Leita í fréttum mbl.is

First Saturday #5

Æi...hvað getur maður sagt? Þó ég fá NÚLL vinninga það sem eftir lifir móts og verð heimaskítsmát í öllum þá get ég samt borið höfuðið hærra en íslenska landsliðið í knattspyrnu....og hvað þá Ívar Ingimarsson sem verður laughing stock á blooper vídeói á YouTube. Vá hvað var fyndið....horfði á þetta í gær á Vísi í lýsingu Harðar Magnússonar. Hörður er bara legend...það er bara þannig!

En snúum okkur að skákinni! Hjörvar tapaði sinni fyrstu skák í gær og það gegn þýska alþjóðlega meistaranum Dimo Werner. Mesti undirbúningurinn fór í e3 í Slabbanum þ.e. í 4. leik. Kíktum á það og Hjörvar var vel ready í mainline varíanta á borð við Bd3 og ...dxc4. Dimo hinsvegar rútíneraður sem hann er fór í setup og lék Rbd2 í stað Rc3 og upp kom nokkuð klassísk staða. Hvítur með b3-c4-d4-e3 og Bb2 Be2 og hrókana á c- og d- og svartur með svipað b6-c5-d6-e6. Í þessari skák var ég hinsvegar ekki ánægður með tímanotkun Hjörvars sem datt í gamla farið að tefla þetta eins og atskák og missti hann af Bxh7 leik sem kláraði skákina. Reyndar aðeins flýtt sér líka í miðtaflinu því eftir uppskipti þurfti hann að leik bxc5 og verða eftir með stakt c-peð. Eftir 25 leiki og tapað var Hjörvar með 1:42 á klukkunni og var ég ekki ánægður með það. Vil sjá meira af því sem hann sýndi í hinum skákunum en í þeim flestum var hann að nota tímann mjög vel!

Í dag fær Hjörvar svo frí þar sem það stendur á stöku í flokknum hans. Gaurinn frá Singapore...Goh er svo gjörsamlega að stúta þessum flokk. Með fullt hús og sé ég ekki hver á að stoppa hann nema Dimo!

dimowerner

Dimo hefur verið duglegur að fínpússa byrjanirnar sínar á ICC!

Ég sjálfur telfdi langa skák við IM Bela Lengyel. Ég tefldi líka við hann 2005 og þá líka með hvítu. Kíkji skiljanlega á þá skák en hann kom mér á óvart með 2...dxc4 þ.e. mótteknu drottningarbragði og í raun aftur þegar hann tefldi svo "gamla" setupið ..Bg4-e6-Rc6-Bd6 þar sem svartur reynir að leika e5. Ég fékk eitthvað smá flashback í hvernig ætti að tefla gegn því en mundi það þó ekki jafnvel og ég hefði viljað. Notaði nokkuð mikinn tíma í byrjunina en fann ágætis leið held ég. Fékk svo þægilega betra, biskupaparið og nánast enga taphættu. Vantaði kannski meiri tíma til að finna besta planið og leyfði full snemma uppskipti á drottningum. Þá voru á borðinu mislingar en ég með aðeins betra þ.e. eiginlega enga veikleika sem hægt var að ráðast á. Reyndi ég í eitthvað um 60-70 leiki að hjakkast á honum í mislingum en staðan var steindauð og jafntefli varð niðurstaðan.  Hann var sjáanlega svekktur að ég væri eitthvað að reyna að hjakkast á steindauðu en hverju tapa ég á að tefla aðeins áfram stöðu sem ég get ekki tapað? Maður á í öllu falli ekki að hafa móral yfir slíku...hversu oft sjáum við erlenda skákmenn reyna þetta gegn "okkar mönnum"?

Í dag fæ ég svo andfúla hungover líbanska gaurinn. Sá náði sínu fyrsta priki í gær með jafntefli við hórumangarann Lasló Eperjesi ("Eperjesi is a pimp....MAN" - Nathan Resika FS Sept, 2002!).  Stefnt verður á sigur með svörtu því þessi gaur hefur vægast sagt ekki verið að heilla mig með taflmennsku sinni. Jafntefli væri í raun slys. Ef ég skít mig í fótinn með þessum yfirlýsingum er ég þó allavega ekki ívar Ingimarsson!

Í öllu falli verð ég að klára kjappann á 4 klukkutímum því að við eigum pantað borð kl. 20:30 á Pomo'Doro sem er helvíti flottur ítalsku restaurant sem mælt er með hér. Tilefni farar okkar þangað er afmæli Grétars pabba Hjörvars. Ég ætla að tippa á hann sé að verða svona 43 ára sem myndi þá þýða að hann hafi verið 33 ára þegar hann eignaðist Hjörvar.

Annars verð ég að segja að ég kann mjög vel við mig hérna í Búdapest. Veðrið er búið að vera mjög gott og fínn hiti (þó stöku mega-skúrir með þrumum og eldingum). Hótelið er svo á mjög góðum stað. Erum frekar central, rétt hjá aðalgöngugötunni, ánni og þinghúsinu. Við hliðina á hótelinu er svo VANGEFINN kirkja og maður fyllist lotningu þegar maður sér svona fallegar byggingar. Maður getur ekki annað en hugsað til þess hversu mikil vinna hefur farið í svona byggingar á þeim tíma þegar þær voru byggðar.

budapest_stephen_basilica

Einn fylgifiskur svona stórborga en í leiðinlegri kantinum þó er að verða vitni að mikilli fátækt. Við göngugötuna er alltaf á kvöldin kona að spila á fiðlu að betla og er með barnavagn með sér. Ég hef ekki haft mig í að labba nógu nálægt til að sjá hvort það sé krakki í vagninum. Samt finnst mér sumir misnota svona góðmennsku fólks. Ef þú átt fína fiðlu og kannt að spila á hana ertu varla svo illa staddur að þurfa að biðja aðra um ölmusu? Aftur á móti eru gömlu hjónin sem basically búa í smá innskoti fyrir búðarinngang ekki að feika neitt. Maður sér þau þarna á kvöldin og morgnana en þar sofa þau, eiga teppi og hafa undir sér pappakassa. Og eru kannski með nokkrar vatnflöskur og eitthvað sem þau hafa náð í. Ímynda mér að þau eyði deginum í almenningsgarði sem er í 100m fjarlægð hjá þessum stað og komi svo aftur eftir að búðin lokar. Skildi eftir hjá þeim íslenskar rúsínur sem að mér datt allt í einu í hug því það var það eina sem ég átti upp á herbergi, leið eitthvað svo illa að sjá þau þarna. En víst ekki mikið sem maður gert nema gert sér grein fyrir þeim forréttindum að búa í velferðarsamfélagi og því að hversdagslegt væl hjá manni er bara hræsni þegar maður hugsar hvernig sumt fólk þarf að lifa.

Eitt sem við Íslendinar erum kannski ekki nógu duglegir að gera er að mingla aðeins við erlenda skákmenn þegar við erum úti. Við eigum sjaldan frumkvæðið að slíku en hérna úti hef ég spjallað nú töluvert við þrjá keppendur og allt að þeirra frumkvæði í raun. Líbýumaðurinn Imad heilsar mér alltaf og spjallar og er hinn hressasti. Hollendingurinn í flokknum mínum (sem reyndar er að standa sig mjög vel) kom og heilsaði mér og bað fyrir kveðju frá Omari Salama sem hann hafði hitt á mótinu í Salou á Spáni.

Loks spjallaði ég aðeins við Pólverjann sem flengdi mig í 3. umferð. Við vorum að horfa saman að síðust skák dagsins sem var æsispennandi. Það var stelpan sem ég tefldi við í fyrstu umferð. Skrýtin skák...fékk skítastöðu úr byrjuninni...jafnvel tapað...tókst svo að jafna taflið og fá kolunnið. Klúðraði því svo í tímahraki í jafnteflislegt og þaðan yfir í tapað. Þá tók Englendingurinn við og missti það niður í jafntefli en re-raisti það svo með því að klúðra því í tap. Síðust 2-3 sveiflurnar fóru fram í miklu tímahraki í lokin. En hvað um það. Hann rölti með mér og spjallaði og hughreysti mig nú aðeins. Sagði að hefði komið sér á óvart hversu auðveldlega hann hefði unnið því ég hefði nú allavega litið út fyrir að vera nokkuð solid í basenum. Annars er fyndið hvað það segja nánast 75% útlendinga "Reykjavik?" ef maður segist vera frá Íslandi. Ég segi bara alltaf "já já"  því ekki nenni ég að fara að stafa Hafnaourfjordursenbörgkötz.

Jæja...ég er fallinn á tíma...þarf að skreppa og búa til líbanskt kebab!

mbk,

Ingvar Þór Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband