Leita í fréttum mbl.is

Dallas með besta vinningshlutfallið í NBA

Þetta er í annað skiptið í vetur sem Dallas vinna 12 leiki í röð.  Ég verð að segja að mér finnst Dallas liðið stórskemmtilegt og skemmtilegast að fylgjast með framgöngu þeirra og svo Phoenix Suns. Mínir menn verða samt eftir sem áður Chicago Bulls en því miður þá er ekki líklegt að þeir challengi titilinn alveg á næstunni.

Dallas fór í úrslitin í fyrra og fannst mér þeir verðskulda titilinn. Þeir unnu fyrstu tvo leikin AUÐVELDLEGA og voru gjörsamlega með þriðja leikinn í hendi sér einhverjum hátt í tuttugu stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta en létu þá Miami koma til baka og fá smá momentum. Miami liðið náði svo að stela titlinum eftir hreint frábæra frammistöðu hjá Dwayne Wade og hef ég ekki séð annað eins síðan MJ var og hét.

Miami er gjörsamlega óþekkjanlegt það sem af er vetrar og held ég að meistarinn hljóti að koma úr vestrinu í ár. Það sem Dallas bætti einna helst í fyrra var varnarleikurinn og var það lykilatriði til að gera alvöru contender úr Dallas sem þegar hafði á að skipa stórskemmtilegu sóknarliði sem Don Nelson hafði þróað. Avery Johnson er hinsvegar að gera frábæra hluti með þetta lið. Það sem einna helst gæti háð Dallas er breiddin og svo það að þeir treysta mjög mikið á skot fyrir utan.

Hinsvegar verð ég að segja að Dirk Nowitski er að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum. Þvílíka úrslitakeppnin sem hann átti í fyrra og ég get varla beðið eftir úrslitakeppninni í ár. Josh Howard og Jason Terry eru svo valkostir númer 2 og 3. Devin Harris og E.Dampier fylla svo upp í byrjunarliðið en eftir það voru þeir frekar þunnir í fyrra. Stackhouse var aðalmaðurinn af bekknum og var sterkur í playoffs en hefur verið meiddur mikið í ár skilst mér. Dallas náðu reyndar í reynda menn í Anthony Johnson og Austin Croshere og það gæti skilað sér í úrslitakeppninni.

Fánýtur fróðleikur: Ég kalla Dirk Nowitski "Dirka Dirka" og vísa þar í ákveðið atriði í kvikmyndinni Team America World Police.


mbl.is NBA: Enn vinnur Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband