Færsluflokkur: Bloggar
10.1.2007 | 09:52
Miðvikudagur ... morkinn
Þetta ætlar að verða morkinn vika. Vil bara koma á framfæri þakkir til Íslendinga og Ed Harris sem lögðust allir á eitt og tryggðu nýtt persónulegt met í keyrslutíma í vinnuna. Ég var ÞRJÁTÍU OG FIMM mínútur í vinnuna í morgun TAKK FYRIR! Það þýðir að ég var nánast að meðaltali STOPP!
Svo vil ég mótmæla þessum kulda. Mæli með tvennum buxum, húfu vettlingum og trefli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 11:25
Þriðjudagur til þreytu?
Já þetta er komið gott...þriðjudagur hefur fengið að fljúga of lengi undir radarnum í skjóli mánudags! Þriðjudagur er eins og gaurinn í skólanum sem situr aftast og felur sig bakvið töskuna sem er uppi á borði. Það er kominn tími til að þriðjudagur fái það óþvegið! Hann er jú eftir allt semi-mánudagur.
Allavega voru öll mánudagseinkennin á sínum stað í morgun. Lagt af stað kl. 08:24 til að uppgötva að ég er að verða bensínlaus...slapp með einn sleða út á bensínsstöð en eftir það var það 20 km/h í 3-4 mínútur áður en gaurinn sem hellti upp á kaffi á ljósunum í gær ákvað að skilja ekki conceptið vinstri akrein. Reyndar skilur engin conceptið vinstri akrein lengur.
Loks þegar komið var í stæðið góða var eftir 3 mínútna gangan í vinnuna og hún var köööööld. Ekkert sérstaklega þægileg vindkælingin meðfram standlengjunni.
Athugið að myndin kemur færslunni ekkert við en summerar engu að síður upp þriðjudagsfýlinginn!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2007 | 10:37
Stafsetnyng Ýslendynga
Ok ég tel mig nú ekki vera neinn sérfræðing í stafsetningu og geri örugglega einhverjar villur í mínum texta en ég get samt ekki orða bundist yfir svona svakalegum stafsetningarvillum eins og maður sér. Fyrir ofan póstkassana í blokkinni minni er orðsending. Ég mun grípa niður í "highlights" úr henni:
"Kæru íbúðareigendur .....
..... Ingangurinn í blokkina er því miður.......beðnir að taka með sér Blöðin eð ekki henda þeim þar.
Sínum öðrum tilitsemi göngum vel um okkar eign.
Húsnemd !"
Húsnemd er my personal favourite.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2007 | 10:18
Mánudagur til mæðu
Þeir geta verið erfiðir mánudagarnir. Þessi er engin undantekning. Hvernig er það eiginlega með Íslendinga kann enginn lengur að keyra? Ég held ég hafi verið næstum 25 mínútur á leiðinni í vinnuna í morgun. Slapp reyndar aldrei þessu vant út úr hverfinu án þess að lenda á eftir sleða (á föstudaginn lenti ég á kellingu á 20 km hraða og var ca. 4 mínútur að komast brúttó 500m til vinstri frá heimili mínu að Haukaheimilinu). Tók skelfilega ákvörun og ákvað að prófa að beygja hjá Kaplakrika og fara gegnum Breiðholtsbraut í stað Kringumýrarbrautar. WRONG decision! Keyrði á 20 frá IKEA til Smáralindar...hvernig stendur á þessu? Er alltaf ein gömul kelling fremst sem heldur röðinni á þessum hraða? Já ok svo kem ég að ljósum...nýkomið grænt búið að vera í 20-25 sekúndur...NEI þá þarf ég að STOPPA!!!!! Eru allir að hella upp á kaffi á ljósum? Hvað er vandamálið að taka ca. samtaka af stað þegar það kemur grænt? Er ég pirraður???? JÁ.
Svo þegar ég kem til vinnu heyri ég leiðindafréttir. Einn samstarfsfélagi féll í stiga heima hjá sér og slasaðist lítillega og er því ekki við vinnu og annar vinnufélagi missti aldraða móður sína og er því ekki heldur við vinnu. Við erum því bara tveir í myrkrinu hérna inni í okkar herbergi :-(
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2007 | 11:01
Átta mig ekki á þessari reglu
Mascherano getur ekki yfirgefið West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 15:29
X-hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Dagný litla systir Byrjuð að blogga aftur
- Bjössitkd Slappasti bloggari landsins
- Sigga syz Löt í blogginu
- Dagný og bumban