Leita í fréttum mbl.is

Það er von!

Allavega meiri von heldur en ég hefði getað ímyndað mér fyrir 1-2 mánuðum. Það væri náttúrulega bara kraftaverk ef West Ham nær að forðast fallið. Ekki það að liðið eigi það ekki skilið og hafi ekki mannskapinn í það...mínir menn hafa bara hreinlega verið heillum horfnir og algjörlega án sjálfstrausts 90% vetrarins.

En spáum aðeins í þessu:

15. Sheff Utd.  38 stig -19
16. Fulham      36 stig -19 eiga leik til góða
17. Wigan       35 stig -22
18. West Ham 35 stig -27

Sheff Utd á eftir:

Aston villa úti og Wigan heima. Ljóst er að leikurinn við Wigan gæti orðið crucial leikur í lokaumferðinni tapi þeir fyrir Villa. Villa hefur hinsvegar að litlu að keppa og því líklegt að Sheff Utd. hangi uppi og þá umfram allt á sigrinum á West Ham á dögunum. 

Fulham á eftir:

Arsenal úti og Liverpool heima og loks Middelsboro úti !  Mjög erfitt prógram og maður sér fyrir sér að þeir gætu aðeins náð 1-2 stigum úr þessu prógrammi.

Wigan á eftir:

Middlesboro heima og Sheff Utd. úti. Hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð og ef þeir tapa gegn Middlesboro eru þeir líklega toast.

West Ham á svo eftir:

Bolton heima....leikur sem algjörlega og gjörsamlega verður að vinnast...nema að Wigan tapi rest þá gæti jafntefli nægt. Draumurinn er hinsvegar að klára þennan leik og vona að Man Utd. hafi tryggt sér titilinn fyrir lokaumferð og þá gæti West Ham náð crucial stigi í lokaumferðinni með því að hanga á jafntefli.

Ég hef hinsvegar tekið mér það bessaleyfi að fella Charlton sem eru með 33 stig og eiga eftir Tottenham heima og Liverpool úti!


mbl.is Curbishley: Erum enn á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband