8.1.2007 | 10:18
Mánudagur til mæðu
Þeir geta verið erfiðir mánudagarnir. Þessi er engin undantekning. Hvernig er það eiginlega með Íslendinga kann enginn lengur að keyra? Ég held ég hafi verið næstum 25 mínútur á leiðinni í vinnuna í morgun. Slapp reyndar aldrei þessu vant út úr hverfinu án þess að lenda á eftir sleða (á föstudaginn lenti ég á kellingu á 20 km hraða og var ca. 4 mínútur að komast brúttó 500m til vinstri frá heimili mínu að Haukaheimilinu). Tók skelfilega ákvörun og ákvað að prófa að beygja hjá Kaplakrika og fara gegnum Breiðholtsbraut í stað Kringumýrarbrautar. WRONG decision! Keyrði á 20 frá IKEA til Smáralindar...hvernig stendur á þessu? Er alltaf ein gömul kelling fremst sem heldur röðinni á þessum hraða? Já ok svo kem ég að ljósum...nýkomið grænt búið að vera í 20-25 sekúndur...NEI þá þarf ég að STOPPA!!!!! Eru allir að hella upp á kaffi á ljósum? Hvað er vandamálið að taka ca. samtaka af stað þegar það kemur grænt? Er ég pirraður???? JÁ.
Svo þegar ég kem til vinnu heyri ég leiðindafréttir. Einn samstarfsfélagi féll í stiga heima hjá sér og slasaðist lítillega og er því ekki við vinnu og annar vinnufélagi missti aldraða móður sína og er því ekki heldur við vinnu. Við erum því bara tveir í myrkrinu hérna inni í okkar herbergi :-(
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban
Athugasemdir
Snilld!
Snorri Bergz, 8.1.2007 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.