Leita í fréttum mbl.is

West Ham pirringur

Þeir sem þekkja mig vita að ég held með West Ham og hef gert frá því að ég man eftir mér. Mér finnst það kúl ... það halda allir með einhverjum toppliðum en mér finnst alvöru að halda með liðum eins og West Ham og mínu uppeldisfélagi Þrótti í gegnum súrt og sætt. Það verða einhvern veginn skemmtilegri góðu stundirnar sbr. næstum því góða stundin í bikarúrslitunum í fyrra sem Gerrard þurfti að eyðileggja í blálokin ;-(

En nóg um það. Árangur liðsins í ár er svo arfaslakur að maður getur á varla orð yfir þetta. Nú síðast var það 6-0 afhroð gegn spútnikliði Reading. Maður skilur varla hvað vandamálið er í herbúðum liðsins, ekki er það mannskapurinn frekar en síðast þegar liðið féll (Joe Cole, Carrick, Glen Johnson, Defoe, Kanoute þarf varla að rifja það upp).  Svo var snemma á tímabilinu bætt í hópinn tveim argentískum stórstjörnum og nú síðast vill Mascherano fara frá liðinu af því að hann fær ekkert að spila!! (http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1245129).  Maður skilur ekkert í þessu...af hverju er þessum mönnum ekki bara hent inná og þeir látnir venjast boltanum? Mascherano var lykilmaður í frábæru liði og miðju Argentínu á HM og Tevez var sömuleiðis mjög frískur.

 Góðu fréttirnar eru þó þær að sultulið eins og Sheffield United og Watford sem hægt er að draga niður í svaðið eru upp í ár (Charlton reyndar fyrir neðan Sheff. Utd eins og er) en hinsvegar eru orðin 4 stig í að komast úr fallsæti og ekki alveg ljóst hvaða lið er hægt að senda niður...allavega þarf mikið að gerast svo að ég þurfi ekki enn eina ferðina að sætta mig við að liðið mitt falli um deild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband