Leita í fréttum mbl.is

Bobby Hansen - takk fyrir!

Þakka Bjarna fyrir þessa minningu: http://bjarnimar.blog.is/blog/bjarnimar/entry/102609/

Verð að stela þessari mynd af honum líka.

Bobby Hansen varð ódauðlegur árið 1992 þegar Chicago atti kappi við Portland Trailblazers í úrslitum NBA deildarinnar. Hver man ekki eftir Portland með Drexler, Porter, Kersey, Robinson og pulsuna Duckworth að ógleymdum harðjaxlinum Buck Williams.

Allavegana...Bulls voru 3-2 yfir í seríunni og 6. leikurinn á þeirra heimavelli (7. líka ef þeir hefðu tapað) en Portland voru búnir að eiga stórleik og voru 15 stigum yfir þegar 4. leikhluti hefst. Phil Jackson greip þá til þess örþrifaráðs að kippa Jordan útaf og negla Bobby Hansen inná! Gott ef pulsur á borð við Stacey King voru ekki inná líka.

Bobby Hansen

Það sem gerðist næst var auðvitað goðsagnakennt. Bobby Hansen á bara stórleik...hann á crucial steal af Jerome Kersey og hver gleymir ekki þristinum úr horninu...orðaði Einar Bolla það ekki einhvern veginn svona:

...og Bobby Hansen.....BOBBY HANSEN!

Chicago vann upp muninn og leikinn að lokum 97-93 og þarmeð titilinn. Bobby Hansen stimplaði sig með þessum leik inn í minni NBA nörda um ókomna tíð. Minnir að Jordan hafi meira að segja gefið honum boltann sem notaður var í leiknum.

 Annars er það alltaf merki á góðum meistaraliðum að gera svona career meðalskussa að einhverjum kempum í crunchtime. Ítreka þann punkt með hundinum Jaren Jackson að hrista hausinn með Spurs eftir einn af sínum þristum (þessi fyrir Dóra).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha...takk fyrir að minnast á Jaren Jackson.  Enginn sem gerir sér betur grein fyrir hversu gríðarlegu stolti þú hefur þurft að kyngja með að minnast á þetta, því nógu svakalega fór nú head-shake-ið hans í taugarnar á þér í den   Er ekki frá því að þá hafi fyrst farið að sjást í grátt hjá þér minn kæri...

Dóri (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

hehe mikið rétt

Ingvar Þór Jóhannesson, 16.1.2007 kl. 13:50

3 identicon

jú jú það voru einmitt eingöngu varamenn inná ef ég man rétt.  stacey king, scott williams og án efa paxson líka.

og hvort að portland hafi náð 17 stiga forystu? man það ekki alveg...

en það sem ég man best er að dómarar leiksins klæddust chicago treyjum, það man ég vel. þeir voru hræðilegir og áttu sinn þátt í þessu!

Óskar (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband