Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu kaup Eggerts

Mér líst vel á þessi kaup og vonandi að þetta blási nýju lífi í mína menn. Etherington hefur einhvern veginn ekki verið að spila nálægt sínum potential. Það er ósköp einfalt að það þarf að blása einhverju nýju lífi og sjálfstrausti í þetta lið og ná upp smá góðu runni.

Það myndi svo ekki særa tilfinningar mínar að fara að fá Dean Ashton aftur og svo að Tevez og Mascherano færu nú að láta til sín taka...þó að það sé nú ólíklegra í tilfelli þess síðarnefnda.


mbl.is Boa Morte gengur til liðs við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dallas með besta vinningshlutfallið í NBA

Þetta er í annað skiptið í vetur sem Dallas vinna 12 leiki í röð.  Ég verð að segja að mér finnst Dallas liðið stórskemmtilegt og skemmtilegast að fylgjast með framgöngu þeirra og svo Phoenix Suns. Mínir menn verða samt eftir sem áður Chicago Bulls en því miður þá er ekki líklegt að þeir challengi titilinn alveg á næstunni.

Dallas fór í úrslitin í fyrra og fannst mér þeir verðskulda titilinn. Þeir unnu fyrstu tvo leikin AUÐVELDLEGA og voru gjörsamlega með þriðja leikinn í hendi sér einhverjum hátt í tuttugu stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta en létu þá Miami koma til baka og fá smá momentum. Miami liðið náði svo að stela titlinum eftir hreint frábæra frammistöðu hjá Dwayne Wade og hef ég ekki séð annað eins síðan MJ var og hét.

Miami er gjörsamlega óþekkjanlegt það sem af er vetrar og held ég að meistarinn hljóti að koma úr vestrinu í ár. Það sem Dallas bætti einna helst í fyrra var varnarleikurinn og var það lykilatriði til að gera alvöru contender úr Dallas sem þegar hafði á að skipa stórskemmtilegu sóknarliði sem Don Nelson hafði þróað. Avery Johnson er hinsvegar að gera frábæra hluti með þetta lið. Það sem einna helst gæti háð Dallas er breiddin og svo það að þeir treysta mjög mikið á skot fyrir utan.

Hinsvegar verð ég að segja að Dirk Nowitski er að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum. Þvílíka úrslitakeppnin sem hann átti í fyrra og ég get varla beðið eftir úrslitakeppninni í ár. Josh Howard og Jason Terry eru svo valkostir númer 2 og 3. Devin Harris og E.Dampier fylla svo upp í byrjunarliðið en eftir það voru þeir frekar þunnir í fyrra. Stackhouse var aðalmaðurinn af bekknum og var sterkur í playoffs en hefur verið meiddur mikið í ár skilst mér. Dallas náðu reyndar í reynda menn í Anthony Johnson og Austin Croshere og það gæti skilað sér í úrslitakeppninni.

Fánýtur fróðleikur: Ég kalla Dirk Nowitski "Dirka Dirka" og vísa þar í ákveðið atriði í kvikmyndinni Team America World Police.


mbl.is NBA: Enn vinnur Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

West Ham pirringur

Þeir sem þekkja mig vita að ég held með West Ham og hef gert frá því að ég man eftir mér. Mér finnst það kúl ... það halda allir með einhverjum toppliðum en mér finnst alvöru að halda með liðum eins og West Ham og mínu uppeldisfélagi Þrótti í gegnum súrt og sætt. Það verða einhvern veginn skemmtilegri góðu stundirnar sbr. næstum því góða stundin í bikarúrslitunum í fyrra sem Gerrard þurfti að eyðileggja í blálokin ;-(

En nóg um það. Árangur liðsins í ár er svo arfaslakur að maður getur á varla orð yfir þetta. Nú síðast var það 6-0 afhroð gegn spútnikliði Reading. Maður skilur varla hvað vandamálið er í herbúðum liðsins, ekki er það mannskapurinn frekar en síðast þegar liðið féll (Joe Cole, Carrick, Glen Johnson, Defoe, Kanoute þarf varla að rifja það upp).  Svo var snemma á tímabilinu bætt í hópinn tveim argentískum stórstjörnum og nú síðast vill Mascherano fara frá liðinu af því að hann fær ekkert að spila!! (http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1245129).  Maður skilur ekkert í þessu...af hverju er þessum mönnum ekki bara hent inná og þeir látnir venjast boltanum? Mascherano var lykilmaður í frábæru liði og miðju Argentínu á HM og Tevez var sömuleiðis mjög frískur.

 Góðu fréttirnar eru þó þær að sultulið eins og Sheffield United og Watford sem hægt er að draga niður í svaðið eru upp í ár (Charlton reyndar fyrir neðan Sheff. Utd eins og er) en hinsvegar eru orðin 4 stig í að komast úr fallsæti og ekki alveg ljóst hvaða lið er hægt að senda niður...allavega þarf mikið að gerast svo að ég þurfi ekki enn eina ferðina að sætta mig við að liðið mitt falli um deild.


X-hvað?

Dömur mínar og limir. Það eru 6 hliðar á teningi. Hér er minn vettvangur til að pirrast út í samfélagið og tilveruna.

« Fyrri síða

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband