Leita í fréttum mbl.is

LeBron James.....a legend is born!

Ég varð vitni að 5. leik Detroit og Cleveland nú á fimmtudaginn og sé ég ekki eftir því að hafa orðið vitni að því. Leikurinn varð tvíframlengdur og æsispennandi. En það sem áhorfendur urðu vitni að var ein svakalegasta frammistaða sem sést hefur í sögu úrslitakeppni NBA. Ég persónulega hef ekki fengið þessa tilfinningu af að horfa á körfubolta síðan að Michael Jordan var upp á sitt besta.  Við erum að tala um að ca. um miðjan fjórða leikhluta og út framlengingarnar að þá tók LeBron James gjörsamlega yfir!

LeBron skoraði 29 af síðustu 30 stigum liðs síns.....ég endurtek TUTTUGU OG NíU AF ÞRJÁTÍU! Þar að auki skoraði hann síðustu 25 stig liðsins. 48 stig voru niðurstaðan og þvílíku körfurnar sem gæjinn var að skora. Í enda venjulegs leiktíma drive-aði hann tvisvar í röð í crunch time og dunkaði þvílíkt yfir vörn sem er hvað þekktust fyrir að vera sú sterkasta í NBA deildinni. Hann tók nokkra fáranlega erfiða off balance fadeaway með allt að tvo trukka í sér. Og þegar þeir loks lentu undir 107-104 þá fór hann bara upp og negldi þrist og jafnaði.  Tók crucial steal í einni framlengingunni og gott ef það var bara ekki í stöðunni 107-107. Að sjálfsögðu kórónaði hann þessa ótrúlegu frammistöðu með því að skora sigurkörfuna 107-109 með glæsilegu drive-i og finishi.

LeBron

Fyrir mitt leyti þá vil ég frekar sjá Cleveland fara áfram og mæta San Antonio því að mín tilfinning er að Detroit eigi einfaldlega ekki séns í San Antonio að þessu sinni og held ég að það væri meira spennandi að fylgjast með áframhaldandi vexti LeBron í NBA úrslitunum. Allavega hvet ég menn sem sáu þetta ekki að leita uppi highlights úr þessari frammistöðu á NBA.com eða Youtube.

 p.s. Ekki eins og hann hafi bara skotið...gæjinn var með 9 fráköst og 7 stoðsendingar! Og ég var að bæta við þessu flashvideoi af NBA.com. Vonandi virkar það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Gaurinn er fáránlegur. Fyrsta skiptið sem mig langar út að spila körfu eftir að hafa horft á leik síðan Jordan var upp á sitt besta.

Bjarni Már Magnússon, 2.6.2007 kl. 07:00

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Loksins ætlar að rætast úr King James. Það var kominn tími til að hann færi að sanna sig miðað við allt hype-ið.

Róbert Björnsson, 2.6.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband