3.6.2007 | 11:44
First Saturday í Búdapest #1
Undirritaður og Hjörvar Steinn Grétarsson erum þessa stundina staddir í Búdapest þar sem við tökum þátt í First Saturday mótinu fræga. Báðir gerðum við jafntefli í gær í fyrstu umferð. Hjörvar fékk svart á skákmann frá Líbýu og tefldu þeir Cambridge Springs og fylgdu lengi vel skákinni E.Lasker-E.Lasker (Eduard og Emanuel ;-) ) þangað til Hjörvar breytti útaf með ...Rd3 í stað ...He8 (skákir verður hægt að nálgast á http://www.firstsaturday.hu/). Hjörvar tefldi skákina prýðilega og var kominn með slightly betra en urðu mislagðar hendur og þurfti þess í stað að berjast fyrir jafntefli sem hann gerði vel. Notaði tímann vel og margt jákvætt við skákina hjá honum.
Á eftir mætir Hjörvar Evarth Khan sem er IM sem hefur teflt á þessum mótum skuggalega lengi. Vel rútíneraður en ekkert skrímsli. Ég tefldi við hann fyrir 4 árum og var með fína stöðu en klúðraði og minnir mig að Sigurður Daði hafi líka teflt einu sinni við hann og tekið hann. Í öllu falli hefur undirbúningur okkar að mestu farið í Kóngsindverska vörn sem Khan teflir mest og er það mitt mat að hann tefli það gegn 2156 pjakk sem hann HELDUR að hann sé að fara að vinna! Einnig höfum við kíkt lítillega á Slabbann og 1...c5 en Hjörvar mun nota 1.c4 leikjaröð. Khan teflir alltaf Rc6, a6, Hb8 gegn Saemisch afbrigðinu og fór undirbúningurinn að mestu í Hb1 gegn því sem að sjaldgæf leið en góð að mínu mati og verð ég bara að standa og falla með því.
Ég sjálfur fékk WGM (kvennstórmeistara) frá Hong Kong að nafni Anya Corke með 2154 stig!? Oft er ekki að marka titla frá svæðum á borð við Asíu, Afríku og S-Ameríku því að fólk fær oft IM og WGM titla með því að vinna ekkert svo sterk unglinga og/eða svæðamót. Í öllu falli var ég var um mig því hún var eitthvað að sniglast með hinum efnilega Kevin Goh frá Singapore sem er í IM flokki Hjörvars. Veit ég að hann er þjálfaður af Tibor Karolyi sem er þekktur ungverskur þjáflari og regular skrifari í NIC árbækurnar. Sá hann líka koma að fylgjast með okkar skák. Í öllu falli óþægilegur andstæðingur í fyrstu umferð, þ.e. up-and-coming Asíubúi með lág stig. Bjössi ætti að kannast við þá gryfju frá 2003 þegar hann vanmat Víetnama með 2157 ca. sem svo nánast ruslaði upp flokknum.
En að skákinni þá. Ég var var um mig fyrirfram en svo fannst mér hún tefla byrjunina illa og gefa mér mikið frumkvæði auk þess sem ég var strax kominn með mun betri tíma. Þá kom einhver skrýtinn kafli hjá mér. Ég var með +20 mín á klukkunni en næstu 4-5 leiki eyddi ég miklum tíma í að reyna að finna afgerandi leið til að hreinlega klára dæmið fyrir Chicago. Eitthvað var einbeitingin léleg hjá mér á þessum tíma því að í hvert skipti sem að ég var djúpt sokkinn í að reikna eitthvað færðist yfir mig óstjórnleg ólykt en það var frá Líbýu manninum á borðinu við hliðina á mér sem greinilega er að reyna við heimsmetið í andfýlu!! Mér er það stórlega til efs að önnur eins ólykt hafi komið upp úr lifandi manni á þessari jarðkringlu. Kvíði ég mikið að mæta þessum meistara síðar í mótinu! En niðurstaðan úr þessu varð að ég var allt í einu kominn í bullandi tímahrak átti aðins 16 mínútur eftir gegn 1:14 hjá þeirri asísku. Þar að auki hafði mér ekki tekist að nýta stöðuyfirburðina og var jafnvel kominn með slightly verra. Ég varð að lokum að sætta mig við jafntefli í 30. leik sem eru ákveðin vonbrigði með hvítu gegn svo stigalágum andstæðingi en þó engin katastrófa.
Skákin mín var búin nokkuð á undan skák Hjörvars og lenti ég á spjalli við annan skákmann frá Líbýu sem bað mig að sýna sér skák dagsins og var hinn áhugasamasti að spjalla. Gerðum við það og renndum aðeins yfir skákina og ég að lokum kynnti mig og rétti fram spaðann. Í annað skiptið þennan dag (líka gegn stelpunni frá Hong Kong) fékk ég svona asíu/miðausturlanda höfnun þegar ég tók einhvern veginn í hálf kreppta greipina á þessum ágætu skákmönnum. Án þess að vera vel að mér í austurlandafræðum þá er þetta líklegast af því að "þetta fólk" er vant því að þrífa á sér óæðri endann með þessari hönd og því hún almennt talin óhrein. Gætu e.t.v. fróðari menn frætt mig um þetta....Snorri? Við þetta má bæta að myndin hér að ofan er úr Rvk Open 2006 þar sem ég tefldi gegn Knarik Mouradian frá LIB sem ég hélt að væri Líbýa en reyndist vera Líbanon þar sem ég sagði við ofangreindan Líbýu (LBA víst!) mann að ég hefði teflt við samlöndu hans en hann hafnaði því þar sem hann kannaðist við hana....hafði teflt við hana líka! Lítill heimur sannarlega og gaf hann mér forláta bulletin úr einhverskonar Arabic Cities móti þar sem var einmitt mynd af þessari Mouradian.
Í öllu falli fer vel um okkur hér í Búdapest. Veðrið hefur verið gott ekki of heitt en mjög gott og hótelið sem við erum á er nokkuð gott, nýuppgert og nýopnað. Loftkæling er til staðar sem er mui importante og svo lumuðu þeir meira að segja á sæmilegustu internettengingu! Svo er hálfgert stuð hérna í nágrenni við okkur. Í gönguleið okkar á skákstað er almenningsgarður þar sem er hálfgerð útihátíð í gangi...eitthvað festival sem átti að standa yfir 1-2. júní. Tónleikahald og tjöld með bjór og allskonar veitingum.
Frá Búdapest,
Ingvar Þór Jóhannesson
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.