Leita í fréttum mbl.is

Skák er ömurleg *tómt*

Fyrirsögnin hér að ofan er gjarnan notuð af okkur skákmönnum þegar illa gengur á mótum og við þurfum að tjá okkur um það á skákhorninu.  Ótrúlegt hvað skák getur verið skrýtin. Fyrir rúmum mánuði síðan tefldi ég í tveim mótum heima á Íslandi sem gengu skínandi vel, fékk áfanga í öðru og hækkaði samtals um 42 elóstig sem er mjög mikið stökk að taka á einum lista. Þegar ég var að tefla þá var sjálfstraustið í bullandi hámarki og nánast allt gekk upp. Nú, rúmum mánuði síðar, er ég með 1 af 3 gegn frekar veikum andstæðingum og búinn að tefla nánast eins og algjör spassi og einbeitingin ömurleg. Nú rétt áðan tapaði ég með hvítu í 19 leikjum í einni ömurlegustu skák minni lengi. Hef þar að auki ekki tapað með hvítu nema einu sinni áður síðustu 20-30 skákir. Það sem verra er að andstæðingur minn í dag lék bara eðlilegum leikjum sem ég hefði leikið líka. Hvernig fer maður að þessu? Er þetta allt sálrænt?

Ingvar2

Jón Viktor félagi minn lenti í svipuðu. Í áðurnefndum mótum heima á fróni, Kaupþingsmótinu og svo Rvk International átti Jón svipaða svart/hvítt frammistöðu. Í fyrra mótinu skeit hann algjörlega á sig, svo illa að hann ætlaði hreinlega ekki að vera með í seinna mótinu. Hann var hinsvegar hálf þvingaður til þess og viti menn....Jón teflir eins og engill og tryggir sér sinn fyrsta stórmeistaraáfanga!

Hér gæti verið að við Jón þjáumst af svipaðri sálrænni klemmu. Ef við erum með of mikinn metnað og setjum of mikla pressu á sjálfa okkur gengur okkur e.t.v. frekar illa. Ég held að það hafi átti við fyrra mótið hjá Jóni og ég var með svipaðar væntingar áður en ég kom hingað út. Munurinn á hugarfarinu hjá mér núna og fyrir mótin heima var að heima ætlaði ég bara að hafa gaman að þessu og setti enga pressu á sjálfan mig. Jón að sama skapi tefldi greinilega seinna mótið algjörlega pressulaus því hann var búinn að skjóta niður eigin væntingar í fyrra mótinu.

Þannig að nú ætla ég bara að hætta að vera með of miklar pælingar og hreinlega hafa gaman af restinni af mótinu. Ég er búinn að skoða aðeins hvar ég lék af mér í byrjuninni í dag og ætla að kíkja aðeins á andstæðinginn fyrir morgundaginn. Höfum gaman að þessu!

Skák er skemmtileg,

 Ingvar Þór Jóhannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband