Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Helgin

Skákin

Kallinn á fullu þessa dagana í Skákþingi Reykjavíkur. Búnar eru 4 umferðir og ég er með 3 vinninga af 4. Gerði í gær jafntefli við íslensk/danska stórmeistarann Henrik Danielsen.
Sjá nánar: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item140784/

Boltinn

Þetta ætlar ekkert að fara að ganga hjá mínum mönnum Angry. Grátlegt að horfa upp á Fulham jafna seint í uppbótartíma eftir góða baráttu hjá West Ham. Þetta verður barátta og sem betur fer eru skussalið þarna fyrir ofan sem hægt er að draga niður en það verður að fara að hala einhverjum sigrum í hús.

Bee Gees

Djöfull eru þeir flottir. Horfði tvisvar um helgina á DVD af tónleikum þeirra "One Night Only".  Í seinna skiptið heima hjá mömmu og pabba...bullandi stuð á okkur og Dagný og Stebba voru líka.

Bee Gees

 


Stuttbuxur

Stuttbuxur þýða einhvern veginn ekki það sama og í gamla daga.

Vinstra megin Mark Price ca. 1990, hægra megin Steve Francis 2006

Francis niður fyrir hnéMark Price niður fyrir pung


Skákþraut

Þetta er að verða eitthvað þrauta/getrauna blogg hjá mér. Mér finnst þessi bara svo skemmtileg að ég varð að setja hana inn. 

Skák hefst úr upphafsstöðu og lýkur í fimmta leik með 5...Hh1 mát. Það er aðeins ein lausn á þessari þraut og aðeins þarf að kunna mannganginn til að reyna við hana. Semsagt báðir leika fimm leikjum og fimmti leikur svarts er Hrókur til h1 mát (fimmti leikur svarts er ekki dráp).

chessboard

E.S. 15.01.2007

Lausnin er:

1. g2-g4   h7-h5
2. Bf1-g2  h5xg4
3. Bg2xb7 Hh8xh2
4. Rg1-h3 Bc8xb7
5. 0-0  Hh2-h1 Mát


NBA getraunin - lausnir

Undirtektir við getrauninni voru góðar. Þar sem þegar er komið svar í athugasemdum þar sem allt er rétt þá ætla ég bara að birta svörin. Ekki missa af að kíkja á linkinn við svari spurningu 8!

 

Nafnlaus var með bestu svörin en hann svaraði öllu rétt.

Nafnlaus er hér: Nafnlaus 

Jóhannes S. sendi mér á maili og var með 9/10

Óskar og Viðar voru með 8/10 og Dóri fær honorary mention var kominn með góð svör og hefði náð 8-9 í lokaskilum ;-)

Aðrir sem sendu voru með færri svör.

 

 

1. Hvaða þríeyki bar uppi Cleveland liðið sem var eitt sterkasta liðið í NBA deildinni á Jordan árunum 91-93?

Það myndu vera Brad Daugherty, Mark Price og Larry Nance

 

2. Hver tók við stöðu Michael Jordan í byrjunarliði Chicago fyrsta tímabilið eftir að hann hætti 93-94?

Það myndi vera Pete Myers

Þessi var erfið.

 

3. Fyrir hvað er Ray Clay þekktur í tengslum við NBA?

Það myndi vera kynnir hjá Bulls

Kynning: http://www.youtube.com/watch?v=SdCzixCxZEQ

Klassískt og lagið undir er Sirius með Alan Parson's Project

 

4. Hver var aldrei stressaður (never nervous) og valinn númer 1 í NBA valinu en átti fremur misheppnaðan feril en tókst þó einu sinni að vera valinn MIP (Most Improved Player)?

Það myndi vera Pervis Ellison

Never nervous! Síðar kom annar með "out of service" í kjölfar meiðslahrinu Ellison. 

 

5. Spurt er um tvo leikmenn og háskólann sem þeir komu báðir frá. Annar er þekktastur fyrir að hafa reynt að kyrkja þjálfarann sinn en hinn er þekktastur fyrir að spila frábærlega í úrslitakeppninni og átt margar sigurkörfur.

Það myndi vera Spreewell og Horry frá Alabama

 

 

6.Spurt er um þrefaldan stjörnuleikmann. Eitt tímabilið byrjaði hann inná í stjörnuleiknum en byrjaði ekki inná í sínu eigin liði. Var snemma á ferlinum þekktur fyrir góðar troðslur en varð síðar varnarsérfræðingur og ein besta 3ja stiga skytta í sögu NBA. Skoraði m.a. 8 þriggja stiga körfur í Playoffs leik gegn Seattle á tíunda áratugnum.

Það myndi vera Dan Majerle

 

 

7. Enn er spurt um leikmann. Hann hefur spilað með hvorki fleiri né færri en 12 liðum á 14 ára ferli. Hann hefur skorað 50 stig í einum leik og hann hefur átt tímabil þar sem hann hefur verið með yfir 25 stig að meðaltali í leik. Um hvaða skotbakvörð er verið að tala hér?

Það myndi vera Jimmy Jackson

 

 

8.Spurt er um snar-örvhentan leikmann í NBA deildinni í dag. Hann hefur spilað allan sinn feril með sama liðinu og á sínum tíma valdi liðið efnilegan leikmann í aðra stöðu þegar mun betri leikmaður var til taks í sömu stöðu og þessi leikmaður. Ekki skal dæmt um hvort það var réttlætanlegt. Þessi leikmaður á eina eftirminnilegustu byrjun á leik í háskólaboltanum þegar hann skoraði 15 fyrstu stig liðsins, allt úr 3ja stiga skotum og úr 5 sóknum í röð!

Það myndi vera Tayshaun Prince

Fyrir þá sem ekki hafa séð að þá mæli ég sterklega með að menn kíkji á þessa frammistöðu:

http://www.youtube.com/watch?v=8JosJ2FM7Og

Tayshaun í háskólaboltanum Kentucky vs North Carolina og eins og sagði fyrir ofan skorar fyrstu 15 stig liðsins...njótið! Þetta með að valið í spurningunni var þegar Detroit tók Milicic þegar Carmelo Anthony var talinn miklu betri kostur til að contributa strax.

 

 

9.Rik Smits skoraði fræga sigurkörfu í úrslitakeppninni gegn Orlando á tíunda áratugnum. Yfir hvað center hjá Orlando skaut hann?

Það myndi vera Tree Rollins

Margir sögðu Shaq en þetta var smá trick question...prik fyrir þá sem áttuðu sig á því.

 

10.Hvaða núverandi NBA þjálfari á ennþá NBA metið fyrir stoðsendingar í leik og hversu margar?

Það myndi vera Scott Skiles og 30 stykki

 

Þegar eru komnar áskoranir um nýja getraun og skal ég verða við því fljótlega ;-)

 


Liverpool *HAFNAÐ*

Droppers 

Voðalega fannst mér gaman að sjá Liverpool GJÖRSAMLEGA <*stimpl*> HAFNAÐ</*stimpl*> í gær. Fara eitthvað voða í mig og þá sérstaklega að það er aldrei hægt að ræða um Liverpool raunsætt við Liverpool aðdáendur. Lifa allir á einhverri fornri frægð og einum grísa CL titli. Ég meina Blackburn hefur unnið PL, ekki Liverpool.

 Allavega finnst mér þessi 5-aur compliments of JHS helvíti góður:

"MICHAEL JACKSON, HAS ASKED RAFA BENITEZ TO BE HIS NEW MANAGER....

SO HE CAN GET SPANKED AT HOME BY 11 KIDS"

How not to defend


Helv...þjónustufulltrúinn hjá KB

Sem plataði mig til að taka verðtryggt húsnæðislán í Zimbabwe dollar!

 KB Auglýsing


mbl.is Verðbólgan aldrei meiri í Zimbabwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðvikudagur ... morkinn

Þetta ætlar að verða morkinn vika. Vil bara koma á framfæri þakkir til Íslendinga og Ed Harris sem morkinnlögðust allir á eitt og tryggðu nýtt persónulegt met í keyrslutíma í vinnuna. Ég var ÞRJÁTÍU OG FIMM mínútur í vinnuna í morgun TAKK FYRIR! Það þýðir að ég var nánast að meðaltali STOPP!

Svo vil ég mótmæla þessum kulda. Mæli með tvennum buxum, húfu vettlingum og trefli!


NBA ...a lovestory

Ég er gamall og forfallinn NBA-njörður. Nörda skapurinn hefur eitthvað minnkað á síðustu arum en ég fylgist þó alltaf nokkuð vel með og er farinn að fylgjast betur með heldur en nokkur undanfarin ár

Allavega þá hófst sýkin árið 1991. Stöð 2 sýndi eitthvað frá NBA og ég rakst á mina fyrstu “live” leiki úr úrslitunum þegar sýnt var frá viðureign LA Lakers og Chicago Bulls. Hjá Bulls var maður í aðalhlutverki sem allir kannast við, Michael nokkur Jordan. Ég hreifst af honum…og ekki síður af stórskyttunni John Paxson sem virtist setja hvert einasta skot ofaní og átti m.a. stórleik í 5. leiknum og setti 20 stig með frábæra skotnýtingu. Chicago vann 4-1. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Ég fór að æfa körfubolta, körfubolta og streetball-æði yfirtók landann og ég fór að safna körfuboltamyndum. Góðir tímar. Maður tók upp NBA Action þætti og horfði á aftur og aftur og geri raunar enn af og til að horfa á gamla þætti. Seinna fór ég svo í að fá sendar VHS spólur í hverri viku (frá Pontel), yfirleitt með Chicago en tók stundum áhugaverð lið eins og t.d. Golden State ’94. Gekk meira segja svo langt að ég pantaði stundum háskólaleiki með áhugaverðum nýliðum og á skemmtilega leiki með North Carolina þegar Stackhouse og Rasheed Wallace réðu þar ríkjum og eins pantaði ég leik með Lamar Odom þegar stefndi í að Chicago dröftuðu hann (úr varð reyndar Elton Brand).

Get sagt með stolti að ég hef séð nánast alla Finals leiki síðan ’91 live og grátið hefur maður Paxsonörugglega tvisvar! Paxson ’93 og Jordan ’98 var of mikið fyrir mig að höndla tilfinningalega og tárin hreinlega streymdu út. Nördaskapurinn náði líklega hámarki þegar maður var að organisa fantasy deild og eitt árið var m.a. fantasy draft og 8-10 manns samankomnir á háaloftinu í gamla góða Hlunnavoginum. Maður semsagt var með tölfræðina vel á hreinu (fyrsta fantasy árið notaðist maður við USA-Today Box Score…já það var fyrir tíma internetsins my dear teenage readers) og þekkti alla leikmenn í deildinni hreinlega niður í 14-15 mann í hverju liði. Maður fer létt með að rumsa út NBA meisturum síðan svona 1981 og eins þá leikmenn sem valdir voru #1 í nýliðavalinu í fleiri fleiri ár. Þetta hefur reyndar aðeins ryðgað hjá manni hin síðustu ár en ætli maður myndi ekki hafa þetta undir pressu. Til að halda upp á þessa skemmtilegu sýki (að vera NBA-nörd) birti ég hér smá spurningaleik fyrir fellow sjúklinga.. Verðlaun að þessu sinni er heiðurinn en aldrei að vita nema maður gefi einhverja gamla góða leiki í framtíðinni.

 

1. Hvaða þríeyki bar uppi Cleveland liðið sem var eitt sterkasta liðið í NBA deildinni á Jordan árunum 91-93?

 

2. Hver tók við stöðu Michael Jordan í byrjunarliði Chicago fyrsta tímabilið eftir að hann hætti 93-94?

 

3. Fyrir hvað er Ray Clay þekktur í tengslum við NBA?

 

4. Hver var aldrei stressaður (never nervous) og valinn númer 1 í NBA valinu en átti fremur misheppnaðan feril en tókst þó einu sinni að vera valinn MIP (Most Improved Player)?

 

5. Spurt er um tvo leikmenn og háskólann sem þeir komu báðir frá. Annar er þekktastur fyrir að hafa reynt að kyrkja þjálfarann sinn en hinn er þekktastur fyrir að spila frábærlega í úrslitakeppninni og átt margar sigurkörfur.

 

6.Spurt er um þrefaldan stjörnuleikmann. Eitt tímabilið byrjaði hann inná í stjörnuleiknum en byrjaði ekki inná í sínu eigin liði. Var snemma á ferlinum þekktur fyrir góðar troðslur en varð síðar varnarsérfræðingur og ein besta 3ja stiga skytta í sögu NBA. Skoraði m.a. 8 þriggja stiga körfur í Playoffs leik gegn Seattle á tíunda áratugnum.

 

7. Enn er spurt um leikmann. Hann hefur spilað með hvorki fleiri né færri en 12 liðum á 14 ára ferli. Hann hefur skorað 50 stig í einum leik og hann hefur átt tímabil þar sem hann hefur verið með yfir 25 stig að meðaltali í leik. Um hvaða skotbakvörð er verið að tala hér?

 

8.Spurt er um snar-örvhentan leikmann í NBA deildinni í dag. Hann hefur spilað allan sinn feril með sama liðinu og á sínum tíma valdi liðið efnilegan leikmann í aðra stöðu þegar mun betri leikmaður var til taks í sömu stöðu og þessi leikmaður. Ekki skal dæmt um hvort það var réttlætanlegt. Þessi leikmaður á eina eftirminnilegustu byrjun á leik í háskólaboltanum þegar hann skoraði 15 fyrstu stig liðsins, allt úr 3ja stiga skotum og úr 5 sóknum í röð!

 

9.Rik Smits skoraði fræga sigurkörfu í úrslitakeppninni gegn Orlando á tíunda áratugnum. Yfir hvað center hjá Orlando skaut hann?

 

10.Hvaða núverandi NBA þjálfari á ennþá NBA metið fyrir stoðsendingar í leik og hversu margar?

 

Rétt svör má senda á ingvarjoh@hotmail.com eða bíða eftir lausnum síðar.


Þriðjudagur til þreytu?

Já þetta er komið gott...þriðjudagur hefur fengið að fljúga of lengi undir radarnum í skjóli mánudags! Þriðjudagur er eins og gaurinn í skólanum sem situr aftast og felur sig bakvið töskuna sem er uppi á borði. Það er kominn tími til að þriðjudagur fái það óþvegið! Hann er jú eftir allt semi-mánudagur.Mongólitinn Björn Þorfinnsson með 1. verðlaun í 100m hlaupi áttavilltra neðansjávar

Allavega voru öll mánudagseinkennin á sínum stað í morgun. Lagt af stað kl. 08:24 til að uppgötva að ég er að verða bensínlaus...slapp með einn sleða út á bensínsstöð en eftir það var það 20 km/h í 3-4 mínútur áður en gaurinn sem hellti upp á kaffi á ljósunum í gær ákvað að skilja ekki conceptið vinstri akrein. Reyndar skilur engin conceptið vinstri akrein lengur.

Loks þegar komið var í stæðið góða var eftir 3 mínútna gangan í vinnuna og hún var köööööld. Ekkert sérstaklega þægileg vindkælingin meðfram standlengjunni.

Athugið að myndin kemur færslunni ekkert við en summerar engu að síður upp þriðjudagsfýlinginn!?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband