Leita í fréttum mbl.is

Þrítugur og bloggleti

Jæja...nú er maður orðinn þrítugur! Þetta er allt downhill from here eins og maðurinn sagði ;-)

 Hélt upp á afmælið í gær með mínum nánustu solid súkkulaðikaka og jobba...svo fékk ég mér reyndar álíka mikið af brauðtertu svona til að standa betur undir aldrinum! Allavega notalegur dagur með systkinum og foreldrum og Stebbu og alltaf gaman að sjá litlu frænku sem gefur manni alltaf svo mikið :-)

Ég stefni svo á gott partý 17. mars til að halda uppá afmælið góða! Bið menn að taka þá dagsetningu frá! Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er a) þetta verður að vera um helgi og b) aðrar dagsetningar voru ekki mögulegar.  Síðasta helgi var Íslandsmót Skákfélaga og lokahóf þar. Urðum að sjálfsögðu Íslandsmeistarar þar :-)   Núna um næstu helgi er svo helgarferð á dagskrá til Glasgow þannig að aðeins 17. stendur til boða!

Svo bið ég aðdáendur afsökunar á almennri bloggleti. Ég lá í flensu í 1,5 viku og er rétt að jafna mig á því og svo klúðruðu mbl menn eitthvað lykilorðum og ég nennti ekki að fletta alltaf í tölvupóstinum eftir lykilorði á borð við H94cwl2 til þess að skrifa einhverja netta bloggfærslu. En ég fann hvernig á að breyta lykilorðinu núna þannig að sú leti stendur til bóta!

Við þetta má bæta að það stefndi jafnvel í enn betri afmælisdag í gær en síðustu mínútur í West Ham-Tottenham komu í veg fyrir það. Þetta var greinilega síðasti séns til að ná upp stemmningu til að reyna að bjarga sér frá fali en eftir þennan leik er liðið einfaldlega fallið. Það dettur einfaldlega ekkert með liðinu. Þeir fá á sig mörk úr vafasömum vítum, vafasömum aukaspyrnum og svo á 95. mín þegar 4 mín er bætt við. Leikirnir við Fulham og Newcastle koma einnig upp í hugann. Þetta er einhverskonar andhverfa við meistaraheppni og kann ég ekki gott orð til að lýsa því. En svona er þetta...West Ham er fallið....I resign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband