Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Skák

Staða dagsins

jhr_itj

Þessi staða hefði getað komið upp í skák minni við Jóhann Ragnarsson sem fram fór í gær á Skákþingi Reykjavíkur. Ég hafði svart og hefði ég leikið Rd7-c5 hefði þessi staða komið upp og Jóhann með hvítt hefði átt magnaðan leik. Hvítur leikur og vinnur!


Skákþraut

Þetta er að verða eitthvað þrauta/getrauna blogg hjá mér. Mér finnst þessi bara svo skemmtileg að ég varð að setja hana inn. 

Skák hefst úr upphafsstöðu og lýkur í fimmta leik með 5...Hh1 mát. Það er aðeins ein lausn á þessari þraut og aðeins þarf að kunna mannganginn til að reyna við hana. Semsagt báðir leika fimm leikjum og fimmti leikur svarts er Hrókur til h1 mát (fimmti leikur svarts er ekki dráp).

chessboard

E.S. 15.01.2007

Lausnin er:

1. g2-g4   h7-h5
2. Bf1-g2  h5xg4
3. Bg2xb7 Hh8xh2
4. Rg1-h3 Bc8xb7
5. 0-0  Hh2-h1 Mát


« Fyrri síða

Höfundur

Ingvar Þór Jóhannesson
Ingvar Þór Jóhannesson
Tölvunarfræðingur FIDE meistari í skák og áhugamaður um íþróttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband