Leita í fréttum mbl.is

First Saturday #6-7

Nennti ekki að blogga í gær, einhver bloggleti í gangi en reyni að hafa þennan pistil þeim mun lengri og djúsí Wink

Í sjöttu umferð vann ég semsagt hinn lýbíska Ali Salem. Lék hann 7.Re2 gegn Winawer og lék raunar strax af sér eftir að ég svaraði með best leiknum 7...Dc7. Stöðumyndirnar í síðustu bloggfærslu segja allt sem segja þarf um þessa skák. Auðveldur og þægilegur sigur.

AliSalem
Ali Salem átti ekki góðan dag gegn mér

Hjörvar átti frí í 6. umferð og því var ég einn Íslendinga að tafli á fimmtudeginum. Menn virðast nú eitthvað fylgjast með Hjörvari þarna enda hefur hann verið að tefla bara skínandi vel fyrir utan Werner skákina. Emad Imadi spurði mig t.a.m. "Where is little clever boy?" og gerði hring utan um augun með höndunum svona alþjóðlegt gleraugnatákn um leið og hann sagði þetta.  Í FM flokknum er líka jálkur frá Slóveníu held ég frekar en Serbíu sem er að fylgjast með Hjörvari og spjallaði eitthvað við Grétar um það. Tók hann víst 15 mínútur að ná einfaldi tjáningu en hann sagðist hafa lært ensku 1940-50 ca. en þætti betra að nota rússneskuna!

Talandi um Grétar þá gerðum við okkur glaðan dag á fimmutdaginn en þá átti Grétar 45 ára afmæli. Skemmtilegt að Hjörvar fengi frí þann dag og fóru þeir feðgar í skoðunarferð um Búdapest svona 2-hour bus tour auk þess að heimsækja stóra verslunarmistöð sem er hér í grenndinni.

Budapest
Þinghúsið séð yfir Búda-megin.

Nú við höfðum pantað borð af þessu tilefni á Pomo D'oro sem er vinsæll ítalskur veitingastaður hér í borg. Höfðum reynt að mæta þar einu sinni en þá var okkur tjáð að það þyrfti að panta borð. Veitingastaður þessi var hinn prýðilegasti. Í forrétt fengum við Grétar okkur sjávarréttasúpu og þar eins og í mörgu öðru er Grétar á heimavelli enda starfar hann í fiskvinnslubransanum, á með félaga sínum fyrirtækið Hafgæði.


Feðgarnir á Pomo D'oro...fengust ekki til að brosa....


...þangað til ég tók einn góðan MAGNÚÚÚS a-la Laddi á þetta.

Man ekki eftir að hafa fengið smekk áður á veitingastað en það þykir nauðsynlegt með sjávarréttasúpunni góðu. Svo var fenginn diskur til að henda öllum skeljunum í og fróðleikur dagsins var að henda óopnuðum skeljum á borðið. Ástæðan....þær eru dauðar þegar þær eru settar í pottinn og því opnast ekki skeljarnar wow-va-víva...very nice. Í aðalrétt fékk ég mér svo laxa-risotto en ég fæ mig ekki til að fá jafn einfalda rétti og spaghetti bolognese eða pizzur á svona fínum stað. Afmælisbarnið pantaði sér forláta nautasteik ásamt gæsalifur minnir mig.

Auk þess að vera vel að sér í sjávarréttafræðum er Grétar mikill áhugamaður um vín. Það lifnaði svoleiðis yfir honum hérna fyrsta daginn þegar hann sá búð með rauðvín/hvítvín við hliðina á hótelinu. Afmælisbarnið pantaði forláta flösku og tók menntað smakk á þetta fyrir okkur. Þjónninn rétti Grétari korkinn þegar hann hafði opnað flöskuna og þá tók okkar maður menntað sniff af tappanum og thumbs up. Fræddi hann mig um það að oft sé það þannig að jafnvel 10% framleiðslu vína eyðileggst vegna þessa að loft kemst í flöskuna og þá er vínið einfaldlega ónýtt. Í þeim tilvikum væri fúkkabragð af tappanum. Margir sem fá e.t.v. "vond" vín en þá var tilfellið bara að það hefur skemmst og kannski allt í lagi með vínið sjálft. Allavega....köllum þetta fróðleiksmola dagsins. Í öllu falli fínn matur og kvöldstund.

Pomo Doro

Þá að skákum sjöundu umferðar. Ég hafði hvítt gegn Laszló Eperjesi og einhvernveginn gat ekki ákveðið mig í undirbúningi hvort ég ætti að fara í Caro-Kann eða gegn Bogo/drottningarbragði og endaði á því að leika 1.f4. Hélt fyrst að ég væri að fá fínt út úr þessu en lék líklega ónákvæmt á krítísku augnabliki og endaði á að fá ekki neitt og samdi með aðeins verra en staða bauð reyndar ekki upp á mikið.

Eperjesi
Laszló Eperjesi jafnaði taflið nokkuð auðveldlega gegn mér.

Hjörvar fékk ungversku stelpuna Ruszin. Enn breytti andstæðingur Hjörvars útaf og undirbúningur fór fyrir lítið. Tefldar var enskur leikur 1.c4 e5. Hjörvar fékk einhvern slightara í miðtaflinu en mér fannst eins og e.t.v. hefði verið hægt að fá meira en það hefði þurft að tefla það mjög nákvæmt. Í eftirfarandi stöðu tók hann vitlausa strategíska ákvörðun að mínu mati:

hjorvar_ruszin

Hér drap Hjörvar ekki á d6. Vorum sammála um að það hefði verið betri leikur. Eftir uppskipti á hvítur mjög einfalt plan að pressa á drottningarvæng eftir c-línunni og Rg2-f4-d3-c5 gæti orðið óþægilegur. Hvíti biskupinn gerir í raun ekki mikið, hvítu peðin flest á svörtum reitum og enginn veikleiki sem biskupinn getur pressað á. Hjörvari tókst engu að síður að svíða stelpuna en líklegast hefði það orðið auðveldara eftir Bxd6.

Í dag er það svo Sandór Faragó hjá Hjörvari. Sá er með held ég 800 skákir í 1.e4 og 500 í 1.d4. Óþægilegt að undirbúa sig en Hjörvar er búinn að finna línu í Rauzer og er að renna yfir smá í Slabbanum líka. Hefur annars komið mér á óvart hvað Hjörvar er sjálfstæður og í raun menntaður miðað við aldur í undirbúning. Duglegur að nota Opening Report í Chessbase og finna góða menn sem eru að tefla varíantinn sem hann er að tefla. Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk manns er sem aðstoðarmaður/þjálfari en ég reyni að fylgjast með að undirbúningurinn sé allavega solid og svo er ég að reyna að temja honum sama og ég þ.e. að eiga stúderingarnar í sér Chessbase skrám til að geta skoðað síðar og eins að slá alltaf inn skákirnar sínar eftirá og hvar hefði mátt gera betur. Ég á orðið nú sjálfur 400 skáka base með eigin skákum og oft ómetanlegt að geta skoðað það. Er t.d. duglegur að setja undirbúningspælingar með í þá fæla.

Hjorvar3
Menntaður í stúderingunum strákurinn. Hér er verið að stúta KID með Saemisch.

Ég sjálfur fæ Ervin Tóth en hann er einn af þrem sem eiga möguleika á áfanga í flokknum og á ég þá alla eftir! Hjörvar reyndar svipað erfitt prógramm, á eftir Goh og Galyas. Líklegast er kóngsindverji á boðstólnum hjá mér en gæti transpóstað í Benoni ef hann teflir þetta eins og í 2. umferð.

Fyrir hverja umferð eru skákmenn beðnir um að slökkva á gsm símum því að hringing=tap. Þetta er tilkynnt hér úti líka og tekur einn skákmaðurinn í GM flokki enga sénsa. Hann setur símann upp á borð, slekkur á honum OG fjarlægir batteríið just in case! Þetta er FM Selim Citak frá Tyrklandi. Þarf vart að taka fram að svona solid skákmaður er með jafntefli í ÖLLUM umferðunum!

Áður en ég gleymi verð ég að benda á móður allra svíðinga en Dimo Werner tók einn slíkan á Nick Adams.

Werner_Adams
Nick Adams: "YES ég er að ná easy jafntefli"

Werner_Adams2
Dimo Werner: "NOT"

Þar til næst,

Ingvar Þór Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband