er að hann var að tefla við hina ungversku IMmana í flokknum, Eperjesi og Lengyel, og virðist yfirleitt raunin vera þannig að þeir semja bara án þess að tefla.  Ekki fékk hann nú mikið meira að tefla í gær en líbanski skákmaðurinn í flokknum mínum mætti ekki til leiks í gær. Raunar varð það raunin með 2-3 líbanska skákmenn í viðbót en stór hópur af þeim er mættur hér til leiks. Hardicsay sat á borðinu við hliðina á mér og alltaf þegar maður gjó augunum yfir á borðið hans gaf hann international merki um að "hella í sig" og skellihló. Hress gaur og þurfti mikið að tjá sig, vildi meina að Líbýu mennirnir væru að nota tækifærið til að komast úr landi og drekka í laumi því ég veit ekki betur en þeir megi ekki drekka í heimalandi sínu.

Hjörvar tefldi eins ég sagði í gær við Bandaríkjamanninn Nick Adams. Ekki varð neitt úr undirbúningnum því Adams bryddaði upp á hinum eiturhvassa leik 1.d4 d5 2.e3!?!! og toppaði hinn heilaga hvassleika með 1.d4 d5 2.e3 Rf6 3.Rf3 c6 4.c4 e6 5.Rbd2!!  Svona hægt uppbyggingarsystem og svo sem ekkert við því að segja. Hvítur fékk auðvitað ekki neitt úr byrjuninni og staðan e.t.v. í jafnvægi þegar Hjörvar fann ...Bg5 sem veitti honum frumkvæði og á endanum komst Hjörvar í mjög vænlegt endatafl sem hlýtur með bestu taflmennsku að vera unnið.  Hjörvar hinsvegar sleppti honum úr snörunni að þessu sinni og þriðja jafnteflið varð staðreynd.

Í dag er það svo FM Zoltan Csapo með hvítu. Við gerum ráð fyrir kóngsindverskri vörn og þá er ætlunin að tefla Saemisch en Csapo þessi virðist geta teflt eitthvað frumlega svokölluð steypu system, t.d. 1.d4 b5 gegn Dimo Werner árið 2006. Ég spái að Hjörvar vinni í dag. Hlýtur að fara að detta inn hjá stráknum og hann á það líka alveg skilið.

Nagy1

Í dag verður svo gaman að fylgjast með sápuóperunni um Líbýumennina. Nagy var sannarlega ekki sáttur enda er Líbýumennirnir með einhvern mótþróa með að borga. Þeir eru víst 10-11 talsins og eiga bókað hótel í 30 daga. Skilst að það séu 13.000 EUR sem þeir eru ekki alveg tilbúnir að punga út. Nagy sagðist ætla í hart ef það gengi ekki og skilst mér að það sé police en ekki lambúshetta eins og Emory Tate vildi meina þegar hann var með sögur á Rvk International.

Ég kveð ykkur í dag með mynd af andstæðingi mínum í 2. umferð, Istvan Mayer.

smile1

mbk,

Ingvar Þór Jóhannesson


Tvífarar #3

NatafBorat

Igor Alexandre-Nataf og Borat. Vantar bara skeggið og brosið á Nataf. Mannfyrirlitningar lærlingurinn minn hann Hjörvar kom með þennan.


Næsta síða »

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband