Leita í fréttum mbl.is

NBA Getraun #2

Loksins..loksins það er komið að því...NBA nirðir nær og fjær gerið ykkar besta!

Spurningarnar eru sem fyrr svolítið litaðar af tímabili nördaskapsins sem má sjá nánar í inngangi og NBA getraun #1 hér: http://x-bitinn.blog.is/blog/x-bitinn/entry/99467/

Svo eru svör við þeirri getraun hér: http://x-bitinn.blog.is/blog/x-bitinn/entry/100331/

Í verðlaun fyrir bestu svör er sér bloggfærsla með nafni og mynd (optional) af vinningshafanum þar sem ég kem til með að lofsyngja vinningshafann út í það óendanlega!

Hér kemur allavega getraun #2 sem er talsvert meira krefjandi en #1 að mínu mati. Svör vil ég fá á ingvarjoh@hotmail.com til að koma til greina sem sigurvegari. Getraunin lokar á sunnudaginn kl. 17:00 og svör koma líklegast um kvöldið eða á mánudaginn.

John Starks

1. Frá árunum 1994 til 2004 varð ekkert lið NBA meistari án þess að a.m.k. annar af tveim leikmönnum kæmi við sögu í meistaraliðinu. Hvaða tveir leikmenn eru þetta?

2. Hverjir eru tveir síðustu leikmenn til að skora 50 stig eða fleiri fyrir Washington Wizards (áður Bullets) liðið?

Bónusstig: Nefnið þann sem náði 50 stigum á undan þeim tveim.

3. Hver er síðasti leikmaður til að ná fjórfaldri tvennu með stattalínuna 34-10-10-10 (stig-fráköst-stoðs.-blokk)?

4. Árið 1995 skömmu eftir fyrri endurkomu sína átti Michael Jordan eftirminnilegan leik gegn New York í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 55 stig. Chicago vann þennan leik á sigurkörfu en það var ekki Jordan sem skoraði hana. Hver skoraði sigurkörfuna eftir sendingu frá Jordan og sagði svo eftir leikinn "Ég og Jordan settum samtals 57 kvikindi"?

5. Hvaða liðsfélagar afrekuðu það síðast að skora yfir 40 stig í sama leik fyrir sitt lið?

6. Seint á ferlinum átti Isiah Thomas fræga sendingu þar sem hann bouncaði boltanum af gólfinu upp í alley oop þar sem nokkuð feitlaginn leikmaður tók við boltanum og náði að setja boltann í körfuna þó að hann hefði þurft að skoppa fyrst af hringnum áður en hann fór ofaní. Þessi troðsla var sýnd tímabilið á eftir í kynningu á NBA þáttum og hefur margoft sést síðan. (Hægt að nálgast t.d. á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=zU59FnpGt3Q). Spurt er ... hvað heitir pulsan sem klúðraði næstum því troðslunni eftir þessa frábæru sendingu?

7. Spurt er um skotbakvörð. Hann var valinn í topp 10 í draftinu og var með 22.9 stig að meðaltali nýliðaárið sitt með liði í Austurdeildinni. Átti góðan feril með fjórum liðum en var þó aldrei valinn í stjörnuliðið. Sætti sig við minna sóknarhlutverk þegar leið á ferilinn og var sterkur varnarmaður í fleiri en einu meistaraliði.

8. Árið 1984 var mjög gott nýliðaval í NBA deildinni þar sem m.a. Michael Jordan var valinn númer 3. Í sama vali var einnig valinn einn mesti íþróttamaður allra tíma. Snemma á ferlinum lést faðir hans og lét hann þá grafa með honum sín stærstu verðlaun til þess tíma. Á hann að hafa sagt við móður sína eitthvað á þessa leið "hafðu ekki áhyggjur, ég mun vinna önnur svona verðlaun". Um hvaða kempu er spurt hér?

9. Spurt er um gamalreyndan kraftframherja sem er tiltölulega nýhættur í deildinni. Framherji þessi átti sitt besta tímabil snemma á tíunda áratugnum þegar hann átti algjört monster frákasta season og var með yfir 15 fráköst að meðaltali það tímabilið og var valinn í stjörnuliðið í kjölfarið. Hann var þó ekki frákastahæsti leikmaður NBA þetta tímabilið. Nokkuð góðan feril kórónaði þessi leikmaður svo með því að ná sér í meistarahring undir lok ferilsins.

10. Svo skemmtilega vill til að 9 af fyrstu 12 valréttunum í ákveðnu NBA vali (drafti) hafa á undanförnum 12 árum allir spilað með sama liðinu (þó að sjálfsögðu ekki alltaf á sama tíma). Hvaða val er þetta (hvaða ár) og með hvaða liði hafa þeir allir spilað?

Bónusspurning:

Hver sagði um skólaferil sinn að "eina leiðin til að fá fimm A er þegar ég skrifa nafnið mitt". Átti pulsuferil með t.a.m. Boston, Portland og Sacramento. Man eftir honum í einum NBA Action þætti þar sem hann átti að koma inná en hafði gleymt að fara í búninginn sinn...snillingur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Ég bíð spenntur eftir skákgetraun!

Hrafn Jökulsson, 27.1.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband