Leita í fréttum mbl.is

Blóðmjólkun - Boltinn í dag!

Bara smá pæling. Var að ræða þetta við félaga um helgina. Við fórum á leik Rangers og Osasuna í Evrópukeppninni meðan við vorum staddir út í Glasgow. Leikurinn fór fram á fimmutdeginum. Í stuttu máli voru Rangers stórkostlega heppnir að ná 1-1 á heimavelli og klassamunurinn mikill á liðunum. Við fórum því að ræða seinni leikinn. Ég hélt hann væri aftur á fimmtudegi....NEI. Nú eru helmingur leikjanna í UEFA Cup í dag miðvikudag og seinni helmingurinn á fimmtudag. Af hverju? Jú það er verið að blóðmjólka alla leikadaga vegna sjónvarps til að fá meiri pening í kassann. Sama er á teningnum í flestum deildum. England spilar laugardag/sunnudag/mánudag og yfirleitt eru lágmark 2 og yfirleitt 3 kick-off tímar á lau- og sunnudögum. Bara smá dæmi um hvað boltinn snýst svakalega um peninga. Nú er ég ekki beint að kvarta yfir þessu, maður nýtur þess auðvitað að sjá sem flesta leiki. Þetta er einfaldlega pæling á hvernig þessu er öðruvísi farið í nútímanum en áður var.

 Annar punktur í þessari blóðmjólkunarpælingu eru búningar liða. Nú er það orðið svo að liðin skipta um búninga nánast á hverju seasoni og flest lið eru komin með 2-3 varaliðsbúninga. Allt er þetta gert til að auka búningasölu sem mest má. Svo eru meira að segja dæmi um að lið noti sérstaka búninga t.d. í meistaradeild o.fl.  Gallharðir stuðningsmenn verða svo að kaupa alla búningana og sumir meira að segja þola ekki að eiga sama búning en árið eftir er komin önnur auglýsing framaná búninginn. "Money money money money........MONEY" Eins og O'Jays sungu um árið summerar þessar pælingar mínar upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband