Leita í fréttum mbl.is

Liverpool *HAFNAÐ*

Droppers 

Voðalega fannst mér gaman að sjá Liverpool GJÖRSAMLEGA <*stimpl*> HAFNAÐ</*stimpl*> í gær. Fara eitthvað voða í mig og þá sérstaklega að það er aldrei hægt að ræða um Liverpool raunsætt við Liverpool aðdáendur. Lifa allir á einhverri fornri frægð og einum grísa CL titli. Ég meina Blackburn hefur unnið PL, ekki Liverpool.

 Allavega finnst mér þessi 5-aur compliments of JHS helvíti góður:

"MICHAEL JACKSON, HAS ASKED RAFA BENITEZ TO BE HIS NEW MANAGER....

SO HE CAN GET SPANKED AT HOME BY 11 KIDS"

How not to defend


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mig langar að vita með hvaða liði þessi heldur og tökum siðustu 3 ar...hvort hefur unnið fleiri titla LIVERPOOL,arsenal eða united???????

venni (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 16:56

2 identicon

Ekki veit ég hvort hér sé um að ræða Venna Páer, sem vill fá skýringu á uppáhaldsliði bloggarans, þó þykir mér það ólíklegt þar sem Venni Páer er mikill aðdáandi Tottenham og af grátkórnum sem glymur í pósti þessa penna virðist skína að hann sé Liverpool-stuðningsmaður.

Ingvar, eigandi þessa bloggs, er West Ham maður eins og kemur fram í ekki vikugömlum pistli hérna á blogginu.  Ég get mér því til að Venni sé ekki tíður gestur hér heldur gramur Liverpool stuðningsmaður að leita sér að rifrildi.

Svo ég svari nú Venna þá er titlaskiptingin síðan tímabili 2003-2004 svona:

Liverpool - Champions League 2005, FA Cup 2006.

Man Utd - FA Cup 2004

Arsenal - Premiership 2004, FA Cup 2005.

Þá má benda Venna á að það er komið til sögunnar lið, Chelsea að nafni, sem sett hefur nýja standarda í knattspyrnu á Englandi svo það stoðar lítið fyrir stuðningsmenn að vera í sandkassaleik að bera sig við gömlu erkifjendurna; menn verða að miða sig við það besta og undanfarin 2 tímabil hefur það lið heitið Chelsea. 

Það er líka voðalega auðvelt að gera samanburðinn þannig að hann henti manni sjálfum; t.d. í tilfelli Venna að fara ekki lengra aftur en 3 ár.  Ef við tækjum tímabilið frá því Úrvalsdeildin var stofnuð má sjá að Man Utd hefur unnið þá dollu 8x auk fjölda annarra titla; Arsenal 3x auk 5 FA bikara, en Liverpool hefur ALDREI unnið Úrvalsdeildina.   Svo Ingvari er alveg óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool lifi á fornri frægð

Dóri (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 20:24

3 identicon

Gleymdi víst að geta þess að Man Utd vann deildarbikarinn; Carling Cup á síðasta tímabili, 2006.  Svo síðustu 3 tímabil hafa hver þessarra þriggja liða, sem Venni kýs að tala um, unnið 2 titla hvert.

Dóri (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Svo má náttúrulega bæta við að þessir titlar Liverpool síðustu 3 ár voru algjör grís. CL náttúrulega bara djók....viss um að AC Milan voru bara hlæjandi í hálfleik 3-0 yfir...algjör vanmat hleypti LPool inn í leikinn og svo náðu þeir að hanga á jafntefli með einhverri grísamarkvörslu og varnarleik og grísa á þetta í vítakeppni.

 Svo þarf náttúrulega ekki að rifja upp FA Cup 2006 sem West Ham átti að vinna...ótrúlegur sofandaháttur að leyfa Gerrard að jafna þetta og svo náði Liverpool að halda sér fast og vinna í vítakeppni. Þannig að í tveim úrslitaleikjum sem þessir gúmmi-titlar tilheyra tókst Liverpool NÚLL sinnum að vera yfir í 240 mínútur af fótbolta.

Annars er málið einfalt, Chelsea er langbesta lið síðustu 3ja ára. Manchester er besta liðið ef við töku áratuginn eða síðustu 15 ár...Liverpool geta svo byrjað að telja einhverjar dollur þarna þegar ég var ennþá í pungnum á pabba mínum.

Ingvar Þór Jóhannesson, 10.1.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Gunnar Björnsson

Hvað hefur West Ham unnið marga titla síðustu áratugana?  Annars er gaman að sjá menn hlæja yfir óförum Liverpool.  Sigrarnar gegn AC og West Ham, sem báðir voru ótrúlega sætir kennir mönnum að aldrei að afskrifa liðið frá Bítlaborginni.

Kveðja,
Gunnar

P.s. Einn léttur að lokum fyrir West Ham-manninn.  Are you still Reading?  

Gunnar Björnsson, 11.1.2007 kl. 09:27

6 identicon

Rólegur sonur sæll,

kv. pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband