Leita í fréttum mbl.is

Skák er ömurleg *tómt*

Fyrirsögnin hér að ofan er gjarnan notuð af okkur skákmönnum þegar illa gengur á mótum og við þurfum að tjá okkur um það á skákhorninu.  Ótrúlegt hvað skák getur verið skrýtin. Fyrir rúmum mánuði síðan tefldi ég í tveim mótum heima á Íslandi sem gengu skínandi vel, fékk áfanga í öðru og hækkaði samtals um 42 elóstig sem er mjög mikið stökk að taka á einum lista. Þegar ég var að tefla þá var sjálfstraustið í bullandi hámarki og nánast allt gekk upp. Nú, rúmum mánuði síðar, er ég með 1 af 3 gegn frekar veikum andstæðingum og búinn að tefla nánast eins og algjör spassi og einbeitingin ömurleg. Nú rétt áðan tapaði ég með hvítu í 19 leikjum í einni ömurlegustu skák minni lengi. Hef þar að auki ekki tapað með hvítu nema einu sinni áður síðustu 20-30 skákir. Það sem verra er að andstæðingur minn í dag lék bara eðlilegum leikjum sem ég hefði leikið líka. Hvernig fer maður að þessu? Er þetta allt sálrænt?

Ingvar2

Jón Viktor félagi minn lenti í svipuðu. Í áðurnefndum mótum heima á fróni, Kaupþingsmótinu og svo Rvk International átti Jón svipaða svart/hvítt frammistöðu. Í fyrra mótinu skeit hann algjörlega á sig, svo illa að hann ætlaði hreinlega ekki að vera með í seinna mótinu. Hann var hinsvegar hálf þvingaður til þess og viti menn....Jón teflir eins og engill og tryggir sér sinn fyrsta stórmeistaraáfanga!

Hér gæti verið að við Jón þjáumst af svipaðri sálrænni klemmu. Ef við erum með of mikinn metnað og setjum of mikla pressu á sjálfa okkur gengur okkur e.t.v. frekar illa. Ég held að það hafi átti við fyrra mótið hjá Jóni og ég var með svipaðar væntingar áður en ég kom hingað út. Munurinn á hugarfarinu hjá mér núna og fyrir mótin heima var að heima ætlaði ég bara að hafa gaman að þessu og setti enga pressu á sjálfan mig. Jón að sama skapi tefldi greinilega seinna mótið algjörlega pressulaus því hann var búinn að skjóta niður eigin væntingar í fyrra mótinu.

Þannig að nú ætla ég bara að hætta að vera með of miklar pælingar og hreinlega hafa gaman af restinni af mótinu. Ég er búinn að skoða aðeins hvar ég lék af mér í byrjuninni í dag og ætla að kíkja aðeins á andstæðinginn fyrir morgundaginn. Höfum gaman að þessu!

Skák er skemmtileg,

 Ingvar Þór Jóhannesson


First Saturday #2

Jæja þá er spurning hvort maður þori að halda áfram að blogga hér frá Búdapest....erki-sjítaklerkurinn Muhammed Al-TorfStef er búinn að lýsa yfir jihad á mig fyrir mannfyrirlitningu á skákhorninu. Ég ætla samt að reyna að halda mínu striki LoL

Í gær var semsagt komið að annarri umferð hjá okkur félögunum hér í Búdapest. Áður en lengra er haldið er rétt að skella inn einni mynd af Hjörvari í Kaupþingsbolnum því ekki má gleyma þakklæti við styrktaraðila vorra!

Hjörvar1

Hjörvar fékk hinn reynda dr. Evarth Khan sem teflt hefur á First Saturday mótum í hálfan annan áratug. Hjörvar lék 1.c4 og undirbúningur okkar hafði að mestu snúist um Kóngsindverja eins og sagði í fyrri pistli. Evarth grunaði líklegast Hjörvar um græsku og sýndi þar ákveðinn rebbahátt að búast við erlendum pjakk vel undirbúnum. Khan valdi 1...e5 og snemma kom upp original staða úr enskum leik og held ég að Khan hafi leikið nýjung í 5-6. leik. Hjörvar tefldi skákina bara glymrandi vel og þegar ég sá stöðuna í miðtaflinu var Hjörvar kominn með biskupaparið og mjög þægilega stöðu sem var nánast ekki hægt að tapa. Á endanum var skipt upp og Hjörvar reyndi að vinna vænlegt endatafl en það tókst ekki. Vel tefld skák engu að síður þar sem hann var aldrei í taphættu og pressaði til vinnings gegn reyndum alþjóðlegum meistara. Aftur notaði hann tímann vel og virðist vera að þroskast að einhverju leyti með tímanotkun. Með smá meiri reynslu hefði þetta endatafl líklegast unnist.

Í dag mætir Hjörvar hinum bandaríska Nick Adams (2218) með svörtu. Hann teflir ávallt 1.d4 en teflir einstaklega leiðinlega þar sem hann steindrepur alltaf á d5 í Slabbanum og mætir t.a.m. Benko/Benoni 1.d4 Rf6 2.c4 c5 með 3.e3 sem er einstaklega steingeldur chicken leikur. Hjörvar vildi ekki tefla uppskiptaafbrigðið í Slabbanum þar sem hann vill vinna kauða (hann vill alltaf vinna!) og er planið að tefla 1.d4 d5 2.c4 e6 3.Rc3 c6 en þá drepur Adams á d5 í 4. leik og ætlar Hjörvar þá að taka með e-peði. Þetta er ekki góð leikjaröð á hvítt til að komast í hefðbundið drottningarbragð og gefur svörtum ýmsa möguleika svosem ...Bd6 og ...Re7 þ.e. uppskiptaafbrigði Caro-Kann með skiptum litum. Eftir sem áður slightly geldar stöður en allavega er peðastaðan ekki symmetrískt líkt og í uppskiptaafbrigði Slabbans.

Í gær tefldi ég við Fide meistarann Istvan Mayer. Sá hefur ekki teflt í 10 ár, allavega miðað við base-inn þá eru síðustu skákir hans 1997 en hann tefldi þó hér í maí 2007. Með fullri virðingu fyrir útliti hans grunar mig þó að hann hafi á þessum tíma tekið þátt í uppfærslu Búdapestarballetsins á Fílamanninum. Hann tefldi e4 og ég svaraði með Frakkanum. Fékk á mig advance variation eins og ég hafði búist við en ruglaði saman varíöntum. Ætlaði að prófa Rge7-g6 planið en var eitthvað fljótfær því það er aðeins gott gegn Be2 en hann hafði leikið Bd3. Hann refsaði mér nokkuð vel fyrir það með vel tímasettum h4 leik sem var gervi-peðsfórn. Ég lenti í þröngri og erfiðri stöðu og missti af eina tækifærinu til að drepa á h4 seinna í framhaldinu en þá sá ég ekki leið sem Fritz benti mér svo á eftir skákina en þá leið var mjög erfitt að koma auga á. Andstæðingi mínum verð ég nú að hrósa fyrir að tefla hreinlega bara mjög vel og ég var kominn í það mikla klemmu að ég varð að fórna skiptamun fyrir litlar bætur.  Sem betur fer var andstæðingur minn líka í tímapressu og loks byrjaði hann að klúðra aðeins og ég jafnaði taflið og fékk jafnvel betra og átti eina mjög vænlega leið sem ég missti af. Að lokum áttum við báðir innan við 2 mínútur eftir í stressandi stöðu þegar upp kom þráleikur sem við vorum báðir fegnir að var til staðar. Stressandi skák og var ég heppinn að sleppa með pulsu í henni.

Ingvar1

 Á eftir fæ ég IM Michail Luch frá Póllandi sem er held ég stigahæstur í flokknum með 2336. Reyndar er ég í töluvert veikari flokki heldur en Hjörvar og ef stigagróðinn minn úr Kaupþingsmótinu og Rvk International væri kominn inn væri ég stigahæstur með 2341. Hjá Hjörvari eru hinsvegar M.Galyas 2444 og D.Werner 2385. Báðir eru þeir mjög sterkir og rútíneraðir alþjóðlegir meistarar. Þar að auki er hinn efnilegi K.Goh frá Singapore sem í gær ruslaði upp Kaufman frá Bandaríkjunum í 16-17. leikjum með svörtu. Í öllu falli sannarlega meira scary flokkur hjá Hjörvari.  Líklegast er að tefldur verði drottningarindverji hjá mér en ég er ekki alveg harðákveðinn í hvort ég tefli það eða komi honum á óvart með 1.e4 og smá pet variation gegn Sikileyjarvörn (ekki 2.a3 og ekki 2.b3 btw).

Ég fór aðeins út að ganga áðan og veðrið er heldur betur að taka við sér. Nú er bara sól eins og maður sé á Mallorca og þurfti ég að stoppa tvisvar í göngutúrnum og fá mér ískaldan Evian. Alltaf virðist eitthvað vera um að vera hér og í gær mættum við endamörkum í maraþonhlaupi við þinghúsið.  Í göngutúrnum áðan sá ég svo risastóran bókamarkað sem búið er að setja upp hér á torgi við eina af aðalgöngugötunum.

Loks er hér mynd af Hjörvari að tafli við Asabri Hussein í fyrstu umferð. Hussein var eins og alþjóð veit sýknaður af ákærum um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september.....

Hjorvar2

.......NOT

með kveðju frá Búdapest,

Ingvar Þór Jóhannesson


First Saturday í Búdapest #1

Undirritaður og Hjörvar Steinn Grétarsson erum þessa stundina staddir í Búdapest þar sem við tökum þátt í First Saturday mótinu fræga. Báðir gerðum við jafntefli í gær í fyrstu umferð. Hjörvar fékk svart á skákmann frá Líbýu og tefldu þeir Cambridge Springs og fylgdu lengi vel skákinni E.Lasker-E.Lasker (Eduard og Emanuel ;-) ) þangað til Hjörvar breytti útaf með ...Rd3 í stað ...He8 (skákir verður hægt að nálgast á http://www.firstsaturday.hu/). Hjörvar tefldi skákina prýðilega og var kominn með slightly betra en urðu mislagðar hendur og þurfti þess í stað að berjast fyrir jafntefli sem hann gerði vel. Notaði tímann vel og margt jákvætt við skákina hjá honum.

Á eftir mætir Hjörvar Evarth Khan sem er IM sem hefur teflt á þessum mótum skuggalega lengi. Vel rútíneraður en ekkert skrímsli. Ég tefldi við hann fyrir 4 árum og var með fína stöðu en klúðraði og minnir mig að Sigurður Daði hafi líka teflt einu sinni við hann og tekið hann.  Í öllu falli hefur undirbúningur okkar að mestu farið í Kóngsindverska vörn sem Khan teflir mest og er það mitt mat að hann tefli það gegn 2156 pjakk sem hann HELDUR að hann sé að fara að vinna! Einnig höfum við kíkt lítillega á Slabbann og 1...c5 en Hjörvar mun nota 1.c4 leikjaröð. Khan teflir alltaf Rc6, a6, Hb8 gegn Saemisch afbrigðinu og fór undirbúningurinn að mestu í Hb1 gegn því sem að sjaldgæf leið en góð að mínu mati og verð ég bara að standa og falla með því.

Ég sjálfur fékk WGM (kvennstórmeistara) frá Hong Kong að nafni Anya Corke með 2154 stig!? Oft er ekki að marka titla frá svæðum á borð við Asíu, Afríku og S-Ameríku því að fólk fær oft IM og WGM titla með því að vinna ekkert svo sterk unglinga og/eða svæðamót. Í öllu falli var ég var um mig því hún var eitthvað að sniglast með hinum efnilega Kevin Goh frá Singapore sem er í IM flokki Hjörvars. Veit ég að hann er þjálfaður af Tibor Karolyi sem er þekktur ungverskur þjáflari og regular skrifari í NIC árbækurnar. Sá hann líka koma að fylgjast með okkar skák. Í öllu falli óþægilegur andstæðingur í fyrstu umferð, þ.e. up-and-coming Asíubúi með lág stig. Bjössi ætti að kannast við þá gryfju frá 2003 þegar hann vanmat Víetnama með 2157 ca. sem svo nánast ruslaði upp flokknum.

En að skákinni þá. Ég var var um mig fyrirfram en svo fannst mér hún tefla byrjunina illa og gefa mér mikið frumkvæði auk þess sem ég var strax kominn með mun betri tíma. Þá kom einhver skrýtinn kafli hjá mér. Ég var með +20 mín á klukkunni en næstu 4-5 leiki eyddi ég miklum tíma í að reyna að finna afgerandi leið til að hreinlega klára dæmið fyrir Chicago. Eitthvað var einbeitingin léleg hjá mér á þessum tíma því að í hvert skipti sem að ég var djúpt sokkinn í að reikna eitthvað færðist yfir mig óstjórnleg ólykt en það var frá Líbýu manninum á borðinu við hliðina á mér sem greinilega er að reyna við heimsmetið í andfýlu!! Mér er það stórlega til efs að önnur eins ólykt hafi komið upp úr lifandi manni á þessari jarðkringlu. Kvíði ég mikið að mæta þessum meistara síðar í mótinu! En niðurstaðan úr þessu varð að ég var allt í einu kominn í bullandi tímahrak átti aðins 16 mínútur eftir gegn 1:14 hjá þeirri asísku. Þar að auki hafði mér ekki tekist að nýta stöðuyfirburðina og var jafnvel kominn með slightly verra. Ég varð að lokum að sætta mig við jafntefli í 30. leik sem eru ákveðin vonbrigði með hvítu gegn svo stigalágum andstæðingi en þó engin katastrófa.

Rvk Open vs Mouradian 

Skákin mín var búin nokkuð á undan skák Hjörvars og lenti ég á spjalli við annan skákmann frá Líbýu sem bað mig að sýna sér skák dagsins og var hinn áhugasamasti að spjalla. Gerðum við það og renndum aðeins yfir skákina og ég að lokum kynnti mig og rétti fram spaðann. Í annað skiptið þennan dag (líka gegn stelpunni frá Hong Kong) fékk ég svona asíu/miðausturlanda höfnun þegar ég tók einhvern veginn í hálf kreppta greipina á þessum ágætu skákmönnum.  Án þess að vera vel að mér í austurlandafræðum þá er þetta líklegast af því að "þetta fólk" er vant því að þrífa á sér óæðri endann með þessari hönd og því hún almennt talin óhrein. Gætu e.t.v. fróðari menn frætt mig um þetta....Snorri?  Við þetta má bæta að myndin hér að ofan er úr Rvk Open 2006 þar sem ég tefldi gegn Knarik Mouradian frá LIB sem ég hélt að væri Líbýa en reyndist vera Líbanon þar sem ég sagði við ofangreindan Líbýu (LBA víst!) mann að ég hefði teflt við samlöndu hans en hann hafnaði því þar sem hann kannaðist við hana....hafði teflt við hana líka! Lítill heimur sannarlega og gaf hann mér forláta bulletin úr einhverskonar Arabic Cities móti þar sem var einmitt mynd af þessari Mouradian.

Í öllu falli fer vel um okkur hér í Búdapest. Veðrið hefur verið gott ekki of heitt en mjög gott og hótelið sem við erum á er nokkuð gott, nýuppgert og nýopnað. Loftkæling er til staðar sem er mui importante og svo lumuðu þeir meira að segja á sæmilegustu internettengingu! Svo er hálfgert stuð hérna í nágrenni við okkur. Í gönguleið okkar á skákstað er almenningsgarður þar sem er hálfgerð útihátíð í gangi...eitthvað festival sem átti að standa yfir 1-2. júní. Tónleikahald og tjöld með bjór og allskonar veitingum.

Frá Búdapest,

Ingvar Þór Jóhannesson


LeBron James.....a legend is born!

Ég varð vitni að 5. leik Detroit og Cleveland nú á fimmtudaginn og sé ég ekki eftir því að hafa orðið vitni að því. Leikurinn varð tvíframlengdur og æsispennandi. En það sem áhorfendur urðu vitni að var ein svakalegasta frammistaða sem sést hefur í sögu úrslitakeppni NBA. Ég persónulega hef ekki fengið þessa tilfinningu af að horfa á körfubolta síðan að Michael Jordan var upp á sitt besta.  Við erum að tala um að ca. um miðjan fjórða leikhluta og út framlengingarnar að þá tók LeBron James gjörsamlega yfir!

LeBron skoraði 29 af síðustu 30 stigum liðs síns.....ég endurtek TUTTUGU OG NíU AF ÞRJÁTÍU! Þar að auki skoraði hann síðustu 25 stig liðsins. 48 stig voru niðurstaðan og þvílíku körfurnar sem gæjinn var að skora. Í enda venjulegs leiktíma drive-aði hann tvisvar í röð í crunch time og dunkaði þvílíkt yfir vörn sem er hvað þekktust fyrir að vera sú sterkasta í NBA deildinni. Hann tók nokkra fáranlega erfiða off balance fadeaway með allt að tvo trukka í sér. Og þegar þeir loks lentu undir 107-104 þá fór hann bara upp og negldi þrist og jafnaði.  Tók crucial steal í einni framlengingunni og gott ef það var bara ekki í stöðunni 107-107. Að sjálfsögðu kórónaði hann þessa ótrúlegu frammistöðu með því að skora sigurkörfuna 107-109 með glæsilegu drive-i og finishi.

LeBron

Fyrir mitt leyti þá vil ég frekar sjá Cleveland fara áfram og mæta San Antonio því að mín tilfinning er að Detroit eigi einfaldlega ekki séns í San Antonio að þessu sinni og held ég að það væri meira spennandi að fylgjast með áframhaldandi vexti LeBron í NBA úrslitunum. Allavega hvet ég menn sem sáu þetta ekki að leita uppi highlights úr þessari frammistöðu á NBA.com eða Youtube.

 p.s. Ekki eins og hann hafi bara skotið...gæjinn var með 9 fráköst og 7 stoðsendingar! Og ég var að bæta við þessu flashvideoi af NBA.com. Vonandi virkar það!


Nei!

Sevilla heldur enn í vonina um að hampa spænska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir sigur á Zaragoza í kvöld. 2:1.

Ég horfði á þennan leik og nema ég sé að tapa mér endaði hann 3-1 fyrir Sevilla!


mbl.is Sevilla heldur í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvífarar #2

Joe Liotta?RayLiotta

Ray Liotta....og pabbi


Þorfinnssfeðgar leiðréttir

Það voru aldeilis lætin sem maður var vakin upp með í morgun. Það rigndi svoleiðis símtölum og sms-skilaboðum. Nú ætlaði ofurspilarinn Þorfinnur Björnsson að mæta með syni sínum og kenna mér og Begga badminton upp á nýtt. Yfirlýsingarnar voru MIKLAR....efndirnar voru ekki mikið í samræmi við þær. 

Ég og Beggi unnum auðveldan sigur í fyrsta leik og því kannski mátti búast við vanmati í öðrum leiknum og feðgarnir náðu að jafna 1-1...aldeilis uppi á þeim tippið eftir það. En eftir það var það back to normal, business að usual og feðgarnir máttu sín lítils gegn HRAMMINUM. 6-1 var niðurstaðan í leikjum og minnir mig að þeir hafi náð að sleikja upp í 17 einu sinni eða tvisvar.

Quintana 

But me and Beggi we'll fuck you up tuesday or thursday....It don't matter to me and Beggi!

 


Gunga dagsins

Það myndi vera Stefán nokkur Guðmundsson sem þrátt fyrir miklar yfirlýsingar þorði ekki að mæta í badminton í dag. Stebbi þú færð annan séns á morgun....um morgundaginn vísa ég í fleyg orð Jesus Quintana

Quintana

ARE YOU READY TO BE FUCKED MAN?


Ansi merkilegt....

....að West Ham gat nánast ekkert notað argentíska landsliðsmanninn Javier Mascherano en á hinn bóginn er honum treyst fyrir byrjunarliðssæti hjá Liverpool í mikilvægasta leik tímabilsins hingað til hjá þeim rauðklæddu. En megi besta liðið vinna í kvöld....ég held með Joe Cole enda er ég gallharður West Ham maður :-)
mbl.is Byrjunarliðin tilbúin á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er von!

Allavega meiri von heldur en ég hefði getað ímyndað mér fyrir 1-2 mánuðum. Það væri náttúrulega bara kraftaverk ef West Ham nær að forðast fallið. Ekki það að liðið eigi það ekki skilið og hafi ekki mannskapinn í það...mínir menn hafa bara hreinlega verið heillum horfnir og algjörlega án sjálfstrausts 90% vetrarins.

En spáum aðeins í þessu:

15. Sheff Utd.  38 stig -19
16. Fulham      36 stig -19 eiga leik til góða
17. Wigan       35 stig -22
18. West Ham 35 stig -27

Sheff Utd á eftir:

Aston villa úti og Wigan heima. Ljóst er að leikurinn við Wigan gæti orðið crucial leikur í lokaumferðinni tapi þeir fyrir Villa. Villa hefur hinsvegar að litlu að keppa og því líklegt að Sheff Utd. hangi uppi og þá umfram allt á sigrinum á West Ham á dögunum. 

Fulham á eftir:

Arsenal úti og Liverpool heima og loks Middelsboro úti !  Mjög erfitt prógram og maður sér fyrir sér að þeir gætu aðeins náð 1-2 stigum úr þessu prógrammi.

Wigan á eftir:

Middlesboro heima og Sheff Utd. úti. Hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð og ef þeir tapa gegn Middlesboro eru þeir líklega toast.

West Ham á svo eftir:

Bolton heima....leikur sem algjörlega og gjörsamlega verður að vinnast...nema að Wigan tapi rest þá gæti jafntefli nægt. Draumurinn er hinsvegar að klára þennan leik og vona að Man Utd. hafi tryggt sér titilinn fyrir lokaumferð og þá gæti West Ham náð crucial stigi í lokaumferðinni með því að hanga á jafntefli.

Ég hef hinsvegar tekið mér það bessaleyfi að fella Charlton sem eru með 33 stig og eiga eftir Tottenham heima og Liverpool úti!


mbl.is Curbishley: Erum enn á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband