Leita í fréttum mbl.is

NBA getraunin - lausnir

Undirtektir við getrauninni voru góðar. Þar sem þegar er komið svar í athugasemdum þar sem allt er rétt þá ætla ég bara að birta svörin. Ekki missa af að kíkja á linkinn við svari spurningu 8!

 

Nafnlaus var með bestu svörin en hann svaraði öllu rétt.

Nafnlaus er hér: Nafnlaus 

Jóhannes S. sendi mér á maili og var með 9/10

Óskar og Viðar voru með 8/10 og Dóri fær honorary mention var kominn með góð svör og hefði náð 8-9 í lokaskilum ;-)

Aðrir sem sendu voru með færri svör.

 

 

1. Hvaða þríeyki bar uppi Cleveland liðið sem var eitt sterkasta liðið í NBA deildinni á Jordan árunum 91-93?

Það myndu vera Brad Daugherty, Mark Price og Larry Nance

 

2. Hver tók við stöðu Michael Jordan í byrjunarliði Chicago fyrsta tímabilið eftir að hann hætti 93-94?

Það myndi vera Pete Myers

Þessi var erfið.

 

3. Fyrir hvað er Ray Clay þekktur í tengslum við NBA?

Það myndi vera kynnir hjá Bulls

Kynning: http://www.youtube.com/watch?v=SdCzixCxZEQ

Klassískt og lagið undir er Sirius með Alan Parson's Project

 

4. Hver var aldrei stressaður (never nervous) og valinn númer 1 í NBA valinu en átti fremur misheppnaðan feril en tókst þó einu sinni að vera valinn MIP (Most Improved Player)?

Það myndi vera Pervis Ellison

Never nervous! Síðar kom annar með "out of service" í kjölfar meiðslahrinu Ellison. 

 

5. Spurt er um tvo leikmenn og háskólann sem þeir komu báðir frá. Annar er þekktastur fyrir að hafa reynt að kyrkja þjálfarann sinn en hinn er þekktastur fyrir að spila frábærlega í úrslitakeppninni og átt margar sigurkörfur.

Það myndi vera Spreewell og Horry frá Alabama

 

 

6.Spurt er um þrefaldan stjörnuleikmann. Eitt tímabilið byrjaði hann inná í stjörnuleiknum en byrjaði ekki inná í sínu eigin liði. Var snemma á ferlinum þekktur fyrir góðar troðslur en varð síðar varnarsérfræðingur og ein besta 3ja stiga skytta í sögu NBA. Skoraði m.a. 8 þriggja stiga körfur í Playoffs leik gegn Seattle á tíunda áratugnum.

Það myndi vera Dan Majerle

 

 

7. Enn er spurt um leikmann. Hann hefur spilað með hvorki fleiri né færri en 12 liðum á 14 ára ferli. Hann hefur skorað 50 stig í einum leik og hann hefur átt tímabil þar sem hann hefur verið með yfir 25 stig að meðaltali í leik. Um hvaða skotbakvörð er verið að tala hér?

Það myndi vera Jimmy Jackson

 

 

8.Spurt er um snar-örvhentan leikmann í NBA deildinni í dag. Hann hefur spilað allan sinn feril með sama liðinu og á sínum tíma valdi liðið efnilegan leikmann í aðra stöðu þegar mun betri leikmaður var til taks í sömu stöðu og þessi leikmaður. Ekki skal dæmt um hvort það var réttlætanlegt. Þessi leikmaður á eina eftirminnilegustu byrjun á leik í háskólaboltanum þegar hann skoraði 15 fyrstu stig liðsins, allt úr 3ja stiga skotum og úr 5 sóknum í röð!

Það myndi vera Tayshaun Prince

Fyrir þá sem ekki hafa séð að þá mæli ég sterklega með að menn kíkji á þessa frammistöðu:

http://www.youtube.com/watch?v=8JosJ2FM7Og

Tayshaun í háskólaboltanum Kentucky vs North Carolina og eins og sagði fyrir ofan skorar fyrstu 15 stig liðsins...njótið! Þetta með að valið í spurningunni var þegar Detroit tók Milicic þegar Carmelo Anthony var talinn miklu betri kostur til að contributa strax.

 

 

9.Rik Smits skoraði fræga sigurkörfu í úrslitakeppninni gegn Orlando á tíunda áratugnum. Yfir hvað center hjá Orlando skaut hann?

Það myndi vera Tree Rollins

Margir sögðu Shaq en þetta var smá trick question...prik fyrir þá sem áttuðu sig á því.

 

10.Hvaða núverandi NBA þjálfari á ennþá NBA metið fyrir stoðsendingar í leik og hversu margar?

Það myndi vera Scott Skiles og 30 stykki

 

Þegar eru komnar áskoranir um nýja getraun og skal ég verða við því fljótlega ;-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband