Færsluflokkur: Bloggar
16.6.2007 | 17:56
Þrífarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 12:46
First Saturday #8-9
Jæja...ætli maður verði ekki að reyna að bjarga vinnudeginum hjá Bjössa. Það er mismunandi þunglyndið sem menn þurfa að glíma við. Bjössi hamast á refresh að vona að það sé kominn pistill á meðan gamall heimilislaus maður situr undir regnhlíf sem hann notar sem sólhlíf og reynir að komast í gegnum daginn með hundinum sínum sem reynir að nota skuggann líka. Smásálin ég má ekkert aumt sjá þannig að ég keypti handa manninum vatn og banana og gaf honum smá aura sem skipta mig litlu en viðbrögð mannsins glöddu mitt mannshjarta. Vonandi bjarga ég deginum líka hjá Birni með pistli þessum!
Á sunnudaginn tapaði ég gegn Ervin Tóth. Ungum pung með 2300 sem greinilega kann að tefla. Var með einhverjar skákir úr GM grúppu fyrr á árinu og búinn að standa sig vel í IM flokknum núna. Aftur tefldi ég eins og flóðhestur líkt og gegn Luch og í báðum tilfellum klúðraði ég byrjuninni algjörlega og var tapandi tempóum og einhver vitleysa í bæði skiptin þó ég vissi betur en í bæði skipti einhvern veginn datt mér bara ekkert betra í hug. Lélegt hugarfar og lélegur undirbúningur í bæði skiptin.
Það er greinilega ekki nóg að vera klæddur eins og sigurvegari! (hint: ÍTALÍA)
Það fór öllu betur hjá Hjörvari í áttundu umferð. Hann tók Sandor Farago og bakaði hann. Fyrir umferðina peppaði ég hann upp með kveðju frá Birni Ívar um að hann Sandor væri bara "muppet" sem notaði of mikinn tíma. Hjörvar búinn að finna nánast nákvæmlega út hvað líklegast væri að Farago myndi tefla og hreinlega sá bara á svipnum á honum að hann hafði ekkert annað þegar út í skákina var komið. Svo er verið að hrósa manni fyrir undirbúning á stráknum og nota það sem afsökun að ég sé bara með 50% og hafi ekki tíma til að undirbúa mig sjálfur. Hið rétta er að ég hef alveg nægan tíma og að Hjörvar er nánast að verða sjálfbjarga með undirbúning. Greinilegt að Snorri hefur kennt honum vel að nota Chessbase og Opening Reports og fleira. Ég lít meira á mitt hlutverk orðið sem aðhald og vonandi maður nái að skila einhverju. Strákurinn er á svo hraðri uppleið að maður vonar bara að maður nái að stimpla inn einum og einum punkti sem skilar sér.
Það styttist í að þetta dýr fari að máta okkur FM-ana reglulega
Í gær var svo komið að 9. umferð. Fyrir hana kom Nagy að máli við mig og sagði "I saw your blog"
Ingvar(....fyrsta hugsun): "fokk ég er dauður". (Ég náttúrulega panickaði en hélt kúlinu) "yessss.....where did you find that?"
Nagy: "Morfius told me on ICC" (þú ert dauður Jón)
Ingvar: "yesssss interesting"
Þar sem sá stóri er líklegur til að halda áfram að lesa er best að hafa ekki meira á ensku! Allavega spurði hann út í undarlegu myndirnar. Ég fullvissaði hann um að allir skildu nú að þetta væri allt saman húmor.
Í öllu falli þá á ég það til að detta í það að pulsa mig út úr mótum þegar ekkert sérstaklega gengur. Í gær var ég hinsvegar einstaklega vel motivated. Ákvað í fyrsta lagi að tefla bara Skandinavann. Ástæðan fyrir því er að ég tel þennan Peter Doggers vel stúderaðan. Á hann m.a. nokkar greinar í New In Chess og eins á hann og skrifar á síðuna www.chessvibes.com sem er einmitt hin prýðilegasta síða sem er vel þess virði að gera sér ferð á. Undirbúningur var því í minnsta móti og einbeitti mér frekar að því að vera með gott og rétt hugarfar. Byrjanaval mitt virtist koma honum á óvart og ég fékk loksins stöðu sem ég kunni vel við. Hann lék ónákvæmum leik snemma og ég fékk aðeins betra á svart. Trick #2 var svo sálfræðihernaður. Hvað er betra gegn Hollendingi en að mæta í appelsínugulum bol sem einmitt er landsliðslitur Hollendinga. Tel ég að ég hafi svæft í honum baráttuþrekið þannig. Trick #3 var að mæta snemma og spjalla við hann og vera friendly. Þorfinnsbræður fá credit fyrir þetta sálfræðitrikk en það drepur einmitt alla löngun í bræðrunum að líta á þig sem andstæðing ef mmaður nær að spjalla og vera nógu friendly við þá fyrir skák
Ég ætla að sýna nokkrar búta úr þessari skák en fyrst ætla ég að afgreiða Hjörvar. Að þessu sinni var það FIDE meistarinn Raymond Kaufman frá Bandaríkjunum. Þeir skiptu snemma upp á drottningum og hélt ég að staðan væri þægileg á Hjörvar(með hvítt). Hjörvari hinsvegar skrikaði illa fótur og var tekinn í einhverja taktík. Skömmu síðar var Hjörvar með vægast sagt koltapað, 2 peðum undir í endatafli og Kaufman m.a. með tvö samstæð h- og g- peð. Okkar maður hinsvegar barðist áfram og loks klúðraði Kaufman einu peði of eftir var hróksendatafl með h- og c- peð gegn a-peði Hjörvars. Mér fannst Hjörvar tefla aðeins of hratt í byrjun á krítíska partinu á því endatafli en hann virtist engu að síður hafa þetta allt á hreinu og náði auðveldu jafntefli. Gott baráttujafntefli og verður þetta að teljast frábært mót ef hann nær fínum úrslitum í tveim síðustu!
En aðeins að skákinni minni. Ég fékk nokkuð þægilega stöðu eftir byrjunina.
Svartur stendur aðeins betur. Ástæður fyrir því tel ég nokkrar. Í fyrsta lagi er d4 veikari heldur en c7 sem mjög auðvelt er að valda. d5 reiturinn er mjög sterkur "outpost" sem ég mun alltaf hafa. e5 og c5 eru ekki jafn veikir því að ég get alltaf drepið þar riddarann með biskup og sit eftir með góðan riddara gegn biskup sem grípur í tómt. Eins er biskupinn minn betri því hann getur ráðist t.d. d4 peðið og eftir atvikum haft áhrif á drottningarvæng á meðan hvíti biskupinn er hálf passífur. Síðast en ekki síst hef ég b-línuna og einfalt plan að fara í minnihlutaáras á drottningarvæng og reyna að skapa þar veikleika. Næst grípum við niður þegar smá "action" var að færast í leikinn.
Hér lék ég 27...Rxb4 og var fyrsta hugmynd mín að svara 28.Hxe5 með 28...Dxe5! 29.Dxe5 Rd3 en þá getur hvítur ekki forðað drottningunni og komið í veg fyrir yfirvofandi skák og mát í borði ellegar liðstap. Hinsvegar sá ég þá að hvítur á 29.Dxb8 og sleppur við liðstap en ég vinn þó c-peðið þar sem ég hóta ennþá mát í borði. Og ætti það að vinnast á svart þó úrvinnslan yrði erfið. Hér fannst mér þó 28...Dd7 vera meira afgerandi leikur.
Hér á hvítur aðeins einn leik og hann lék honum. 29.Bc3 . Aðrir leikir ganga einfaldlega ekki. 29.Bxb4 er t.d. svarað með Dd1+ og svo Dxa4 og vinn skiptamun. Það þarf ekki að reikna mikið til að sjá að aðrir leikir eru erfiðir eða tapa hreint og beint. Nú lék ég 29...f6 því hvítur var allt í einu með counterthreat He8+ og Dxg7 mát. 30.He1 og hérna fann ég 30...Rc2! sem gerir hvítu stöðuna gríðarlega erfiða.
Doggers svaraði 31.Hf1 31.Hc1 Hb1 og svartur hótar x-rayinu 32...Dd1+ með máti. 31...Hb1 hér á hvítur líklega bara einn leik 32.Dd6 og þá á ég þvingað framhald sem lítur mjög vel út og ég valdi líka. 32...Hxf1+ 33.Kxf1 Hb1+ 34.Ke2 De8+
Hér valdi hann 35.Kf3 hinir kóngsleikirnir tapa 35.Kd2 þá kemur 35...De1+ og vinn. Ef 35.Kd3 þá Re1+ og hvítur er í vondum málum. Hér lék ég 35...Hb3 og hvítur er illa beygður. Eftir 36.Dd2 lék ég 36..Re1+ riddarinn er að sjálsögðu friðheldur útaf leppuninni. En 36...Dh5+ hefið verið einfaldari vinningur. 37.Kf4 ef 37.Kg3 þá 37...De5+ og vinn mann. 37...Rxg2+ 38.Kg3 Re1 38...De5+ hefði verið betri.
Hér lék Doggers 39.f4 en 39.f3 var síðasti séns til að láta mig hafa fyrir hlutunum. Eftir f4 skákaði ég á g6 og framhaldið rekur sig eiginlega sjálft, skákaði á g2, h3 og svo drottning af. Aldrei hægt að taka á e1 eftir Dg2+ vegna Hb1 og svo Dg1+ og tek drottninguna. Eftir 39.f3 fundum við hinsvegar nokkar skemmtilegar stöður í stúderingum eftir skákina.
Eftir 39.f3 virðist ég eiga best 39...Db8+ og eftir 40.Dd6 Dxd6+ 41.cxd6 Hxc3. 42.d7 Hxf3+
43.Kh4 43.Kg4 er fyndinn, þá kemur 43...f5+ 44.Kh4 Rg2+ 45.Kh5 Kh7! og hvítur er óverjandi mát. Nú er 43...Hd3 öruggast og eftir 44.Ha8+ Kh7 45.d8=D Hxd8 46.Rf3+ og svo ...Re5 og svartur á að vinna auðveldlega.
43...f5+ er líka fyndin tilraun. 44.d8=D+ Kh7
Hér þarf hvítur að finna eina leikinn í stöðunni til að bjarga sér......45.Hg4!!!
Svartur ætti reyndar að halda jafnteflinu en fallegur er leikurinn og liggur við að maður væri búinn að gleyma hvað er gaman að finna flotta leiki sjálfir í stúderingum. Maður notar Fritz alltof mikið. Maður á í raun að skoða skákina fyrst sjálfur og SVO með Fritz.
Jæja þetta hlýtur að vera orðið gott. Ég fæ núna á eftir ungan Íra, Ryan Rhys-Griffiths sem hefur verið að ströggla í mótinu en Hjörvar hinsvegar fær vélina Weiming Goh sem er nú þegar kominn með áfanga.
Svo krefst ég þessi Bjössi að þú sleikir mig hér í comments um hvað ég er að bjarga deginum hjá þér.....annars verður þetta síðasti pistillinn ellegar skal ég heita Magnúúúús
kveðja,
X-bitinn - Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 13:27
First Saturday #5
Æi...hvað getur maður sagt? Þó ég fá NÚLL vinninga það sem eftir lifir móts og verð heimaskítsmát í öllum þá get ég samt borið höfuðið hærra en íslenska landsliðið í knattspyrnu....og hvað þá Ívar Ingimarsson sem verður laughing stock á blooper vídeói á YouTube. Vá hvað var fyndið....horfði á þetta í gær á Vísi í lýsingu Harðar Magnússonar. Hörður er bara legend...það er bara þannig!
En snúum okkur að skákinni! Hjörvar tapaði sinni fyrstu skák í gær og það gegn þýska alþjóðlega meistaranum Dimo Werner. Mesti undirbúningurinn fór í e3 í Slabbanum þ.e. í 4. leik. Kíktum á það og Hjörvar var vel ready í mainline varíanta á borð við Bd3 og ...dxc4. Dimo hinsvegar rútíneraður sem hann er fór í setup og lék Rbd2 í stað Rc3 og upp kom nokkuð klassísk staða. Hvítur með b3-c4-d4-e3 og Bb2 Be2 og hrókana á c- og d- og svartur með svipað b6-c5-d6-e6. Í þessari skák var ég hinsvegar ekki ánægður með tímanotkun Hjörvars sem datt í gamla farið að tefla þetta eins og atskák og missti hann af Bxh7 leik sem kláraði skákina. Reyndar aðeins flýtt sér líka í miðtaflinu því eftir uppskipti þurfti hann að leik bxc5 og verða eftir með stakt c-peð. Eftir 25 leiki og tapað var Hjörvar með 1:42 á klukkunni og var ég ekki ánægður með það. Vil sjá meira af því sem hann sýndi í hinum skákunum en í þeim flestum var hann að nota tímann mjög vel!
Í dag fær Hjörvar svo frí þar sem það stendur á stöku í flokknum hans. Gaurinn frá Singapore...Goh er svo gjörsamlega að stúta þessum flokk. Með fullt hús og sé ég ekki hver á að stoppa hann nema Dimo!
Dimo hefur verið duglegur að fínpússa byrjanirnar sínar á ICC!
Ég sjálfur telfdi langa skák við IM Bela Lengyel. Ég tefldi líka við hann 2005 og þá líka með hvítu. Kíkji skiljanlega á þá skák en hann kom mér á óvart með 2...dxc4 þ.e. mótteknu drottningarbragði og í raun aftur þegar hann tefldi svo "gamla" setupið ..Bg4-e6-Rc6-Bd6 þar sem svartur reynir að leika e5. Ég fékk eitthvað smá flashback í hvernig ætti að tefla gegn því en mundi það þó ekki jafnvel og ég hefði viljað. Notaði nokkuð mikinn tíma í byrjunina en fann ágætis leið held ég. Fékk svo þægilega betra, biskupaparið og nánast enga taphættu. Vantaði kannski meiri tíma til að finna besta planið og leyfði full snemma uppskipti á drottningum. Þá voru á borðinu mislingar en ég með aðeins betra þ.e. eiginlega enga veikleika sem hægt var að ráðast á. Reyndi ég í eitthvað um 60-70 leiki að hjakkast á honum í mislingum en staðan var steindauð og jafntefli varð niðurstaðan. Hann var sjáanlega svekktur að ég væri eitthvað að reyna að hjakkast á steindauðu en hverju tapa ég á að tefla aðeins áfram stöðu sem ég get ekki tapað? Maður á í öllu falli ekki að hafa móral yfir slíku...hversu oft sjáum við erlenda skákmenn reyna þetta gegn "okkar mönnum"?
Í dag fæ ég svo andfúla hungover líbanska gaurinn. Sá náði sínu fyrsta priki í gær með jafntefli við hórumangarann Lasló Eperjesi ("Eperjesi is a pimp....MAN" - Nathan Resika FS Sept, 2002!). Stefnt verður á sigur með svörtu því þessi gaur hefur vægast sagt ekki verið að heilla mig með taflmennsku sinni. Jafntefli væri í raun slys. Ef ég skít mig í fótinn með þessum yfirlýsingum er ég þó allavega ekki ívar Ingimarsson!
Í öllu falli verð ég að klára kjappann á 4 klukkutímum því að við eigum pantað borð kl. 20:30 á Pomo'Doro sem er helvíti flottur ítalsku restaurant sem mælt er með hér. Tilefni farar okkar þangað er afmæli Grétars pabba Hjörvars. Ég ætla að tippa á hann sé að verða svona 43 ára sem myndi þá þýða að hann hafi verið 33 ára þegar hann eignaðist Hjörvar.
Annars verð ég að segja að ég kann mjög vel við mig hérna í Búdapest. Veðrið er búið að vera mjög gott og fínn hiti (þó stöku mega-skúrir með þrumum og eldingum). Hótelið er svo á mjög góðum stað. Erum frekar central, rétt hjá aðalgöngugötunni, ánni og þinghúsinu. Við hliðina á hótelinu er svo VANGEFINN kirkja og maður fyllist lotningu þegar maður sér svona fallegar byggingar. Maður getur ekki annað en hugsað til þess hversu mikil vinna hefur farið í svona byggingar á þeim tíma þegar þær voru byggðar.
Einn fylgifiskur svona stórborga en í leiðinlegri kantinum þó er að verða vitni að mikilli fátækt. Við göngugötuna er alltaf á kvöldin kona að spila á fiðlu að betla og er með barnavagn með sér. Ég hef ekki haft mig í að labba nógu nálægt til að sjá hvort það sé krakki í vagninum. Samt finnst mér sumir misnota svona góðmennsku fólks. Ef þú átt fína fiðlu og kannt að spila á hana ertu varla svo illa staddur að þurfa að biðja aðra um ölmusu? Aftur á móti eru gömlu hjónin sem basically búa í smá innskoti fyrir búðarinngang ekki að feika neitt. Maður sér þau þarna á kvöldin og morgnana en þar sofa þau, eiga teppi og hafa undir sér pappakassa. Og eru kannski með nokkrar vatnflöskur og eitthvað sem þau hafa náð í. Ímynda mér að þau eyði deginum í almenningsgarði sem er í 100m fjarlægð hjá þessum stað og komi svo aftur eftir að búðin lokar. Skildi eftir hjá þeim íslenskar rúsínur sem að mér datt allt í einu í hug því það var það eina sem ég átti upp á herbergi, leið eitthvað svo illa að sjá þau þarna. En víst ekki mikið sem maður gert nema gert sér grein fyrir þeim forréttindum að búa í velferðarsamfélagi og því að hversdagslegt væl hjá manni er bara hræsni þegar maður hugsar hvernig sumt fólk þarf að lifa.
Eitt sem við Íslendinar erum kannski ekki nógu duglegir að gera er að mingla aðeins við erlenda skákmenn þegar við erum úti. Við eigum sjaldan frumkvæðið að slíku en hérna úti hef ég spjallað nú töluvert við þrjá keppendur og allt að þeirra frumkvæði í raun. Líbýumaðurinn Imad heilsar mér alltaf og spjallar og er hinn hressasti. Hollendingurinn í flokknum mínum (sem reyndar er að standa sig mjög vel) kom og heilsaði mér og bað fyrir kveðju frá Omari Salama sem hann hafði hitt á mótinu í Salou á Spáni.
Loks spjallaði ég aðeins við Pólverjann sem flengdi mig í 3. umferð. Við vorum að horfa saman að síðust skák dagsins sem var æsispennandi. Það var stelpan sem ég tefldi við í fyrstu umferð. Skrýtin skák...fékk skítastöðu úr byrjuninni...jafnvel tapað...tókst svo að jafna taflið og fá kolunnið. Klúðraði því svo í tímahraki í jafnteflislegt og þaðan yfir í tapað. Þá tók Englendingurinn við og missti það niður í jafntefli en re-raisti það svo með því að klúðra því í tap. Síðust 2-3 sveiflurnar fóru fram í miklu tímahraki í lokin. En hvað um það. Hann rölti með mér og spjallaði og hughreysti mig nú aðeins. Sagði að hefði komið sér á óvart hversu auðveldlega hann hefði unnið því ég hefði nú allavega litið út fyrir að vera nokkuð solid í basenum. Annars er fyndið hvað það segja nánast 75% útlendinga "Reykjavik?" ef maður segist vera frá Íslandi. Ég segi bara alltaf "já já" því ekki nenni ég að fara að stafa Hafnaourfjordursenbörgkötz.
Jæja...ég er fallinn á tíma...þarf að skreppa og búa til líbanskt kebab!
mbk,
Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 11:43
First Saturday #3
Eitthvað ætlar að ganga illa hjá okkur Hjörvar að landa fyrsta vinningnum í þessu móti. Hjörvar kominn með þrjú jafntefli og ég tvö og eitt tap. Ég tapaði illa í gær eins og ég kom inná í síðasta innskoti fyrir pólska pizzasendlinum Michail Luch. Tefldi ég eins og argasti flóðhestur og fór niður í logum í 19. leikjum með hvítu eins og einhver 1600 stiga maður (með fullri virðingu fyrir 1600 stiga mönnum ). Sannarlega einhver versta skák sem ég man eftir hjá mér hin síðari ár og best að gleyma henni bara sem fyrst (en þó ekki án þess að læra af eigin mistökum!).
Í dag fæ ég gamlan (P)ungverskan IM að nafni Peter Hardicsay. Sá ég hann í fyrsta skipti í gær því hann mætti ekki í fyrstu tvær umferðirnar. Ástæðan fyrir því er að hann var að tefla við hina ungversku IMmana í flokknum, Eperjesi og Lengyel, og virðist yfirleitt raunin vera þannig að þeir semja bara án þess að tefla. Ekki fékk hann nú mikið meira að tefla í gær en líbanski skákmaðurinn í flokknum mínum mætti ekki til leiks í gær. Raunar varð það raunin með 2-3 líbanska skákmenn í viðbót en stór hópur af þeim er mættur hér til leiks. Hardicsay sat á borðinu við hliðina á mér og alltaf þegar maður gjó augunum yfir á borðið hans gaf hann international merki um að "hella í sig" og skellihló. Hress gaur og þurfti mikið að tjá sig, vildi meina að Líbýu mennirnir væru að nota tækifærið til að komast úr landi og drekka í laumi því ég veit ekki betur en þeir megi ekki drekka í heimalandi sínu.
Hjörvar tefldi eins ég sagði í gær við Bandaríkjamanninn Nick Adams. Ekki varð neitt úr undirbúningnum því Adams bryddaði upp á hinum eiturhvassa leik 1.d4 d5 2.e3!?!! og toppaði hinn heilaga hvassleika með 1.d4 d5 2.e3 Rf6 3.Rf3 c6 4.c4 e6 5.Rbd2!! Svona hægt uppbyggingarsystem og svo sem ekkert við því að segja. Hvítur fékk auðvitað ekki neitt úr byrjuninni og staðan e.t.v. í jafnvægi þegar Hjörvar fann ...Bg5 sem veitti honum frumkvæði og á endanum komst Hjörvar í mjög vænlegt endatafl sem hlýtur með bestu taflmennsku að vera unnið. Hjörvar hinsvegar sleppti honum úr snörunni að þessu sinni og þriðja jafnteflið varð staðreynd.
Í dag er það svo FM Zoltan Csapo með hvítu. Við gerum ráð fyrir kóngsindverskri vörn og þá er ætlunin að tefla Saemisch en Csapo þessi virðist geta teflt eitthvað frumlega svokölluð steypu system, t.d. 1.d4 b5 gegn Dimo Werner árið 2006. Ég spái að Hjörvar vinni í dag. Hlýtur að fara að detta inn hjá stráknum og hann á það líka alveg skilið.
Í dag verður svo gaman að fylgjast með sápuóperunni um Líbýumennina. Nagy var sannarlega ekki sáttur enda er Líbýumennirnir með einhvern mótþróa með að borga. Þeir eru víst 10-11 talsins og eiga bókað hótel í 30 daga. Skilst að það séu 13.000 EUR sem þeir eru ekki alveg tilbúnir að punga út. Nagy sagðist ætla í hart ef það gengi ekki og skilst mér að það sé police en ekki lambúshetta eins og Emory Tate vildi meina þegar hann var með sögur á Rvk International.
Ég kveð ykkur í dag með mynd af andstæðingi mínum í 2. umferð, Istvan Mayer.
mbk,
Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 09:20
Tvífarar #3
Igor Alexandre-Nataf og Borat. Vantar bara skeggið og brosið á Nataf. Mannfyrirlitningar lærlingurinn minn hann Hjörvar kom með þennan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 16:59
Skák er ömurleg *tómt*
Fyrirsögnin hér að ofan er gjarnan notuð af okkur skákmönnum þegar illa gengur á mótum og við þurfum að tjá okkur um það á skákhorninu. Ótrúlegt hvað skák getur verið skrýtin. Fyrir rúmum mánuði síðan tefldi ég í tveim mótum heima á Íslandi sem gengu skínandi vel, fékk áfanga í öðru og hækkaði samtals um 42 elóstig sem er mjög mikið stökk að taka á einum lista. Þegar ég var að tefla þá var sjálfstraustið í bullandi hámarki og nánast allt gekk upp. Nú, rúmum mánuði síðar, er ég með 1 af 3 gegn frekar veikum andstæðingum og búinn að tefla nánast eins og algjör spassi og einbeitingin ömurleg. Nú rétt áðan tapaði ég með hvítu í 19 leikjum í einni ömurlegustu skák minni lengi. Hef þar að auki ekki tapað með hvítu nema einu sinni áður síðustu 20-30 skákir. Það sem verra er að andstæðingur minn í dag lék bara eðlilegum leikjum sem ég hefði leikið líka. Hvernig fer maður að þessu? Er þetta allt sálrænt?
Jón Viktor félagi minn lenti í svipuðu. Í áðurnefndum mótum heima á fróni, Kaupþingsmótinu og svo Rvk International átti Jón svipaða svart/hvítt frammistöðu. Í fyrra mótinu skeit hann algjörlega á sig, svo illa að hann ætlaði hreinlega ekki að vera með í seinna mótinu. Hann var hinsvegar hálf þvingaður til þess og viti menn....Jón teflir eins og engill og tryggir sér sinn fyrsta stórmeistaraáfanga!
Hér gæti verið að við Jón þjáumst af svipaðri sálrænni klemmu. Ef við erum með of mikinn metnað og setjum of mikla pressu á sjálfa okkur gengur okkur e.t.v. frekar illa. Ég held að það hafi átti við fyrra mótið hjá Jóni og ég var með svipaðar væntingar áður en ég kom hingað út. Munurinn á hugarfarinu hjá mér núna og fyrir mótin heima var að heima ætlaði ég bara að hafa gaman að þessu og setti enga pressu á sjálfan mig. Jón að sama skapi tefldi greinilega seinna mótið algjörlega pressulaus því hann var búinn að skjóta niður eigin væntingar í fyrra mótinu.
Þannig að nú ætla ég bara að hætta að vera með of miklar pælingar og hreinlega hafa gaman af restinni af mótinu. Ég er búinn að skoða aðeins hvar ég lék af mér í byrjuninni í dag og ætla að kíkja aðeins á andstæðinginn fyrir morgundaginn. Höfum gaman að þessu!
Skák er skemmtileg,
Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 11:54
First Saturday #2
Jæja þá er spurning hvort maður þori að halda áfram að blogga hér frá Búdapest....erki-sjítaklerkurinn Muhammed Al-TorfStef er búinn að lýsa yfir jihad á mig fyrir mannfyrirlitningu á skákhorninu. Ég ætla samt að reyna að halda mínu striki
Í gær var semsagt komið að annarri umferð hjá okkur félögunum hér í Búdapest. Áður en lengra er haldið er rétt að skella inn einni mynd af Hjörvari í Kaupþingsbolnum því ekki má gleyma þakklæti við styrktaraðila vorra!
Hjörvar fékk hinn reynda dr. Evarth Khan sem teflt hefur á First Saturday mótum í hálfan annan áratug. Hjörvar lék 1.c4 og undirbúningur okkar hafði að mestu snúist um Kóngsindverja eins og sagði í fyrri pistli. Evarth grunaði líklegast Hjörvar um græsku og sýndi þar ákveðinn rebbahátt að búast við erlendum pjakk vel undirbúnum. Khan valdi 1...e5 og snemma kom upp original staða úr enskum leik og held ég að Khan hafi leikið nýjung í 5-6. leik. Hjörvar tefldi skákina bara glymrandi vel og þegar ég sá stöðuna í miðtaflinu var Hjörvar kominn með biskupaparið og mjög þægilega stöðu sem var nánast ekki hægt að tapa. Á endanum var skipt upp og Hjörvar reyndi að vinna vænlegt endatafl en það tókst ekki. Vel tefld skák engu að síður þar sem hann var aldrei í taphættu og pressaði til vinnings gegn reyndum alþjóðlegum meistara. Aftur notaði hann tímann vel og virðist vera að þroskast að einhverju leyti með tímanotkun. Með smá meiri reynslu hefði þetta endatafl líklegast unnist.
Í dag mætir Hjörvar hinum bandaríska Nick Adams (2218) með svörtu. Hann teflir ávallt 1.d4 en teflir einstaklega leiðinlega þar sem hann steindrepur alltaf á d5 í Slabbanum og mætir t.a.m. Benko/Benoni 1.d4 Rf6 2.c4 c5 með 3.e3 sem er einstaklega steingeldur chicken leikur. Hjörvar vildi ekki tefla uppskiptaafbrigðið í Slabbanum þar sem hann vill vinna kauða (hann vill alltaf vinna!) og er planið að tefla 1.d4 d5 2.c4 e6 3.Rc3 c6 en þá drepur Adams á d5 í 4. leik og ætlar Hjörvar þá að taka með e-peði. Þetta er ekki góð leikjaröð á hvítt til að komast í hefðbundið drottningarbragð og gefur svörtum ýmsa möguleika svosem ...Bd6 og ...Re7 þ.e. uppskiptaafbrigði Caro-Kann með skiptum litum. Eftir sem áður slightly geldar stöður en allavega er peðastaðan ekki symmetrískt líkt og í uppskiptaafbrigði Slabbans.
Í gær tefldi ég við Fide meistarann Istvan Mayer. Sá hefur ekki teflt í 10 ár, allavega miðað við base-inn þá eru síðustu skákir hans 1997 en hann tefldi þó hér í maí 2007. Með fullri virðingu fyrir útliti hans grunar mig þó að hann hafi á þessum tíma tekið þátt í uppfærslu Búdapestarballetsins á Fílamanninum. Hann tefldi e4 og ég svaraði með Frakkanum. Fékk á mig advance variation eins og ég hafði búist við en ruglaði saman varíöntum. Ætlaði að prófa Rge7-g6 planið en var eitthvað fljótfær því það er aðeins gott gegn Be2 en hann hafði leikið Bd3. Hann refsaði mér nokkuð vel fyrir það með vel tímasettum h4 leik sem var gervi-peðsfórn. Ég lenti í þröngri og erfiðri stöðu og missti af eina tækifærinu til að drepa á h4 seinna í framhaldinu en þá sá ég ekki leið sem Fritz benti mér svo á eftir skákina en þá leið var mjög erfitt að koma auga á. Andstæðingi mínum verð ég nú að hrósa fyrir að tefla hreinlega bara mjög vel og ég var kominn í það mikla klemmu að ég varð að fórna skiptamun fyrir litlar bætur. Sem betur fer var andstæðingur minn líka í tímapressu og loks byrjaði hann að klúðra aðeins og ég jafnaði taflið og fékk jafnvel betra og átti eina mjög vænlega leið sem ég missti af. Að lokum áttum við báðir innan við 2 mínútur eftir í stressandi stöðu þegar upp kom þráleikur sem við vorum báðir fegnir að var til staðar. Stressandi skák og var ég heppinn að sleppa með pulsu í henni.
Á eftir fæ ég IM Michail Luch frá Póllandi sem er held ég stigahæstur í flokknum með 2336. Reyndar er ég í töluvert veikari flokki heldur en Hjörvar og ef stigagróðinn minn úr Kaupþingsmótinu og Rvk International væri kominn inn væri ég stigahæstur með 2341. Hjá Hjörvari eru hinsvegar M.Galyas 2444 og D.Werner 2385. Báðir eru þeir mjög sterkir og rútíneraðir alþjóðlegir meistarar. Þar að auki er hinn efnilegi K.Goh frá Singapore sem í gær ruslaði upp Kaufman frá Bandaríkjunum í 16-17. leikjum með svörtu. Í öllu falli sannarlega meira scary flokkur hjá Hjörvari. Líklegast er að tefldur verði drottningarindverji hjá mér en ég er ekki alveg harðákveðinn í hvort ég tefli það eða komi honum á óvart með 1.e4 og smá pet variation gegn Sikileyjarvörn (ekki 2.a3 og ekki 2.b3 btw).
Ég fór aðeins út að ganga áðan og veðrið er heldur betur að taka við sér. Nú er bara sól eins og maður sé á Mallorca og þurfti ég að stoppa tvisvar í göngutúrnum og fá mér ískaldan Evian. Alltaf virðist eitthvað vera um að vera hér og í gær mættum við endamörkum í maraþonhlaupi við þinghúsið. Í göngutúrnum áðan sá ég svo risastóran bókamarkað sem búið er að setja upp hér á torgi við eina af aðalgöngugötunum.
Loks er hér mynd af Hjörvari að tafli við Asabri Hussein í fyrstu umferð. Hussein var eins og alþjóð veit sýknaður af ákærum um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september.....
.......NOT
með kveðju frá Búdapest,
Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 11:44
First Saturday í Búdapest #1
Undirritaður og Hjörvar Steinn Grétarsson erum þessa stundina staddir í Búdapest þar sem við tökum þátt í First Saturday mótinu fræga. Báðir gerðum við jafntefli í gær í fyrstu umferð. Hjörvar fékk svart á skákmann frá Líbýu og tefldu þeir Cambridge Springs og fylgdu lengi vel skákinni E.Lasker-E.Lasker (Eduard og Emanuel ;-) ) þangað til Hjörvar breytti útaf með ...Rd3 í stað ...He8 (skákir verður hægt að nálgast á http://www.firstsaturday.hu/). Hjörvar tefldi skákina prýðilega og var kominn með slightly betra en urðu mislagðar hendur og þurfti þess í stað að berjast fyrir jafntefli sem hann gerði vel. Notaði tímann vel og margt jákvætt við skákina hjá honum.
Á eftir mætir Hjörvar Evarth Khan sem er IM sem hefur teflt á þessum mótum skuggalega lengi. Vel rútíneraður en ekkert skrímsli. Ég tefldi við hann fyrir 4 árum og var með fína stöðu en klúðraði og minnir mig að Sigurður Daði hafi líka teflt einu sinni við hann og tekið hann. Í öllu falli hefur undirbúningur okkar að mestu farið í Kóngsindverska vörn sem Khan teflir mest og er það mitt mat að hann tefli það gegn 2156 pjakk sem hann HELDUR að hann sé að fara að vinna! Einnig höfum við kíkt lítillega á Slabbann og 1...c5 en Hjörvar mun nota 1.c4 leikjaröð. Khan teflir alltaf Rc6, a6, Hb8 gegn Saemisch afbrigðinu og fór undirbúningurinn að mestu í Hb1 gegn því sem að sjaldgæf leið en góð að mínu mati og verð ég bara að standa og falla með því.
Ég sjálfur fékk WGM (kvennstórmeistara) frá Hong Kong að nafni Anya Corke með 2154 stig!? Oft er ekki að marka titla frá svæðum á borð við Asíu, Afríku og S-Ameríku því að fólk fær oft IM og WGM titla með því að vinna ekkert svo sterk unglinga og/eða svæðamót. Í öllu falli var ég var um mig því hún var eitthvað að sniglast með hinum efnilega Kevin Goh frá Singapore sem er í IM flokki Hjörvars. Veit ég að hann er þjálfaður af Tibor Karolyi sem er þekktur ungverskur þjáflari og regular skrifari í NIC árbækurnar. Sá hann líka koma að fylgjast með okkar skák. Í öllu falli óþægilegur andstæðingur í fyrstu umferð, þ.e. up-and-coming Asíubúi með lág stig. Bjössi ætti að kannast við þá gryfju frá 2003 þegar hann vanmat Víetnama með 2157 ca. sem svo nánast ruslaði upp flokknum.
En að skákinni þá. Ég var var um mig fyrirfram en svo fannst mér hún tefla byrjunina illa og gefa mér mikið frumkvæði auk þess sem ég var strax kominn með mun betri tíma. Þá kom einhver skrýtinn kafli hjá mér. Ég var með +20 mín á klukkunni en næstu 4-5 leiki eyddi ég miklum tíma í að reyna að finna afgerandi leið til að hreinlega klára dæmið fyrir Chicago. Eitthvað var einbeitingin léleg hjá mér á þessum tíma því að í hvert skipti sem að ég var djúpt sokkinn í að reikna eitthvað færðist yfir mig óstjórnleg ólykt en það var frá Líbýu manninum á borðinu við hliðina á mér sem greinilega er að reyna við heimsmetið í andfýlu!! Mér er það stórlega til efs að önnur eins ólykt hafi komið upp úr lifandi manni á þessari jarðkringlu. Kvíði ég mikið að mæta þessum meistara síðar í mótinu! En niðurstaðan úr þessu varð að ég var allt í einu kominn í bullandi tímahrak átti aðins 16 mínútur eftir gegn 1:14 hjá þeirri asísku. Þar að auki hafði mér ekki tekist að nýta stöðuyfirburðina og var jafnvel kominn með slightly verra. Ég varð að lokum að sætta mig við jafntefli í 30. leik sem eru ákveðin vonbrigði með hvítu gegn svo stigalágum andstæðingi en þó engin katastrófa.
Skákin mín var búin nokkuð á undan skák Hjörvars og lenti ég á spjalli við annan skákmann frá Líbýu sem bað mig að sýna sér skák dagsins og var hinn áhugasamasti að spjalla. Gerðum við það og renndum aðeins yfir skákina og ég að lokum kynnti mig og rétti fram spaðann. Í annað skiptið þennan dag (líka gegn stelpunni frá Hong Kong) fékk ég svona asíu/miðausturlanda höfnun þegar ég tók einhvern veginn í hálf kreppta greipina á þessum ágætu skákmönnum. Án þess að vera vel að mér í austurlandafræðum þá er þetta líklegast af því að "þetta fólk" er vant því að þrífa á sér óæðri endann með þessari hönd og því hún almennt talin óhrein. Gætu e.t.v. fróðari menn frætt mig um þetta....Snorri? Við þetta má bæta að myndin hér að ofan er úr Rvk Open 2006 þar sem ég tefldi gegn Knarik Mouradian frá LIB sem ég hélt að væri Líbýa en reyndist vera Líbanon þar sem ég sagði við ofangreindan Líbýu (LBA víst!) mann að ég hefði teflt við samlöndu hans en hann hafnaði því þar sem hann kannaðist við hana....hafði teflt við hana líka! Lítill heimur sannarlega og gaf hann mér forláta bulletin úr einhverskonar Arabic Cities móti þar sem var einmitt mynd af þessari Mouradian.
Í öllu falli fer vel um okkur hér í Búdapest. Veðrið hefur verið gott ekki of heitt en mjög gott og hótelið sem við erum á er nokkuð gott, nýuppgert og nýopnað. Loftkæling er til staðar sem er mui importante og svo lumuðu þeir meira að segja á sæmilegustu internettengingu! Svo er hálfgert stuð hérna í nágrenni við okkur. Í gönguleið okkar á skákstað er almenningsgarður þar sem er hálfgerð útihátíð í gangi...eitthvað festival sem átti að standa yfir 1-2. júní. Tónleikahald og tjöld með bjór og allskonar veitingum.
Frá Búdapest,
Ingvar Þór Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 23:37
Nei!
Sevilla heldur enn í vonina um að hampa spænska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir sigur á Zaragoza í kvöld. 2:1.
Ég horfði á þennan leik og nema ég sé að tapa mér endaði hann 3-1 fyrir Sevilla!
Sevilla heldur í vonina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 15:22
Tvífarar #2
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban