8.1.2007 | 12:48
Spennuþættir
Er búinn að vera að stúdera seríuna "Heroes" sem er að fara að byrja á stöð 2 (held ég). Hef verið að downloada þessum þáttum og er búinn með fyrstu níu þættina og verð að segja að þeir lofa góðu.
Styttist síðan í Lost en það hefur verið löng bið síðan í cliffhangernum í 6. þætti í 3. seríu.
Síðasta stúdían sem er í gangi er 5. sería af 24. Fékk hana í jólagjöf og Jack Bauer er u.þ.b. að fara að taka yfir DVD spilarann minn eina ferðina enn.
Spennuseríur sem ég hef séð undanfarið:
1-2. 24 og Lost - Erfitt að gera upp á milli, mjög ólík spenna og uppbygging.
3. The 4400 - Búinn að sjá 1. seríu og með þeim betri sem ég hef séð.
4. Invasion - Hafði mjög gaman af þessum spennandi og áhugaverð sería en var því miður cancelled mér til gremju :-(
5. Heroes - lofar mjög góðu
6. Alias - Búinn með 4 seríur og á aðeins síðustu seríuna eftir.
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban
Athugasemdir
Mínu mati :)
1. Prison break
2. 24, 6. serían byrjar vel!
3. 1. sería Lost - hrapaði algjörlega í 2. seríu að mínu mati
4. Heroes
Ólafur Örn Nielsen, 8.1.2007 kl. 14:00
Já Prison Break ágætir en ég missti einhvern veginn þráðinn þegar það var vetrarhlé eftir fyrst 13 þættina. Á maður að klára þá? Er 2. serían góð líka?
Ingvar Þór Jóhannesson, 8.1.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.