Leita í fréttum mbl.is

First Saturday #8-9

Jæja...ætli maður verði ekki að reyna að bjarga vinnudeginum hjá Bjössa. Það er mismunandi þunglyndið sem menn þurfa að glíma við. Bjössi hamast á refresh að vona að það sé kominn pistill á meðan gamall heimilislaus maður situr undir regnhlíf sem hann notar sem sólhlíf og reynir að komast í gegnum daginn með hundinum sínum sem reynir að nota skuggann líka. Smásálin ég má ekkert aumt sjá þannig að ég keypti handa manninum vatn og banana og gaf honum smá aura sem skipta mig litlu en viðbrögð mannsins glöddu mitt mannshjarta. Vonandi bjarga ég deginum líka hjá Birni með pistli þessum!

Á sunnudaginn tapaði ég gegn Ervin Tóth. Ungum pung með 2300 sem greinilega kann að tefla. Var með einhverjar skákir úr GM grúppu fyrr á árinu og búinn að standa sig vel í IM flokknum núna. Aftur tefldi ég eins og flóðhestur líkt og gegn Luch og í báðum tilfellum klúðraði ég byrjuninni algjörlega og var tapandi tempóum og einhver vitleysa í bæði skiptin þó ég vissi betur en í bæði skipti einhvern veginn datt mér bara ekkert betra í hug. Lélegt hugarfar og lélegur undirbúningur í bæði skiptin.


Það er greinilega ekki nóg að vera klæddur eins og sigurvegari! (hint: ÍTALÍA)

Það fór öllu betur hjá Hjörvari í áttundu umferð.  Hann tók Sandor Farago og bakaði hann. Fyrir umferðina peppaði ég hann upp með kveðju frá Birni Ívar um að hann Sandor væri bara "muppet" sem notaði of mikinn tíma. Hjörvar búinn að finna nánast nákvæmlega út hvað líklegast væri að Farago myndi tefla og hreinlega sá bara á svipnum á honum að hann hafði ekkert annað þegar út í skákina var komið. Svo er verið að hrósa manni fyrir undirbúning á stráknum og nota það sem afsökun að ég sé bara með 50% og hafi ekki tíma til að undirbúa mig sjálfur. Hið rétta er að ég hef alveg nægan tíma og að Hjörvar er nánast að verða sjálfbjarga með undirbúning. Greinilegt að Snorri hefur kennt honum vel að nota Chessbase og Opening Reports og fleira. Ég lít meira á mitt hlutverk orðið sem aðhald og vonandi maður nái að skila einhverju. Strákurinn er á svo hraðri uppleið að maður vonar bara að maður nái að stimpla inn einum og einum punkti sem skilar sér.

Hjörvar 6
Það styttist í að þetta dýr fari að máta okkur FM-ana reglulega Frown

Í gær var svo komið að 9. umferð. Fyrir hana kom Nagy að máli við mig og sagði "I saw your blog"
Ingvar(....fyrsta hugsun): "fokk ég er dauður".   (Ég náttúrulega panickaði en hélt kúlinu) "yessss.....where did you find that?"
Nagy: "Morfius told me on ICC" (þú ert dauður Jón)
Ingvar: "yesssss interesting"

Þar sem sá stóri er líklegur til að halda áfram að lesa er best að hafa ekki meira á ensku! Allavega spurði hann út í undarlegu myndirnar. Ég fullvissaði hann um að allir skildu nú að þetta væri allt saman húmor.

Í öllu falli þá á ég það til að detta í það að pulsa mig út úr mótum þegar ekkert sérstaklega gengur. Í gær var ég hinsvegar einstaklega vel motivated. Ákvað í fyrsta lagi að tefla bara Skandinavann. Doggers_PeterÁstæðan fyrir því er að ég tel þennan Peter Doggers vel stúderaðan. Á hann m.a. nokkar greinar í New In Chess og eins á hann og skrifar á síðuna www.chessvibes.com sem er einmitt hin prýðilegasta síða sem er vel þess virði að gera sér ferð á.  Undirbúningur var því í minnsta móti og einbeitti mér frekar að því að vera með gott og rétt hugarfar.  Byrjanaval mitt virtist koma honum á óvart og ég fékk loksins stöðu sem ég kunni vel við. Hann lék ónákvæmum leik snemma og ég fékk aðeins betra á svart.  Trick #2 var svo sálfræðihernaður. Hvað er betra gegn Hollendingi en að mæta í appelsínugulum bol sem einmitt er landsliðslitur Hollendinga. Tel ég að ég hafi svæft í honum baráttuþrekið þannig.  Trick #3 var að mæta snemma og spjalla við hann og vera friendly. Þorfinnsbræður fá credit fyrir þetta sálfræðitrikk en það drepur einmitt alla löngun í bræðrunum að líta á þig sem andstæðing ef mmaður nær að spjalla og vera nógu friendly við þá fyrir skák Wink

Hollenskur
Sálfræði 101

Ég ætla að sýna nokkrar búta úr þessari skák en fyrst ætla ég að afgreiða Hjörvar. Að þessu sinni var það FIDE meistarinn Raymond Kaufman frá Bandaríkjunum. Þeir skiptu snemma upp á drottningum og hélt ég að staðan væri þægileg á Hjörvar(með hvítt).  Hjörvari hinsvegar skrikaði illa fótur og var tekinn í einhverja taktík. Skömmu síðar var Hjörvar með vægast sagt koltapað, 2 peðum undir í endatafli og Kaufman m.a. með tvö samstæð h- og g- peð.  Okkar maður hinsvegar barðist áfram og loks klúðraði Kaufman einu peði of eftir var hróksendatafl með h- og c- peð gegn a-peði Hjörvars. Mér fannst Hjörvar tefla aðeins of hratt í byrjun á krítíska partinu á því endatafli en hann virtist engu að síður hafa þetta allt á hreinu og náði auðveldu jafntefli. Gott baráttujafntefli og verður þetta að teljast frábært mót ef hann nær fínum úrslitum í tveim síðustu!

En aðeins að skákinni minni. Ég fékk nokkuð þægilega stöðu eftir byrjunina.

ingvar_doggers_1

Svartur stendur aðeins betur. Ástæður fyrir því tel ég nokkrar. Í fyrsta lagi er d4 veikari heldur en c7 sem mjög auðvelt er að valda. d5 reiturinn er mjög sterkur "outpost" sem ég mun alltaf hafa. e5 og c5 eru ekki jafn veikir því að ég get alltaf drepið þar riddarann með biskup og sit eftir með góðan riddara gegn biskup sem grípur í tómt. Eins er biskupinn minn betri því hann getur ráðist t.d. d4 peðið og eftir atvikum haft áhrif á drottningarvæng á meðan hvíti biskupinn er hálf passífur. Síðast en ekki síst hef ég b-línuna og einfalt plan að fara í minnihlutaáras á drottningarvæng og reyna að skapa þar veikleika. Næst grípum við niður þegar smá "action" var að færast í leikinn.

ingvar_doggers_2

Hér lék ég 27...Rxb4 og var fyrsta hugmynd mín að svara 28.Hxe5 með 28...Dxe5! 29.Dxe5 Rd3 en þá getur hvítur ekki forðað drottningunni og komið í veg fyrir yfirvofandi skák og mát í borði ellegar liðstap. Hinsvegar sá ég þá að hvítur á 29.Dxb8 og sleppur við liðstap en ég vinn þó c-peðið þar sem ég hóta ennþá mát í borði. Og ætti það að vinnast á svart þó úrvinnslan yrði erfið. Hér fannst mér þó 28...Dd7 vera meira afgerandi leikur.

ingvar_doggers_3

Hér á hvítur aðeins einn leik og hann lék honum.  29.Bc3 . Aðrir leikir ganga einfaldlega ekki. 29.Bxb4 er t.d. svarað með Dd1+ og svo Dxa4 og vinn skiptamun. Það þarf ekki að reikna mikið til að sjá að aðrir leikir eru erfiðir eða tapa hreint og beint. Nú lék ég 29...f6 því hvítur var allt í einu með counterthreat He8+ og Dxg7 mát. 30.He1 og hérna fann ég 30...Rc2! sem gerir hvítu stöðuna gríðarlega erfiða.

ingvar_doggers_4

Doggers svaraði 31.Hf1 31.Hc1 Hb1 og svartur hótar x-rayinu 32...Dd1+ með máti. 31...Hb1 hér á hvítur líklega bara einn leik 32.Dd6 og þá á ég þvingað framhald sem lítur mjög vel út og ég valdi líka. 32...Hxf1+ 33.Kxf1 Hb1+ 34.Ke2 De8+

ingvar_doggers_5

Hér valdi hann 35.Kf3 hinir kóngsleikirnir tapa 35.Kd2 þá kemur 35...De1+ og vinn. Ef 35.Kd3 þá Re1+ og hvítur er í vondum málum. Hér lék ég 35...Hb3 og hvítur er illa beygður. Eftir 36.Dd2 lék ég 36..Re1+ riddarinn er að sjálsögðu friðheldur útaf leppuninni. En 36...Dh5+ hefið verið einfaldari vinningur. 37.Kf4 ef 37.Kg3 þá 37...De5+ og vinn mann. 37...Rxg2+ 38.Kg3 Re1 38...De5+ hefði verið betri.

ingvar_doggers_6

Hér lék Doggers 39.f4 en 39.f3 var síðasti séns til að láta mig hafa fyrir hlutunum. Eftir f4 skákaði ég á g6 og framhaldið rekur sig eiginlega sjálft, skákaði á g2, h3 og svo drottning af. Aldrei hægt að taka á e1 eftir Dg2+ vegna Hb1 og svo Dg1+ og tek drottninguna. Eftir 39.f3 fundum við hinsvegar nokkar skemmtilegar stöður í stúderingum eftir skákina.

Eftir 39.f3 virðist ég eiga best 39...Db8+ og eftir 40.Dd6 Dxd6+ 41.cxd6 Hxc3. 42.d7 Hxf3+

ingvar_doggers_7

43.Kh4 43.Kg4 er fyndinn, þá kemur 43...f5+ 44.Kh4 Rg2+ 45.Kh5 Kh7! og hvítur er óverjandi mát. Nú er 43...Hd3 öruggast og eftir 44.Ha8+ Kh7 45.d8=D Hxd8 46.Rf3+ og svo ...Re5 og svartur á að vinna auðveldlega.

ingvar_doggers_8

43...f5+ er líka fyndin tilraun. 44.d8=D+ Kh7

ingvar_doggers_9

Hér þarf hvítur að finna eina leikinn í stöðunni til að bjarga sér......45.Hg4!!!

Svartur ætti reyndar að halda jafnteflinu en fallegur er leikurinn og liggur við að maður væri búinn að gleyma hvað er gaman að finna flotta leiki sjálfir í stúderingum. Maður notar Fritz alltof mikið. Maður á í raun að skoða skákina fyrst sjálfur og SVO með Fritz.

Jæja þetta hlýtur að vera orðið gott. Ég fæ núna á eftir ungan Íra, Ryan Rhys-Griffiths sem hefur verið að ströggla í mótinu en Hjörvar hinsvegar fær vélina Weiming Goh sem er nú þegar kominn með áfanga.

Svo krefst ég þessi Bjössi að þú sleikir mig hér í comments um hvað ég er að bjarga deginum hjá þér.....annars verður þetta síðasti pistillinn ellegar skal ég heita Magnúúúús

Magnús
magnúúúúúúúúus

kveðja,

X-bitinn - Ingvar Þór Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björnsson

Bjössi klikkaði.....................og engir fleiri pistlar

Gunnar Björnsson, 14.6.2007 kl. 12:40

2 identicon

Hey Ingvar...hvernig eru hórurnar í Búda ?

Dóri (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband