4.6.2007 | 11:54
First Saturday #2
Jæja þá er spurning hvort maður þori að halda áfram að blogga hér frá Búdapest....erki-sjítaklerkurinn Muhammed Al-TorfStef er búinn að lýsa yfir jihad á mig fyrir mannfyrirlitningu á skákhorninu. Ég ætla samt að reyna að halda mínu striki
Í gær var semsagt komið að annarri umferð hjá okkur félögunum hér í Búdapest. Áður en lengra er haldið er rétt að skella inn einni mynd af Hjörvari í Kaupþingsbolnum því ekki má gleyma þakklæti við styrktaraðila vorra!
Hjörvar fékk hinn reynda dr. Evarth Khan sem teflt hefur á First Saturday mótum í hálfan annan áratug. Hjörvar lék 1.c4 og undirbúningur okkar hafði að mestu snúist um Kóngsindverja eins og sagði í fyrri pistli. Evarth grunaði líklegast Hjörvar um græsku og sýndi þar ákveðinn rebbahátt að búast við erlendum pjakk vel undirbúnum. Khan valdi 1...e5 og snemma kom upp original staða úr enskum leik og held ég að Khan hafi leikið nýjung í 5-6. leik. Hjörvar tefldi skákina bara glymrandi vel og þegar ég sá stöðuna í miðtaflinu var Hjörvar kominn með biskupaparið og mjög þægilega stöðu sem var nánast ekki hægt að tapa. Á endanum var skipt upp og Hjörvar reyndi að vinna vænlegt endatafl en það tókst ekki. Vel tefld skák engu að síður þar sem hann var aldrei í taphættu og pressaði til vinnings gegn reyndum alþjóðlegum meistara. Aftur notaði hann tímann vel og virðist vera að þroskast að einhverju leyti með tímanotkun. Með smá meiri reynslu hefði þetta endatafl líklegast unnist.
Í dag mætir Hjörvar hinum bandaríska Nick Adams (2218) með svörtu. Hann teflir ávallt 1.d4 en teflir einstaklega leiðinlega þar sem hann steindrepur alltaf á d5 í Slabbanum og mætir t.a.m. Benko/Benoni 1.d4 Rf6 2.c4 c5 með 3.e3 sem er einstaklega steingeldur chicken leikur. Hjörvar vildi ekki tefla uppskiptaafbrigðið í Slabbanum þar sem hann vill vinna kauða (hann vill alltaf vinna!) og er planið að tefla 1.d4 d5 2.c4 e6 3.Rc3 c6 en þá drepur Adams á d5 í 4. leik og ætlar Hjörvar þá að taka með e-peði. Þetta er ekki góð leikjaröð á hvítt til að komast í hefðbundið drottningarbragð og gefur svörtum ýmsa möguleika svosem ...Bd6 og ...Re7 þ.e. uppskiptaafbrigði Caro-Kann með skiptum litum. Eftir sem áður slightly geldar stöður en allavega er peðastaðan ekki symmetrískt líkt og í uppskiptaafbrigði Slabbans.
Í gær tefldi ég við Fide meistarann Istvan Mayer. Sá hefur ekki teflt í 10 ár, allavega miðað við base-inn þá eru síðustu skákir hans 1997 en hann tefldi þó hér í maí 2007. Með fullri virðingu fyrir útliti hans grunar mig þó að hann hafi á þessum tíma tekið þátt í uppfærslu Búdapestarballetsins á Fílamanninum. Hann tefldi e4 og ég svaraði með Frakkanum. Fékk á mig advance variation eins og ég hafði búist við en ruglaði saman varíöntum. Ætlaði að prófa Rge7-g6 planið en var eitthvað fljótfær því það er aðeins gott gegn Be2 en hann hafði leikið Bd3. Hann refsaði mér nokkuð vel fyrir það með vel tímasettum h4 leik sem var gervi-peðsfórn. Ég lenti í þröngri og erfiðri stöðu og missti af eina tækifærinu til að drepa á h4 seinna í framhaldinu en þá sá ég ekki leið sem Fritz benti mér svo á eftir skákina en þá leið var mjög erfitt að koma auga á. Andstæðingi mínum verð ég nú að hrósa fyrir að tefla hreinlega bara mjög vel og ég var kominn í það mikla klemmu að ég varð að fórna skiptamun fyrir litlar bætur. Sem betur fer var andstæðingur minn líka í tímapressu og loks byrjaði hann að klúðra aðeins og ég jafnaði taflið og fékk jafnvel betra og átti eina mjög vænlega leið sem ég missti af. Að lokum áttum við báðir innan við 2 mínútur eftir í stressandi stöðu þegar upp kom þráleikur sem við vorum báðir fegnir að var til staðar. Stressandi skák og var ég heppinn að sleppa með pulsu í henni.
Á eftir fæ ég IM Michail Luch frá Póllandi sem er held ég stigahæstur í flokknum með 2336. Reyndar er ég í töluvert veikari flokki heldur en Hjörvar og ef stigagróðinn minn úr Kaupþingsmótinu og Rvk International væri kominn inn væri ég stigahæstur með 2341. Hjá Hjörvari eru hinsvegar M.Galyas 2444 og D.Werner 2385. Báðir eru þeir mjög sterkir og rútíneraðir alþjóðlegir meistarar. Þar að auki er hinn efnilegi K.Goh frá Singapore sem í gær ruslaði upp Kaufman frá Bandaríkjunum í 16-17. leikjum með svörtu. Í öllu falli sannarlega meira scary flokkur hjá Hjörvari. Líklegast er að tefldur verði drottningarindverji hjá mér en ég er ekki alveg harðákveðinn í hvort ég tefli það eða komi honum á óvart með 1.e4 og smá pet variation gegn Sikileyjarvörn (ekki 2.a3 og ekki 2.b3 btw).
Ég fór aðeins út að ganga áðan og veðrið er heldur betur að taka við sér. Nú er bara sól eins og maður sé á Mallorca og þurfti ég að stoppa tvisvar í göngutúrnum og fá mér ískaldan Evian. Alltaf virðist eitthvað vera um að vera hér og í gær mættum við endamörkum í maraþonhlaupi við þinghúsið. Í göngutúrnum áðan sá ég svo risastóran bókamarkað sem búið er að setja upp hér á torgi við eina af aðalgöngugötunum.
Loks er hér mynd af Hjörvari að tafli við Asabri Hussein í fyrstu umferð. Hussein var eins og alþjóð veit sýknaður af ákærum um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september.....
.......NOT
með kveðju frá Búdapest,
Ingvar Þór Jóhannesson
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn. Ég óska ykkur góðs gengis.
Hrannar Baldursson, 4.6.2007 kl. 16:20
Ég var að lesa bloggið hans Istvans Mayer og hann sagðist hafa teflt við gaur sem gæti hafa tekið þátt í uppfærslu Breiðholtsballetsins á White man can´t jump.... Sel það ekki dýrara.
Óli from da hood (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.